Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 70
26. október 2012 FÖSTUDAGUR50 HELGIN Leikarinn Þorvaldur Davíð Krist- jánsson hefur tryggt sér kvik- myndaréttinn að glæpasögunni Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson og voru samningar þess efnis undir- ritaðir á dögunum. Samningurinn miðast við að Þorvaldur Davíð leiki sjálfur Ara Þór, aðalpersónu bók- arinnar, ásamt því að vera einn af framleiðendunum. „Ég er himinlifandi yfir að samn- ingar hafi tekist og mér skuli vera treyst fyrir kvikmynda réttinum að Snjóblindu Ragnars Jónas sonar. Fléttan í sögunni er þétt ofin og lausnin óvænt, sögusviðið er mynd- rænt og persónugalleríið frábært. Snjóblindu prýðir því allt sem prýða þarf góða sögu og hún hentar ein- staklega vel til kvikmyndunar,“ segir Þorvaldur Davíð, sem er í við- ræðum við hugsanlega meðframleið- endur bæði hér heima og erlendis. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Svartur á leik, sem er önnur tekjuhæsta íslenska kvikmynd sög- unnar. Hann varð fyrsti Íslending- ÞORVALDUR DAVÍÐ KRISTJÁNSSON: HENTAR VEL TIL KVIKMYNDUNAR Kaupir kvikmyndaréttinn að krimmanum Snjóblindu SAMNINGUR Í HÖFN Þorvaldur Davíð Kristjánsson ásamt Ragnari Jónassyni og Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar. urinn til að komast inn í leiklistar- deild hins virta Juilliard-háskóla í New York þaðan sem hann útskrif- aðist í fyrra. Hann hlaut Menningar- verðlaun American Scandinavian Society árið 2010 og fékk Robin Williams-styrk sem skólinn veitir. Ragnar er ánægður með að Þor- valdur Davíð ætli að koma Snjó- blindu í nýtt og spennandi form. „Vonandi mun þetta verkefni einnig vekja áhuga áhorfenda á að heim- sækja sögusviðið, Siglufjörð. Það er auk þess frábært að Þorvaldur ætli að takast á við það að gæða sögu- hetjuna lífi en hann smellpassar svo sannarlega í hlutverk lögreglu- mannsins unga, Ara Þórs,“ segir rit- höfundurinn. Snjóblinda kom út 2010 og var útnefnd ein af fjórum bestu skáld- sögum haustsins í Þýskalandi í fyrra af tímaritinu Gala. Nýlega kom út þriðja bók Ragnars um lögreglu- manninn Ara Þór. Hún nefnist Rof og gerist á Norðurlandi, líkt og Snjó- blinda, nánar tiltekið í eyðifirðinum Héðinsfirði. freyr@frettabladid.is UNG KONA FINNST NAKIN Í SNJÓNUM Söguþráður Snjóblindu er á þann veg að á Siglufirði finnst ung kona blóðug og hálfnakin í snjónum, nær dauða en lífi. Aldraður rithöfundur deyr á grunsamlegan hátt á æfingu hjá áhugaleikfélagi bæjarins, daginn fyrir frumsýningu. Ari Þór Arason, nýútskrifaður lögreglumaður, reynir að komast að því hvað er satt og hvað er logið í samfélagi þar sem engum virðist hægt að treysta. Einangrunin, myrkrið og snjórinn þrengja að honum, óttinn nær tökum á bæjar- búum og gleymdir glæpir fortíðar koma upp á yfirborðið. „Ég er að spila í Skemmtigarð- inum í Smáralind í kvöld. Fer á körfuboltaæfingu á laugardag- inn og kíki svo kannski í afmæli um kvöldið. Svo er ég alltaf að vinna á sunnudögum en þá tökum við upp GeimTíví-þáttinn okkar.