Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 16
26. október 2012 FÖSTUDAGUR16 FRÉTTAVIÐTAL: Mansal á Íslandi Framkvæmdastýra Mann- réttindaskrifstofu hefur aðstoðað yfir hundrað fórn- arlömb mansals undan farin ár. Kynlífsiðnaðurinn er sterkasta birtingar myndin hér á landi. Sunna Val- gerðardóttir hitti Margréti Steinarsdóttur og fræddist um mansal á Íslandi. Þrælahald er staðreynd á Íslandi og hefur verið lengi. Það sem af er ári hafa átta einstaklingar leitað til Mannréttindaskrifstofu Íslands þar sem grunur leikur á mansali. Margrét Steinarsdóttir er lög- fræðingur og framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hún segir brýnt að innleiða að fullu þá alþjóðasamninga sem Ísland hefur skuldbundið sig til er varða mansal, Palermo-bókunina og Evrópuráðssamninginn, en hún telur lagaákvæði um mansal helst til of þröngt. Nauðsynlegt sé að hafa í huga að stór hluti fórnar- lamba mansals kemur til landsins af fúsum og frjálsum vilja og eftir löglegum leiðum. Viðurkenndu ekki mansal „Þegar ég fór að vinna í Alþjóða- húsi árið 2004 vildu stjórnvöld ekki viðurkenna að mansal væri stað- reynd á Íslandi. Það var alltaf talað um það sem gegnumstreymisland fyrir Bandaríkin og Kanada. Það var eiginlega eina tegundin af man- sali sem stjórnvöld viðurkenndu á þessum tíma,“ segir Margrét. „En á síðustu árum hefur meðvitundin og viðurkenningin vaxið.“ Hún segir þurfa að skoða hlutina í víðu samhengi og þá sérstaklega þá einstaklinga sem koma hingað til lands á löglegum leyfum og í lög- legum tilgangi, eins og á au-pair- eða fjölskyldusamningaleyfi. Þarf ekki að vera nauðung Margrét benti stjórnvöldum oft á ákvæði Palermo-bókunarinnar, sem tilgreina skilgreiningar á man- sali meðal annars með því að not- færa sér bága stöðu fórnarlambs. Átti það við stóran hluta kvenna sem vann á nektardansstöðum sem voru úr rússneska minnihlutanum í Eystrasaltslöndunum. „Ef þú notfærir þér bágar aðstæður einstaklings skiptir samþykki ekki máli,“ segir hún. „ Þessar stúlkur voru margar hverjar mjög vel menntaðar en fengu ekki vinnu við hæfi og var þetta því oft eina leiðin til að sjá sér fyrir peningum. Það var ekki vegna þess að þær langaði svo að vinna við þetta eins og var svo oft talað um. Þarna var mansal á ferðinni.“ „Þær vilja þetta“ Margrét bendir á að algengt hafi verið í umræðunni að fórnar- lömbin hafi komið af fúsum og frjálsum vilja til landsins og ekki verið blekkt. Blekking þarf þó ekki að hafa verið til staðar og beinu ofbeldi þarf ekki að hafa verið beitt til að um mansal sé að ræða. Hún segir sögur þeirra kvenna sem komu hingað til lands til að vinna á nektarstöðunum margar mjög áhrifaríkar. „Sumar konur giftust mönnum sem gerðu þær svo út í vændi. Margar hverjar voru í ofbeldis- samböndum eftir að þær hættu að dansa á stöðunum og gátu ekki náð stjórn yfir sínu eigin lífi. Ég hef rekið mig á það líka í kerfinu að stundum er tekið öðruvísi á málum þessara kvenna vegna þess að þær störfuðu áður sem nektardans- meyjar,“ segir Margrét. „Ofbeldis- menn eru svo með hinar ýmsu hót- anir, eins og að láta senda konurnar úr landi, taka barnið af þeim og fleira í þeim dúr. Og það er erfitt fyrir þær að átta sig á að þetta eru innantóm orð.“ Þúsund konur á einu ári Þegar blómaskeið nektardans- staðanna stóð sem hæst voru alls þrettán slíkir staðir í Reykja- vík, fimm á Akureyri og nokkrir í Keflavík á sama tíma. Á því tímabili var talið að á einu ári var streymi til landsins um þúsund konur á sex vikna atvinnuleyfum. Margrét segir mikilvægt að líta til þeirra einstaklinga sem koma inn í landið á löglegan hátt. „Þeir einstaklingar eru oft mis- notaðir og neyddir í alls konar vinnu sem þeir fá ekki greitt fyrir. Mansalsmál þurfa heldur ekki að vera tengd glæpagengjum, heldur getur þetta verið aðeins einn maður eða kona sem stendur fyrir því,“ segir Margrét. Erfitt sé að til- greina fjölda fórnarlamba mansals á Íslandi, en sárlega vanti bæði töl- fræði og rannsóknir á því sviði sem öðrum. Eiginmenn selja í vændi „Ég get ímyndað mér að það hafi dregið aðeins úr því á undan- förnum árum þar sem vinnufram- boðið er minna, en á móti kemur að vinnuveitendur geta leyft sér meira þar sem fólk vill halda vinnunni. Svo á nú að heita að nektar staðir séu ekki starfandi lengur, en það eru starfandi mjög vafasamir staðir enn í dag. Það er enn verið að flytja konur inn sérstaklega til að stunda vændi og svo eru líka dæmi um konur sem koma hingað í hjúskap og svo gera eiginmennirnir þær út.