Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 4
26. október 2012 FÖSTUDAGUR4 ATVINNUMÁL „Þetta er að verða algjör þvæla,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjar ráðs Kópavogs, um stöðuna á málefnum þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi. Um áramótin stefnir í að stór hópur atvinnu- lausra missi réttinn til atvinnuleysisbóta og fari þá á framfærslustyrk hjá sveitarfélög- unum með tilheyrandi útgjöldum fyrir þau. Rannveig gagnrýnir framgöngu ríkisvaldsins í málinu. „Við vorum kölluð með dags fyrirvara á fund um síðustu mánaðamót hjá velferðar- ráðuneytinu. Við héldum að þarna væru að koma fram einhverjar verulegar ákvarðanir en fundurinn var þá aðeins til að segja okkur að það væri búið að ákveða að framlengja ekki bótatímabilið hjá þessum hópi. Sveitarfélögin þyrftu að vinna hratt og komast að niðurstöðu um það hvernig þau ætluðu að bregðast við fyrir lok þessa mánaðar,“ segir Rannveig. Að sögn Rannveigar er óljóst hvaða fjár- magn muni fylgja frá ríkinu vegna yfir- færslu fyrrgreinds hóps frá og með ára- mótum. „Menn voru að hugsa um að slökkva elda þegar var að brenna en hafa síðan ekki verið að nýta tímann til að finna heildarlausnir. Það er engin hugmyndaauðgi,“ segir bæjarráðsformaðurinn. Aðspurð kveður Rannveig lækkun tryggingargjalds og fjölgun starfa hluta þeirra lausna sem horfa eigi til. „Það þarf að fá lengingu á bótatíma- bilinu og aðilar að skuldbinda sig til að fara í þá vinnu sem þarf til að finna lausnir. Þetta er samfélagslegt verkefni sem við þurfum að leysa saman. Við þurfum hvert á öðru að halda.“ - gar Formaður bæjarráðs Kópavogs gagnrýnir framgöngu í málefnum atvinnulausra: Bótatímabil sé lengt og lausn fundin Í blaði gærdagsins var ranglega farið með nafn mannsins sem kom fyrir sprengju á Hverfisgötunni í janúar. Hann heitir Snævar Valentínus Vagns- son, ekki Sævar. Í frétt blaðsins þann 8. október um verkefnið Ungleik var einn aðstandandi verkefnisins, Hávarr Hermóðsson, rangnefndur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. DANMÖRK Í fyrra biðu þúsundir danskra barna eftir bréfi frá jóla- sveininum án árangurs. Ferða- málaskrifstofan á Grænlandi, sem svaraði bréfum allra barna til jólasveinsins, hafði nefni- lega orðið gjaldþrota. Til þess að börnin hætti ekki að trúa á jóla- sveininn hefur nýtt fyrirtæki, Destination Avannaa, keypt rétt- indin að sveinka. Dönsk börn standa í þeirri trú að jólasveinninn búi á Grænlandi og þangað senda þau óska- lista sína fyrir jólin. Þau hafa fengið svar þar til í fyrra. Nýi rétthafinn ætlar að sjá til þess að sveinki svari börnunum. - ibs Vonbrigði danskra barna: Jólasveinninn varð gjaldþrota SVÍÞJÓÐ Silvía Svíadrottning lýsti í gær yfir ánægju sinni með tilvon- andi tengdason sinn, Banda- ríkjamanninn Chris O‘Neill sem Made- leine prinsessa hefur trúlofast. „Hann er algjör tengda mömmu- draumur,“ sagði drottn- ingin í viðtali við Aftonbladet í gær. Parið nýtrúlofaða kynntist í New York sumarið 2010 í gegnum sam- eiginlega vini. Madeleine hafði þá flutt til Bandaríkjanna eftir að hafa slitið trúlofun sinni við Sví- ann Jonas Bergström eftir að upp komst um framhjáhald hans. Chris O‘Neill, sem starfar í fjármála- geiranum, er sonur Paul og Evu O‘Neill en samkvæmt Aftonbladet er hún sögð hafa átt í ástarsam- bandi við Karl Bretaprins. - ibs Silvía drottning ánægð: Prinsessa trúlofuð Kana ALÞINGI Vísindasamfélagið íslenska er á móti banni á úti- ræktun erfðabreyttra lífvera. 