Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 8
27. október 2012 LAUGARDAGUR8
ÍTALÍA Dómstóll í Mílanó dæmdi í
gær Silvio Berlusconi, fyrrverandi
forsætisráðherra, í fjögurra ára
fangelsi fyrir skattsvik. Skömmu
eftir að dómurinn féll kom til-
kynning frá dómstólnum um að
dómurinn hefði verið styttur í eitt
ár vegna laga sem samþykkt voru
árið 2006 á ítalska þinginu. Lögin
voru samþykkt í tíð vinstristjórnar
vegna fjölda fanga og plássleysis í
ítölskum fangelsum. Berlusconi
hélt fram sakleysi sínu í málinu.
Saksóknarar fóru fram á þriggja
ára og átta mánaða fangelsi, en
dómarinn sá upphaflega ekki
ástæðu til að hafa fangavistina
styttri en fjögur ár.
Berlusconi mun hins vegar
áfrýja dómnum og á málið væntan-
lega eftir að fara í gegnum tvö
dómstig áður en endanleg niður-
staða fæst.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Berlusconi er dæmdur sekur,
en hann hefur oft verið ákærð-
ur fyrir ýmsar sakir, en þá ýmist
verið sýknaður eða málinu vísað
frá dómi vegna þess að sakirnar
voru fyrndar.
Fyrr í vikunni skýrði Berlusconi
frá því að hann myndi ekki bjóða
sig oftar fram til þings.
Hann er orðinn 76 ára og hefur
þrisvar verið forsætisráðherra
Ítalíu. Samtals hefur hann gegnt
því embætti lengur en nokkur
annar ítalskur stjórnmálamaður
frá lokum seinni heimsstyrjaldar.
Hann sagði af sér í nóvember
á síðasta ári eftir að hafa misst
meirihluta á þingi vegna efnahags-
ólgunnar í evruríkjunum, sem
Ítalía virtist ætla að fara illa út úr.
Auk Berlusconis voru tíu aðrir
menn ákærðir í skattsvikamálinu.
Þrír þeirra voru dæmdir sekir, þar
á meðal bandaríski kvikmynda-
framleiðandinn Frank Agrama,
sem fékk þriggja og hálfs árs fang-
elsi.
Þrír sakborninganna voru sýkn-
aðir en máli fjögurra þeirra var
vísað frá dómi vegna fyrningar-
ákvæða laga.
Berlusconi sjálfur mætti ekki í
dómstólinn þegar dómur var kveð-
inn upp. Réttarhöldin í málinu hóf-
ust fyrst árið 2006, en þeim var
frestað vegna laga, sem Berlusconi
fékk þjóðþing landsins til að sam-
þykkja, og vernduðu hann gegn
lögsókn meðan hann var forsætis-
ráðherra.
Hæstiréttur landsins sagði þau
lög ekki standast stjórnarskrá, og
var þá hægt að hefja réttarhöldin
á ný.
Við þennan sama dómstól í Míl-
anó var einnig réttað í gær í öðrum
réttarhöldum yfir Berlusconi, en
þar er hann sakaður um að hafa
greitt stúlku, sem er undir lög-
aldri, fé fyrir að eiga með henni
kynlíf. Einnig er hann sakaður
um að hafa reynt að beita áhrifum
sínum til að þagga það mál niður.
Hann heldur einnig fram sakleysi
sínu í þessu máli.
gudsteinn@frettabladid.is
Fékk eins árs
fangelsisdóm
Silvio Berlusconi var dæmdur í fjögurra ára fangelsi
á Ítalíu en dómurinn var síðar mildaður í eitt ár.
Þetta er í fyrsta sinn sem Berlusconi er sakfelldur.
SILVIO BERLUSCONI Fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu sagðist á fimmtudag ekki ætla
að bjóða sig oftar fram til þings. NORDICPHOTOS/AFP
Félagsfundir
Rafiðnaðarsambands Íslands
29. október kl. 12 á Mælifelli, Sauðárkróki
30. október kl. 12 á Strikinu (norðursal), Akureyri
31. október kl. 12 á Hótel Selfossi, Selfossi
1. nóvember kl. 12 á Flughóteli, Reykjanesbæ
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
v
a
u
ar
a
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
s
ð
i
fe
rð
ir
ás
k
r
ilj
a
sé
r r
ét
t t
ele
il
le
ið
ré
t
iðið
tin
g
a
sl
á
s
lík
u.
ík
A
th
. a
ð
v
e
að
að
g
e
rð
g
et
ur
b
t
ey
st
re
ys
re
ys
n
f
án
fy
rir
v
y
rarar
a.a
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
5
•
N
M
54
28
0
4
Sumarið 2013 komið í sölu Sala hafin!
– tilboð á fyrstu
300 sætunum.
Alicante
aðra leið með sköttum
frá 19.900 kr.
Ath. Lokað verður á skrifstofu Heimsferða mánu-
daginn 29. október vegna árshátíðar starfsfólks.
NÝTUR HREKKJAVÖKU Ísbjörninn
Sprinter gæðir sér á graskeri fylltu
fiski í dýragarðinum í Hannover í
Þýskalandi nokkrum dögum áður en
hrekkjavakan sjálf gengur í garð.
NORDICPHOTOS/AFP
MENNING „Ein hugmyndin er að þetta verði á
Vitatorgi eða ef til vill á Mýrargötureitnum þar
sem gert er ráð fyrir nokkrum litlum torgum,“
segir Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi
Besta flokksins, um hugsanlega staðsetningu
torgs sem Arkitektur- og designhøgskolen í Ósló
hefur óskað eftir að fá að byggja í Reykjavík.
Ef borgaryfirvöld samþykkja beiðni skólans
verður hönnun torgsins meistaraprófsverkefni
nemenda við alþjóðadeild skólans. Skólinn
leggur áherslu á skjót svör frá borginni því
fjármagna þurfi ferðir og kennaralaun utan við
reglulega útgjaldaáætlun skólans. Búast má við
að skipulagsráð taki málið fyrir á næstu vikum.
Samtökin Í okkar höndum hafa haft milli-
göngu um verkefnið. Steinþór Helgi Arnsteins-
son, forsvarmaður samtakanna, segir þau
systursamtök Nelson Mandela-samtakanna í
Suður-Afríku.
„Þetta eru góðgerðarsamtök,“ segir hann.
„Markmið okkar er fyrst og fremst að kynna og
koma áleiðis boðskap Nelson Mandela.“
Þess má geta að rektor Arkitektur- og design-
høgskolen gekk í hjónaband hérlendis í sumar
er hún giftist íslenskum manni. Steinþór segir
að sú heimsókn hafi reynst mikilvægt lóð á
vogar skálarnar auk þess sem eiginmaður henn-
ar hafi starfað fyrir Nelson Mandela-samtökin.
„Hún er mjög hrifin af Reykjavík og líst afar
vel á uppbygginguna sem á sér hér stað. Henni
er mjög áfram um það að fá að tengja skólann
við borgina.“ - gar
Norðmenn vilja skjót svör frá forsvarsmönnum Reykjavíkurborgar vegna hugmyndar um Mandela-torg:
Nelson Mandela á Vitatorgi eða Mýrargötu
Á VITATORGI Steinþór Helgi Arnsteinsson úr sam-
tökum um Nelson Mandela á Íslandi segir að gerð
minnisvarða um Mandela eigi að verða skapandi
vettvangur fyrir borgarbúa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN