Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 72
27. október 2012 LAUGARDAGUR36
tískuherinn
Rússland er að sækja í sig veðrið og
Moskva bætist brátt í hóp tískuborga
heimsins. Ástæðan fyrir að móðir
Rússland er skyndilega í sviðsljós-
inu er rússneska tískumafían sem
flykkist á alþjóðlegu tískuvikurnar.
Þær Miroslava Duma, Anya Ziour-
ova, Vika Gazinskaya og Ulyana
Sergeenko vekja óskipta athygli
götutískuljósmyndara fyrir íburðar-
mikinn og frumlegan klæðaburð
og eru rísandi stjörnur í tískuheim-
inum. Álfrún Pálsdóttir kynnti sér
rauða tískuherinn.
Rauði
VIKA GAZINSKAYA
Einn frægasti fatahönnuður Rússlands
og hannar undir eigin nafni
➜ Fyrrum tískuritstýra rússneska L´Officiel.
➜ Fyrsti rússneski hönnuðurinn sem var
tekinn inn í frægu frönsku tískuvöru-
verslunina Colette.
➜ Nýjasta lína hennar er innblásin af
íslenskri náttúru.
➜ ULYANA SERGEENKO
Ljósmyndari, fatahönnuður, stílisti, tískubloggari
og fyrirsæta
➜ Hannar undir eigin nafni og meðal aðdáenda
merkisins er Lady Gaga.
➜ Fastagestur í fremstu röð á tískusýningum.
➜ Fræg fyrir að klæða sig á frumlegan máta.
MIROSLAVA DUMA
Tískublaðamaður og tískufyrirmynd
➜ Skrifar fyrir rússnesku blöðin Ok! Magazinee,
Tatler og Glamour.
➜ Fyrrum ritstýra rússneska Harpers Bazaar.
➜ Klæðist gjarnan fatnaði frá Miu Miu, Saint Laurent,
Alexander Wang og íslenska merkinu Oswald Helgason.
➜
ANYA
ZIOUROVA
Stílisti og blaðamaður
➜ Ritstýra rússneska Tatler
➜ Ráðgjafi fyrir hin ýmsu
tískuhús á borð við
Ben Sherman og John
Lewis.
➜ Stíliseraði stjörnur á
borð við Sofiu Vergara,
Diane Kruger, Katy
Perry og Evu Herzigová.
➜
➜
Skemmtireisa
um Ísland
Sprenghlægileg saga fyrir 7-12 ára krakka.
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu