Fréttablaðið - 27.10.2012, Page 4

Fréttablaðið - 27.10.2012, Page 4
27. október 2012 LAUGARDAGUR4 GENGIÐ 26.10.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,1703 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,48 128,08 205,22 206,22 164,18 165,1 22,006 22,134 21,98 22,11 18,917 19,027 1,5971 1,6065 195,62 196,78 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Bílasalar Undirbúningsnámskeið vegna prófs til leyfis sölu notaðra bifreiða verður haldið í Reykjavík 5. - 21. nóvember 2012. Umsóknarfrestur er til 3. nóvember. Nánari upplýsingar og skráning í síma 590 6400 eða fjola@idan.is IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 2 - 105 Reykjavík www.idan.is - s. 590-6400 Prófnefnd bifreiðasala FRÉTTASKÝRING Af hverju er ólga vegna hlutafjárútboðs í Eimskips? Forsvarsmenn allmargra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta eru mjög ósáttir við að hluti bjóðenda í hlutafjárútboði Eimskips hafi fengið að skila inn tilboðum með fyrir- vörum án þess að kynning á útboðinu eða skráningarlýsing hafi gert ráð fyrir að hægt væri að gera slík tilboð. Þeir sem gerðu tilboð með fyrirvara sögðust vera tilbúnir að kaupa hluti ef fallið yrði frá kaupréttarsamningum stjórnenda Eimskips.Það var á endanum gert. Á miðvikudagskvöldið var fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV að lífeyrissjóðurinn Gildi myndi ekki vera með í útboðinu. Harpa Ólafs- dóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í við- tali við RÚV að hann myndi ekki taka þátt í útboðinu af siðferðilegum ástæðum vegna kaupréttarsamninganna. Auk þess þætti sjóðnum verðið of hátt. Morguninn eftir var staðfest að Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins (LSR) ætlaði ekki heldur að taka þátt vegna sömu ástæðna. Við þetta varð í raun allt vitlaust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hófu aðilar sem höfðu umsjón með útboðinu í kjölfarið að hafa samband við fagfjárfesta og opna á þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Útboðinu lauk klukkan 14 á fimmtudag. Um það leyti var farið að kvisast út orðrómur um að stjórnendurnir hefðu ákveðið að falla frá kaupréttunum. Helgi Magnússon, stjórnar- formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að hringt hafi verið inn á stjórnarfund í sjóðnum og honum tilkynnt að það stæði til. Það símtal hafi þó borist eftir að útboðinu lauk, á milli 14 og 15. Vert er að taka fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í útboðinu, enda á sjóðurinn þegar 14,6 pró- sent í honum. Það var því verið að tilkynna sjóðnum um það að fallið væri frá kaup- réttunum sem hluthafa, ekki bjóðanda. Almenni lífeyrissjóðurinn var einn þeirra sjóða sem gerði tilboð með fyrirvara um kaupréttina. Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, segir hann einfald- lega hafa tekið ákvörðun um að skrifa fyrir- varann inn á tilboðið. Við það hafi ekki verið gerðar athugasemdir. Heimildir Fréttablaðs- ins herma að fleiri aðilar hafi gert sambæri- leg tilboð. Þar er bæði átti við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að það hafi ekki verið haft sam- band við neinn innan hans sjóðs til að tilkynna um þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var heldur ekki haft samband við aðra sjóði sem höfðu lýst því yfir opinber- lega að þeir myndu ekki taka þátt og þeim boðið að bjóða á þessum nýju forsendum. Margir lífeyrissjóðir eru því afar ósáttir við umsjónaraðila útboðsins, Íslandsbanka og Straum. Þeir eru sérstaklega ósáttir við að haft hafi verið samband við valda bjóðendur og þeim boðið að taka þátt í útboðinu með fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra séu að láta kanna lagalega stöðu sína vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka höfðu bankanum þó ekki borist neinar form- legar athugasemdir frá fjárfestum um óánægju með framkvæmd útboðsins. thordur@frettabladid.is Telja bjóðendum mismunað Sumir fjárfestar eru mjög ósáttir við framkvæmd hlutafjárútboðs Eimskips. Þeir telja fjárfestum hafa verið mismunað þar sem sumir fengu að skila inn tilboðum með fyrirvara. Lífeyrissjóðurinn Festa kvartað til FME. HÆTT VIÐ Sex stjórnendur Eimskips áttu að fá kauprétt að tæplega 4,4 prósenta hlut í Eimskip með ríflegum afslætti. Fallið var frá kaupréttunum síðdegis á fimmtudag. Gylfi Sigfússon er forstjóri Eimskips. FRÉTTABLAÐIÐ/STÉFAN Eitt af verkefnum Fjármálaeftirlitsins (FME) er að hafa eftirlit með skráningu