“ Sverrir Bergmann, tónlistarmaður sem gefur út plötuna Fallið lauf hinn 1. nóvember. Stiklað á stóru um býsna margt svarar þessum og miklu fleiri spurningum um þann töfrandi og dularfulla stað sem við köllum alheiminn okkar. „Við vildum setja saman skemmti- lega og fræðandi dagskrá um kyn- líf og á sama tíma vekja athygli á félaginu okkar, Kynís,“ segir Sigga Dögg, kynfræðingur og formaður Kynís. Kynís-Kynfræðifélag Íslands stendur fyrir svokölluðum Sex dögum í Reykjavík sem hefjast í dag og standa til miðviku- dags. Þetta er í annað skipti sem dagarnir eru haldnir, en þeir voru fyrst árið 2010. „Við stefnum á að halda þessa daga annað hvert ár,“ segir Sigga Dögg. Dagarnir hefjast í kvöld með fyrir lestri um flengingar. Stað- setning fyrirlestrarins er ekki gefin upp heldur þarf að skrá sig á hann á Facebook.com/kynis.is til að fá nánari upplýsingar. „Það ríkir mikill misskilningur um flenging- ar og BDSM. Á sama tíma og fólk á það til að dæma þessa hegðun er það líka mjög forvitið um hana, sérstaklega núna eftir að bækur eins og 50 gráir skuggar tröllriðu öllu. Okkur fannst þetta því kjörið tækifæri til að fræða um BDSM,“ segir Sigga Dögg. Hún hlær þegar hún er spurð hvort sýnikennsla verði í boði. „Það verða eflaust ein- hverjir svekktir yfir því, en nei!“ Nánari dag- skrá má finna á áðurnefndri Facebooksíðu félagsins. - trs Flengingar og BDSM misskilið SEX DAGAR Sigga Dögg, for- maður Kynís, segir dagana ætlaða fræðslu um kynlíf. FRÉTTABLAÐIÐ/HERMANN „Kanadabúar eru ekki hræddir við ullina þó að hún stingi smá,“ segir Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu-og markaðsstjóri hjá prjónafyrirtæk- inu Varma sem nýverið hóf útrás á íslensku ullarsokkunum til Kanada. Það var skóframleiðandinn Ecco sem heillaðist af klassísku grá- yrjóttu ullarsokkunum sem flestir Íslendingar ættu að kannast vel við. Aðstandendur skóframleiðandans fræga rákust á sokkana í lítilli vef- verslun sem 86 ára gamall Vestur- Íslendingur rekur þar ytra og höfðu í kjölfarið samband við Varma. Pöntunin hljóðar upp á þúsund ullarsokkapör. Hún barst fyrir tveimur vikum og sokkarnir eiga að vera komnir í allar Ecco-búðir í Kanada fyrir mánaðamót. „Þetta er mjög stórt fyrir okkur. Við seljum um tíu þúsund pör af þessari teg- und á ári svo þetta er ágætis viðbót við það.“ Allt hefur verið á fullu síðustu vikur í verksmiðju Varma á Akur- eyri þar sem fimmtán starfsmenn standa vaktina. „Það hefur verið mikill hamagangur hérna vegna þessa. Við höfum sent sokkana út glóðvolga úr vélunum um leið og þeir eru tilbúnir.“ Birgitta segir að íslensku lopa- sokkunum verði stillt upp með útvistarskólínu Ecco. Hún telur að þetta sé hugsanlegt upphaf að auknum vinsældum íslensku ull- arinnar á heimsvísu. „Við erum að dýfa litlu tánni í stóran markað og þetta er spennandi tækifæri fyrir okkur. Í augnablikinu er aukin eftirspurn eftir efnum á borð við íslensku ullina, sem er unnin í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og er ekki fjöldaframleidd.“ - áp Íslensku lopasokkarnir í útrás til Kanada ÍSLENSKA ULLIN VINSÆL Birgitta Ásgrímsdóttir segir Varma hafa sent sokkana glóðvolga úr vélunum til Kanada. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ danskt fyrirtæki. ■ stofnað árið 1963. ■ merkið selst í 4.000 búðum í 90 löndum í heiminum. ■ 17.537 starfsmenn starfa hjá skóframleiðandanum. ECCO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.