“ Meira en eitt hundrað fórnarlömb Innflytjendur mansals á Íslandi eru bæði íslenskir og erlendir. Margrét hefur talað við meira en hundrað fórnarlömb mansals undanfarin átta ár, bæði karla og konur. „Konurnar eru miklu fleiri, en karlmenn lenda líka í mansali. Nokkrir komu til dæmis með au- pair leyfi, en fóru svo í bygginga- vinnu, báru út blöð og unnu við ræstingar myrkranna á milli. Einu sinni var verið að tala um tíu þús- und krónur í laun á viku, jafnvel minna,“ segir hún. „Í þeim málum sem ég hef fengið inn á mitt borð eru það allt Íslendingar sem selja konurnar sínar í vændi. Þó hef ég heyrt um erlenda menn sem gera út erlendar konur, en það hefur mér ekki borist formlega.“ Margrét segir mansal og þræla- hald vera starfsemi sem muni allt- af þrífast undir yfirborðinu, þó svo sumir reyni að skilgreina glæpina sem eitthvað annað. „Það er ótrúlegt hvernig fólk var blekkt til að byrja með varð- andi nektardansstaðina. Konur sem leituðu til mín fullyrtu að það væri starfrækt vændi á þeim stöðum sem þær unnu á. Eini auka- peningurinn sem þessar stúlkur gátu náð sér í var oftast í einka- dönsum og beinu vændi, því dans- arnir sjálfir skiluðu ekki miklu til þeirra. Þó eiga nú einkadansar að vera úr sögunni,“ segir hún. „En þrælahald er til staðar á Íslandi, það er staðreynd.“ Hefur áhrif fyrir lífstíð Hún veltir fyrir sér hvort for- virkar rannsóknarheimildir gætu hjálpað lögreglunni við að uppræta vændi og mansal á Íslandi í dag. „Eitthvað veldur því að lög- reglan virðist vera úrræðalaus gagnvart þessu, því kaup á kynlífs- þjónustu eru refsiverð og hugsunin á bak við það er að seljandinn er alltaf í miklu lakari stöðu en kaup- andinn. Vændi getur haft áhrif á viðkomandi fyrir lífstíð. Þér er nauðgað alla daga, teknar af þér myndir, þú látin gera alls konar hluti sem þér myndi aldrei detta í hug að gera sjálfviljug og getur lent í alls konar heilsufars legum vandræðum,“ segir Margrét. „Meirihluti fórnarlamba mansals sem við aðstoðum hér eru konur í kynlífsiðnaði og þær eru flestar svo illa staddar að það þarf mjög mikið til að hjálpa þeim aftur á fætur.“ Þeir einstaklingar eru oft misnotaðir og neyddir í alls konar vinnu sem þeir fá ekki greitt fyrir. Mansalsmál þurfa heldur ekki að vera tengd glæpagengjum, heldur getur þetta verið aðeins einn maður eða kona sem stendur fyrir því. Það er enn verið að flytja konur inn sér- staklega til að stunda vændi og svo eru dæmi um konur sem koma hingað í hjúskap og svo gera eiginmennirnir þær út. Þrælahald á Íslandi er staðreynd MUN ALLTAF ÞRÍFAST UNDIR YFIR- BORÐINU Framkvæmdastýra Mann- réttindaskrifstofu Íslands segir þá sem stunda mansal hér á landi bæði íslenska og erlenda. Hún hefur rætt við meira en hundrað fórnarlömb á Íslandi undan- farin átta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÆMDIR FYRIR MANSAL Fimm litháískir karlar voru árið 2010 dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir mansal. Þeir höfðu flutt hingað nauðuga nítján ára samlöndu sína og ætluðu að selja hana í vændi. Þetta er eini dómurinn sem fallið hefur fyrir mansal hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ 117 þjóðir eru aðilar að Palermo-bókuninni frá árinu 2000 ■ Mansal er glæpur gegn mannkyni. Það felur í sér að ráða, flytja, færa, fela eða fá manneskju með valdi, kúgun, mannráni, svikum, blekkingum, valdníðslu eða vegna bágrar stöðu hennar. Þetta á við um vændi eða aðra tegund af kynlífsþjónustu, neydda vinnu og þjónustu, vinnuþrælkun og líffæranám. ■ Á hverju ári lenda þúsundir karla, kvenna og barna í klóm mansals- manna- og kvenna, í heimalöndum sínum og erlendis. Mansal er glæpur gegn mannkyni Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.