Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 34
4 • LÍFIÐ 26. OKTÓBER 2012 Lýtalæknirinn Þórdís Kjartansdóttir syngur og spilar eins og við sjáum í þætti Sindra Sindra- sonar, Heimsókn, sem sýndur er í opinni dag- skrá strax að loknum fréttum Stöðvar 2 á morgun, laugardag. Í sama þætti heim sækir Sindri athafnamanninn Kormák Geirharðs- son sem býr í fallegu og litríku húsi á Lindargötu ásamt eiginkonu og þremur börnum. Þórdís lýtalæknir. Kormákur verslunarmaður.Hjónin Kormákur og Dýrleif hafa sérstakan áhuga á fallegum ljósum og lömpum og sæma þessi ljós sér sérlega vel í húsinu. „Mottur og púðar gera heimili hlýleg og falleg,“ segir Þórdís Kjartansdóttir lýta- læknir, sem býr ásamt manni sínum og börnum í þessu húsi í Stigahlíð í Reykjavík. 07.45 Fjölskyldan vaknar, morgunknús og spjall með litlu strákunum mínum. Mér finnst nauðsynlegt að byrja daginn með því að knúsa börnin mín sem endar reyndar yfirleitt með því að allir eru orðnir of seinir og svo drífa sig allir í föt. 08.15 Morgungrauturinn. Lagði í bleyti kvöldið áður chia-fræ með goji-berjum, hnetum, trönuberjum, möndlum og hörfræjum. Veitir ekki af góðri byrjun og orku fyrir langan dag. Systir mín kenndi mér þetta, – til- tölulega nýr siður sem ég er að reyna að tileinka mér og gengur bara frekar vel. 08.30-9.00 Strákarnir keyrðir í skól- ann og leikskólann. 09.30 Mætt í stúdíóið til hans Vignis Snæs snillings til að leggja lokahönd á söngupptökur á laginu „Days gone by“ sem var síðasta lagið sem hann Sjonni minn samdi. Guðrún Árný vinkona mín mætt til að syngja bak- raddir með mér. Ég elska að syngja með Guðrúnu. 11.00 Komin upp í Borgarleik-hús í sminkstólinn fyrir rennsli á nýjustu sýningu Vestur- ports og Borgarleikhússins. Bast- arðar heitir hún og þar leik ég hlut- verk Mörtu. Aðeins tveir dagar í frumsýningu, spennan og adrena- línið í hámarki, kíki á línurnar mínar og geri mig klára fyrir rennsli. 12.00 Hádegismatur í leik-húsinu –lasanja. 13.00 Næstsíðasta æfing með áhorfendum á Bastörðum hefst. Jói Sig. og Nína Dögg eru í miðri senu. Ég stend tilbúin til að koma inn á svið og hugsa þvílík forréttindi það eru að fá að vinna með öllum þessum frá- bæru listamönnum. Fegin finn ég hvernig gleðin og eftirvæntingin eru að taka við af spennunni. 15.45 Æfingu lokið og ég hleyp beint út af rennsli til að ná flugi til Akureyrar. Fæ að heyra í Gísla Erni leikstjóra í gegn- um síma með það sem betur má fara eftir rennslið. 16.00 Komin um borð í flug-vél og vélin farin af stað til Akureyrar, sé að aðrir far- þegar stara á útganginn á mér enda hljóp ég beint af sviðinu, smá tími til að skoða línurnar mínar fyrir tökur og hvíla sig aðeins. Það er kannski pínu undarlegt en ég komst að því í fyrravetur með reglulegum flug- ferðum norður að ég næ hvergi betur að festa svefn heldur en um borð í flugvél Flugfélags Íslands. Ég er sofnuð í flugtaki og vakna ekki fyrr en við lendingu. Ég þyrfti kannski að láta hanna einhvers konar flugvélahermi heima hjá mér. 16.45 Lent á Akureyri og er sótt af tökuliðinu á sjónvarpsþáttunum „Hæ Gosa 3“ til að bruna á tökustað þar sem ég leik hlutverk Sölku. 16.50 Komin á tökustað en það eru ekki eins miklar vegalengdir á Akureyri. Flestir leikarar þáttanna eru mættir á undan mér þar sem verið er að mynda stóra veislu úr síðasta þætti seríunnar. Arnóri Pálma leikstjóra er létt við að sjá að ég hafi náð flug- inu. Ég er drifin í smink og hár og búning. 24.00 Tökum lokið. Held á gistiheimilið í Hafnar- stræti eftir algjöran rússíbanadag. Mikið er þetta skemmtilegt starf. Sýnist blunda spennufíkill í mér. 01.30 Ansi lúin en samt erfitt að festa svefn. Það er svo erfitt að skilja persónurnar sínar eftir í vinnunni svona stuttu fyrir frumsýningu. Hönnunin á flugvéla- herminum kemur inn í huga minn rétt áður en ég næ loks að sofna. Flug aftur til Reykjavíkur og svo Bastarðar aftur annað kvöld. Þórunnar Ernu Clausen leikkonu SINDRI HEIMSÆKIR LÝTALÆKNI ATHAFNAMANN Öflugt gegn blöðrubólgu ROSEBERRY Virkar innan 24 tíma 2-3 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is Breakbeat laugardagskvöld kl. 22r skvöld l.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.