52 vísindamenn skrifa undir athuga- semd við þingsályktunartillögu sem hefur í þriðja sinn verið lögð fram á Alþingi. Bent er á að í svokallaðri Carta- gena-bókun um líföryggi, sem sé viðbót við Samninginn um líf- fræðilega fjölbreytni, sé hvergi hvatt til banns við útiræktun erfðabreyttra lífvera. Þá kemur fram í nýrri umfjöllun á vef Orf líftækni um akurræktun á erfða- breyttu byggi í Danmörku og Sví- þjóð að á þessu ári hafi í Evrópu verið gefin rúmlega fjörutíu leyfi til útiræktunar á erfðabreyttum plöntum. Orf hefur um árabil stundað tilraunaræktun á erfða- breyttu byggi í Gunnarsholti. - óká Gera athugasemd við tillögu: 52 vísindamenn mótmæla banni MADELEINE OG CHRIS O‘NEILL RANNVEIG ÁSGEIRSDÓTTIR Fólk þarf að að vinna saman til að leysa málefni langtímaatvinnu- lausra, segir formaður bæjar- ráðs Kópavogs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SÝRLAND, AP Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Samein- uðu þjóðanna og arababandalags- ins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnar- herinn og helstu hópa uppreisnar- manna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag. Þessa fjóra daga halda mús- límar fórnarhátíð, eina helgustu hátíð ársins. Sú hátíð er haldin til að minnast þess þegar guð krafðist þess að Abraham fórn- aði syni sínum, en lét hann síðan sleppa með skrekkinn eins og lesa má um bæði í Biblíunni og Kóraninum. Alls óvíst er þó hvort nokkuð verði úr þessu vopnahléi. Sýr- landsstjórn hefur verið treg til að fallast á vopnahléið og viljað áskilja sér rétt til að svara ef uppreisnarmenn gera árásir. Uppreisnarliðið er sundurl eitur hópur sem skiptist í ótal anga, sem eru ósammála innbyrðis og hafa bæði ólík markmið og beita ólíkum aðferðum. Enda hafði Brahimi ekki fyrr tilkynnt um vopnahlé en herská samtök, tengd Al Kaída, sögðust ekki ætla að virða það. Í gær bárust svo fréttir af því að uppreisnarmenn í borginni Aleppo, fjölmennustu borg lands- ins, hefðu sótt hart gegn stjórnar- hernum og náð nýjum hverfum á sitt vald. Ekki er vitað hvort stjórnarherinn sjái sér fært að láta þessum árangri uppreisnar- liðsins ósvarað. Ekki er heldur vitað hvort upp- reisnarherinn hefur nægan styrk til að halda þeim hverfum sem hann náði á vald sitt í gær. „Þetta kom okkur á óvart,“ sagði Abu Raed, einn uppreisnar- manna, í Skype-viðtali við frétta- stofuna AP. „Þetta gekk hratt fyrir sig og fór í óvænta átt.“ Jan Eliasson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, segir að engin trygging sé fyrir því að vopnahléið haldi, en hvatti engu að síður bæði stjórnar herinn og uppreisnar- menn til að standa sig. „Við fylgjumst grannt með harmleiknum í Sýrlandi, og bindum vonir okkar nú við vopna- hléið sem vonandi verður að veru- leika,“ sagði hann við blaðamenn í Genf í gær. Brahimi tók fyrr á árinu við hlutverki friðarerindreka og hefur frá upphafi varað við of mikilli bjartsýni, enda náði forveri hans, Kofi Annan, engum árangri. - gb Sýrlandsher heitir að virða vopnahlé Uppreisnarmenn sóttu hart gegn sýrlenska hernum í Aleppo í gær, daginn áður en fjögurra daga vopnahlé á að hefjast í landinu. Mikil óvissa er um vopnahléið, þótt bæði stjórnarherinn og flestir fulltrúar uppreisnarmanna lofi að taka þátt. BÖRN Í ALEPPO Ekkert virðist ætla að verða úr fjögurra daga vopnahléi. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 13° 5° 5° 8° 14° 5° 5° 26° 9° 23° 19° 25° 5° 12° 20° 4°Á MORGUN Strekkingur með SV- og S-strönd annars hægari. SUNNUDAGUR Strekkingur vestast og með SA-strönd annars hægari. 3 2 1 0 -1 7 6 4 55 1 1 2 3 -1 0 -3 -2 -2-1 -6 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 FROST OG ÞÍÐA skiptast á víða um land næstu daga en þó verður frostlaust með suður- og vestur- ströndinni. Bjart austanlands í dag en fer að rigna vestan til eftir hádegið og snjóa á NA-landi í kvöld. Hlýnar til morguns með rigningu en líklega snjókoma í fyrstu NA-til. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður Nafn Þórunnar Hrefnu Sigurjóns- dóttur gagnrýnanda vantaði við ritdóm um bókina Millu eftir Kristínu Ómarsdóttur í blaðinu í gær. GENGIÐ 25.10.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,6574 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,34 126,94 203,81 204,81 164,2 165,12 22,009 22,137 22,045 22,175 18,908 19,018 1,5763 1,5855 194,46 195,62 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Arkitekt Skálholtskirkju var Hörður Bjarnason en ekki Hörður Ágústsson eins og ranglega var sagt í leiðara blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.