Fréttablaðið - 27.10.2012, Page 10

Fréttablaðið - 27.10.2012, Page 10
27. október 2012 LAUGARDAGUR10 Þrátt fyrir að á Facebook sé nú rúmlega milljarður virkra notenda, eða sjöunda hvert mannsbarn á jarðar- kringlunni, eru kólguský við sjóndeildarhringinn. Virði fyrirtækisins hefur lækkað um 40 milljarða dala frá því að það var sett á markað í maí og lúta helstu áhyggjur á Wall Street að möguleikum eða skorti á möguleikum, fyrir Facebook til tekjuöflunar. Góðar fréttir Facebook fékk að vísu jákvæðar fréttir í fyrradag þegar afkomu- tölur frá þriðja ársfjórðungi voru nokkru betri en sérfræð- ingar á Wall Street bjuggust við. Þar kom fram að 32ja prósenta tekju aukning var frá þriðja árs- fjórðungi í fyrra. Það sem er hins vegar umhugsunarvert er að aukn- ingin milli ára var 45 prósent á fyrsta fjórðungi og 32 prósent á öðrum fjórðungi. Að því leyti virð- ist ekki vera mikill vöxtur í tekju- öflun. Hins vegar var aðra von- arglætu að sjá í því að tekjur af farsíma- og spjaldtölvunotendum jukust nokkuð. Þó að 60 prósent notenda Facebook noti nú slík tæki hefur reynst erfitt að búa til tekjur úr þeim möguleikum. Nú gæti þó farið að rofa til enda hafa Mark Zuckerberg og hans fólk komið fram með ýmsar nýjungar til að auka tekjur, en óljóst er hvernig þær munu koma til með að leggj- ast í notendur. Borga sig upp á toppinn Að undanförnu hefur Facebook meðal annars kynnt til sögunnar valmöguleika til að nýta síðuna til að kaupa gjafir (úr raunheimi) fyrir vini sína. Fyrr í mánuðinum bættist svo annar möguleiki við þar sem notendum með innan við fimm þúsund vini, gefst þess kost- ur að „kaupa sig upp“. Það er, að greiða fasta upphæð fyrir það að tryggja að innlegg eins og stöðu- uppfærslur eða ljósmyndir fari efst í fréttadálk vina og haldist þar. Eins og stendur er um til- raunaverkefni að ræða og hefur það einungis staðið til boða í nokkrum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, en fyrirtæki um heim allan hafa haft svipaðan möguleika frá í maí. Nýjasta útspilið er það sem Facebook kallar „Collections“. Þar geta einstakir notendur merkt við myndir af vörum sem þeim líst á og fyrirtæki hafa sett á Face- book. Á myndunum verður hnapp- ur merktur „Want“ eða „Collect“ sem nota má til að bæta vörunni í safn og, ef þannig ber undir, kaupa. Ekki verður þó keypt beint í gegnum Facebook, heldur fær- ist notandi yfir á síðu viðkomandi fyrirtækis. Facebook segist ekki munu taka þóknun fyrir þessa þjónustu, og slíkt standi ekki til. Úr söluvöru í viðskiptavin Með þessum nýjustu útspilum Facebook má sjá mjög ákveðna stefnubreytingu þar sem notend- ur síðunnar eru ekki lengur sölu- vara, eins og hingað til, heldur eru stigin skref yfir í átt að vefverslun þar sem Facebook-notendur eru í stórauknum mæli orðnir viðskipta- vinir. Jafnvægislistin Enn er óútséð með hvernig þess- ar lausnir verða útfærðar, en það mikilvægasta er að ganga ekki fram af notendum. Peningaplokk og auglýsingaflóð getur hæg- lega skemmt fyrir upplifun hins almenna notanda. Zuckerberg verður því að sigla á milli skers og báru í þessum efnum. Annars vegar verður hann að þjónkast meðeigendum sínum og tryggja að fyrirtækið vaxi og dafni, og hins vegar verður hann að tryggja ánægju notenda, sem eru hin eina sanna auðlind, og sjá til þess að þeir verði ekki afhuga Facebook, heldur haldi áfram að uppfæra, kommenta, deila og læka. Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Hvernig ætlar Facebook að græða peninga Facebook í tvísýnum línudansi STEFNIR Í VANDRÆÐI? Leiðin hefur legið upp á við hjá Mark Zuckerberg og Facebook síðustu ár. Frá því að Facebook fór á markað í vor hefur virðið hins vegar fallið um tæpan helming. NORDICPHOTOS/AFP Miklar væntingar voru bundnar við Facebook þegar það var sett á markað í maí. Í upphafi fór verðið yfir 38 dali á hlut, en í ljós kom innan nokk- urra daga að fyrirtækið hafi verið ofmetið, lægst fór virði hluta í 17,7 dali, en við lokun markaða í gær var verðið komið í 21,94 dali. Lykilatriði í endurreisn hluta- bréfaverðs Facebook eru nýjar lausnir í tekjuöflun og er margt í bígerð hjá Mark Zuckerberg og félögum. Dvínandi virði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.