félaga á markað. Þáttur í því er að tryggja að farið sé að settum reglum og að taka við athugasemdum, vega þær og meta og fylgja eftir ef ástæða er talin til. Fram kom í kvöldfréttum RÚV í gær að lífeyris- sjóðurinn Festa hafi sent erindi til FME þar sem óskað er eftir rannsókn á útboði Eimskips. Haft var eftir Gylfa Jónassyni, framkvæmdastjóra Festu, að sjóðurinn hafi haft spurnir að því að einstaka fjárfestum hafi verið gefinn kostur á að gera tilboð með fyrirvara um að kaupréttar- samingar stjórnenda yrðu felldir niður. Alls stóð völdum fagfjárfestum til boða að kaupa tuttugu prósenta hlut í Eimskip í útboðinu. Tilboð þurftu að vera á bilinu 205 til 225 krónur, sem margir fagfjárfestar töldu of dýrt. Umframeftirspurn reyndist þó eftir eftir bréfum og var tilboðum tekið fyrir 8,3 milljarða á verðinu 208 krónur á hlut. Lífeyrissjóðurinn Festa hefur kvartað til FME SAMFÉLAGSMÁL Rúmlega fjögur hundruð færri börn voru ættleidd til Norðurlandanna í fyrra en árið þar áður, sem er 26 prósenta fækkun. Ættleiðingum fækkar til allra ríkjanna nema Íslands. Mest fækkaði ættleiðingunum í Noregi eða um 61 prósent. Árið 2010 voru 343 börn ætt- leidd erlendis frá en í fyrra voru þau aðeins 113. Í Danmörku fækkaði ættleiðingum um rúm nítján prósent, úr 419 í 338. Til Sví- þjóðar voru 532 börn ættleidd í fyrra miðað við 643 árið 2010, og fækkunin var því rúm sautján prósent. Í Finnlandi stóð fjöldi ætt- leiðinga nánast í stað, fóru úr 134 í 132. Ísland er eina ríkið þar sem ættleiðingum fjölgaði milli ára, úr átján árið 2010 í nítján í fyrra. Fjöldi ættleiðinga til landsins er aðeins um 60 prósent af því sem var um miðjan síð- asta áratug, að því er fram kemur í upplýs- ingum Íslenskrar ættleiðingar. Fjöldinn er þó tvöfaldur á við það sem minnst hefur verið, en árið 2006 voru átta börn ættleidd til lands- ins. Að sögn Íslenskrar ættleiðingar má rekja afleiðingar fækkunarinnar til Haag-samn- ingsins um ættleiðingar, sem snýr að hags- munum barna. Reglur eru strangar og skrifræði hefur aukist, sem hægir á ættleið- ingarferlinu auk þess sem börn sem hægt er að ættleiða eru færri og eldri. Fækkun ætt- leiðinga kom fyrr fram hér á landi en í hinum ríkjunum. - þeb Færri börn voru í fyrra ættleidd til allra Norðurlanda nema Íslands, þar sem ættleiðingum fjölgaði um eina: Ættleiðingum fækkar á Norðurlöndunum Í KÍNA Flest börn sem ættleidd eru til Íslands koma frá Kína. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 16° 5° 6° 4° 6° 5° 5° 26° 8° 22° 18° 24° 4° 10° 22° 2° Á MORGUN Fremur hægur vindur. MÁNUDAGUR Víða 3-8 m/s. 5 5 4 3 4 6 4 8 7 7 2 6 7 3 3 3 3 9 11 8 9 5 0 0 -1 3 1 -1 1 2 5 2 ÚRKOMA Í DAG en styttir að mestu upp á morgun. Snýst í N-átt í kvöld og kólnar í veðri. Kalt á morgun, frost að 8 stigum NA-til. Víða nokkuð bjart en dálítil él NA-til fyrrihluta dags. Snýst í S-átt annað kvöld með strekkings vindi NV-til. Hlýnar fram á mánudag. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður VIÐSKIPTI Stjórn Eimskips harmar villandi umræðu um kaupréttar- áætlun félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í gær. Þar segir að kaupréttaráætlun- in, sem fallið var frá í kjölfar mótmæla fagfjárfesta, hafi verið í fullu samræmi við starfskjara- stefnu félagsins sem samþykkt var á aðalfundi þess árið 2010. Þá hafi engir hluthafar, en í þeim hópi eru nokkrir lífeyrissjóðir, gert athugasemdir við áætlunina. Þá segir enn fremur í yfir- lýsingunni að kaupréttirnir hafi ekki komið til á einni nóttu líkt og haldið hafi verið fram. Þeim hafi verið úthlutað í upphafi árs 2010 gegn skuldbindingu stjórn- enda um að starfa hjá félaginu til ársins 2015. - mþl Yfirlýsing stjórnar Eimskips: Kaupréttarum- ræða villandi Fannst á lífi eftir 44 daga Fullorðin ær fannst á lífi eftir að hafa verið grafin í fönn í 44 daga í Víðidal í Reykjahlíðarheiði. RÚV greindi frá því í gær að ærin væri frá Hellu í Mývatns- sveit og var að sögn fundarmanna ótrúlega spræk miðað við aðstæður. LANDBÚNAÐUR PRÓFKJÖR Árni Þór vill annað sæti Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæm- anna. Árni Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2007 og er formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis. Þórunn vill fjórða sæti Þórunn Egilsdóttir sækist eftir fjórða sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hún er verkefnastjóri hjá Austurbrú og odd- viti Vopnafjarðarhrepps.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.