Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 80
27. október 2012 LAUGARDAGUR44 Hverjar eru ykkar fyrstu minn- ingar? Jón Bjarni: „Hvað meinaru?“ Eftir hverju munið þið sem kom fyrir ykkur allra fyrst í lífinu? Jón Oddur: „Ég man ekki eftir neinu.“ Jón Bjarni: „Manstu ekki eftir þegar Soffía missti allar tennurn- ar út í súrmjólkina aþþí Magga henti gleraugunum hennar út um gluggann?“ Jón Oddur: „Jú, vá hvað hún varð fúl.“ Hvað finnst ykkur langskemmti- legast að gera? Jón Oddur: „Ekkert sérstakt.“ Jón Bjarni: „Að hugsa.“ Jón Oddur: „Einmitt. Það er að gera ekkert. Er það ekki, Jón Bjarni?“ Hvor ykkar er frekari? Báðir: „Magga.“ „En ráðabetri?“ Jón Oddur: „Jón Bjarni.“ Jón Bjarni: „Alveg rétt.“ Rífist þið aldrei? Báðir: „Bara við aðra, báðir saman. Við hrekkjusvín sem eru að stríða Selmu.“ Hvenær hafið þið verið í mestri hættu? Jón Oddur: „Þegar við plötuðum Soffíu og sögðum henni að Jón Bjarni hefði farið undir öskubílinn og væri steindauður og pabbi varð alveg vitlaus og við vorum næstum því flengdir. Manstu, Jón Bjarni?“ Jón Bjarni: „Hann var alveg klikkaður, maðurinn.“ Hafið þið einhvern tíma orðið logandi hræddir? Báðir: „Já, þá.“ Hver eru uppáhaldsleikföng ykkar? Báðir: „Bara alls konar drasl, svona drasl sem við finnum. Stein- ar, ormar og fjaðrir og svoleiðis.“ Borðið þið stundum sælgæti? Báðir: „Alltaf þegar við getum. Ef við finnum peninga og svoleiðis eða þegar hann Elli fisksali gefur okkur gott af því hann er kommi eins og mamma.“ Hafið þið reynt að búa til vísur? Jón Bjarni:„Ne-ei. Við kunnum það ekki. Amma dreki elskar alveg rosalega leiðinlegar vísur. Oj.“ Jón Oddur: „Lárus bjó til eina á jólakort handa Jóhönnu sem hann er skotinn í. Hún er svona: Gleðileg jól og gott nýtt ár Og fyrirgefðu svo þetta pár. Hann er svo klár hann Lárus.“ Hvað ætlið þið að gera ef þið fáið unglingaveikina eins og hún Anna Jóna er með? Báðir: „Alla vega ekki að lesa sorgleg blöð og hafa hann Simba í eftirdragi. Maðurinn er með hreyfanlega bólu í andlitinu. Greyið.“ Hlakkið þið til að verða stórir? Báðir: „Jahá.“ Hvað langar ykkur að gera þá? Báðir: „Verða ríkir. Pabbi og mamma eru alltaf staurblönk.“ Jón Bjarni: „Ekki ætla ég að verða staurblankur kennari eins og pabbi.“ Jón Oddur: „Eða hjúkrunarkona eða -maður sem oft á ekki fyrir strætó eins og mamma. Glætan.“ - gun krakkar@frettabladid.is 44 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er búið að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu 2013, en það er ekki mjög langt síðan konur fóru að spila fótbolta á Íslandi. Konur koma ekki almennilega við sögu í íslenskum fótbolta fyrr en árið 1963 og það er fyrst árið 1968 sem hand- boltastelpur í Fram og KR fara að keppa sín á milli í óformlegum fótboltaleikjum. Fyrsti alvöru kvennaknattspyrnuleikurinn var svo árið 1970, þegar lið Keflavíkur og Reykja- víkur kepptu á undan karlalandsleik á Laugar- dalsvelli. Kvennalandsliðið var ekki stofnað fyrr en árið 1981, eða 11 árum eftir að fyrsti alvöru leikurinn hafði átt sér stað. Ári seinna fór svo íslenska kvennalandsliðið í fyrsta skipti út fyrir landsteinana þegar það tók þátt í Evrópumótinu. Það gekk reyndar ekkert sérstaklega vel á þessu fyrsta móti því liðið tapaði öllum leikjunum nema einum og gerði eitt jafntefli. Eftir þetta mót var ákveðið að leggja niður íslenska kvenna- landsliðið en stelpurnar mótmæltu því og var því haldið áfram með starf landsliðsins. Sem betur fer því íslenska kvennalandsliðið hefur náð mjög langt á síðustu árum og er alltaf á uppleið. Upphaf kvennafótbolta á Íslandi RÍFUMST BARA VIÐ AÐRA Jón Oddur og Jón Bjarni eru frægir fyrir uppátæki sín en eru samt ótrúlega góðir strákar inn við beinið. Þeim finnst skemmtilegast að leika sér með steina, orma og fjaðrir og annað rusl en hlakka samt til að verða stórir og langar að verða ríkir. Teikningar og texti Bragi Halldórsson 15 Nú var úr vöndu að ráða. Leiðin niður fjallið lá í hlykkjóttum krákustígum og var algjört völundarhús. „Við gætum hæglega villst á leiðinni,“ sagði Konráð hálf óttasleginn. „Við getum þetta!“ sagði Lísaloppa hughreystandi. Getur þú hjálpað þeim í gegnum þetta völundarhús? JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Vanda sig við að pakka inn músinni handa Soffíu því þeir ætla sannarlega að gleðja hana. PRUMPUHÓLLINN Í GERÐUBERGI Möguleikhúsið sýnir barnaleikritið Prumpuhólinn eftir Þorvald Þorsteinsson í Gerðubergi á morgun, sunnudag klukkan 14. Það fjallar um Huldu sem er nýflutt úr borginni upp í sveit og hittir kátan tröllastrák við sérkennilegan hól sem gefur frá sér dularfull hljóð. 1. Hvað er það sem hækkar þegar af fer höfuðið? 2. Hvað er það sem er minna en mús, hærra en hús og dýrara en öll Danmörk ef það fengist? 3. Hver eru þau fjögur manna- nöfn sem þú sérð út um gluggann? 4. Tvo fætur hef ég, en aðeins þegar ég hvíli mig snerta þeir grund. Hver er ég? 5. Af hverju setja Hafnfirðing- ar alltaf stiga upp að skóla? 6. Af hverju setja Hafnfirðing- ar alltaf sólstól á svalirnar? Svör: 1. Koddi. 2. Eldur. 3. Loftur, Stígur, Steinn, Máni. 4. Hjólbörur. 5. Til þess að komast í háskóla. 6. Til þess að sólin geti sest. Á Vísi er hægt að horfa myndskreyttan upplest úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi á ur Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.