Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 90
27. október 2012 LAUGARDAGUR54 54
popp@frettabladid.is
Poppfræðingurinn Dr.
Gunni hefur ritað sögu
íslenskrar dægurtónlistar í
bókinni Stuð vors lands.
„Ég veit ekki hvað ætti að vera
meira töff en þetta,“ veltir Dr.
Gunni fyrir sér um Stuð vors lands,
spánnýja bók hans um sögu dægur-
tónlistar á Íslandi. Bókin er að
sönnu í veglegum umbúðum, kassa
sem er í líki vínylplötu, og vega
herlegheitin á fjórða kíló. „Þetta er
auðvitað fárán legur metnaður. Hin
bókin var ekki nema eitt og hálft
kíló og forljót að auki, þar sem ein-
hver bleik slikja hafði verið sett
yfir aðra hvora mynd. Í þetta sinn
vildi ég gera þetta svo vel að það
þyrfti ekki að gefa út aðra svona
bók næstu fimmtíu árin. Ég ákvað
að gefa út flottustu bók sem hefur
komið út á Íslandi,“ bætir popp-
fræðingurinn við og minnist sér-
staklega á þátt hönnuðarins Hrafns
Gunnarssonar í útlitinu, en sá er
líka mikill tónlistaráhugamaður.
„Bókin myndi ekki líta svona vel
út ef Hrafn væri áhugamaður um
fluguhnýtingar.“
Með „hinni bókinni“ á Gunni
við Eru ekki allir í stuði?, bók sína
frá árinu 2001, en þá var undir-
titillinn „Saga rokks á Íslandi á
síðustu öld“. „Þannig komst ég
upp með að sleppa ýmsu sem
flokkast ekki beint undir rokk,
en nú er skilgreiningin mun víð-
ari: Saga dægurtónlistar á Íslandi.
Allur textinn úr hinni bókinni er í
nýju bókinni, en harkalega endur-
skrifaður, og svo hef ég bætt við
gríðarlega miklu efni í báðar áttir.
Ég var að bæta inn nýju efni alveg
þar til bókin fór í prentun og náði
í rassgatið á Of Monsters and
Men, Ásgeiri Trausta og fleirum.
Skemmtilegast fannst mér samt
að færa tímabilið aftur í aldir. Þar-
síðasta sumar heimsótti ég mesta
safnara 78-snúninga platna á land-
inu, Sigurjón Samúelsson sem býr
afskekkt í Ísafjarðardjúpi, og sat
hjá honum í marga klukkutíma
að hlusta á íslenska tónlist sem ég
hafði hvorki heyrt né haft áhuga
á. Þannig opnaðist fyrsti kafli
bókar innar upp fyrir mér. Það
er allt þarna, harmóníkutónlist,
fusion, Ríó tríó og svo framvegis.
Fílingur inn í poppskrifum hefur
verið á þann veg að ekkert hafi
verið til áður en Elvis kom, en það
er auðvitað ekki rétt. Það verður
ekkert til úr engu, nema kannski
alheimurinn,“ segir Dr. Gunni, sem
fagnar útkomu Stuðs vors lands í
Bókabúð Máls og menningar á
Laugavegi föstudaginn 2. nóvem-
ber næstkomandi.
kjartan@frettabladid.is
FÁRÁNLEGUR
METNAÐUR
POPPFRÆÐINGUR Dr. Gunni heldur á fjórða kílói af nýrri sögu íslenskrar dægur-
tónlistar á lofti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Þetta voru ömurleg og sárgrætileg mistök á sínum tíma og gott að geta
leiðrétt þau í þetta sinn,“ segir Dr. Gunni um svonefndan „eitískafla“ sem
datt út við prentun Eru ekki allir í stuði fyrir ellefu árum. Kaflinn, þar sem
meðal annars er tæpt á Dúkkulísunum, Rikshaw og Herberti Guðmunds-
syni, hefur verið aðgengilegur á heimasíðu höfundarins en birtist nú á ný í
allri sinni dýrð á prenti.
„TÝNDI KAFLINN“
DÚKKULÍSURNAR
Vínlandsleið 6 • Sími 533 3109 Smáratorgi, Kópavogi • Á milli The Pier og Toys’R’us
Hlustunarpartí var haldið í Iðnó í tilefni annarrar plötu
Skálmaldar, Börn Loka. Góðir gestir samfögnuðu með
hljómsveitinni.
Önnur plata víkingarokkaranna í Skálmöld, Börn Loka,
er nýkomin út. Af því tilefni var efnt til hlustunarveislu
í Iðnó fyrir góða gesti. Platan var að sjálfsögðu til sölu
ásamt glænýjum stuttermabolum merktum henni.
Fyrri plata Skálmaldar, Baldur, hefur selst í mörg þús-
und eintökum hérlendis og er að öllum líkindum sölu-
hæsta þungarokksplata Íslands frá upphafi.
Börn Loka var tekin upp á vormánuðum þessa árs. Líkt
og á Baldri er umfjöllunarefnið í þjóðlegum stíl. Leik-
sviðið er Ísland til forna, víkingar og norrænar goðsagna-
verur eru áberandi og verkið ein samhangandi heild.
Sagan segir frá umrenningnum Hilmari, sem fær það
verkefni að berjast við afkvæmi Loka, Fenrisúlf, Mið-
garðsorm og Hel. Sena gefur plötuna út hér heima en
austurríski þungarokksrisinn Napalm Records annast
útgáfuna erlendis.
Víkingarokkarar og
Börn Loka í Iðnó
HLUSTUÐU Á Guðni Konráðsson, Oddný Sigurbergsdóttir
og Edda Óskarsdóttir hlustuðu á Börn Loka.
SKÁLMÖLD Rokkararn-
ir í Skálmöld fögnuðu
nýju plötunni, sem
heitir Börn Loka.
Í STUÐI Guðmundur Erlingsson, Huld Óskarsdóttir og
Jón Örn Bergsson voru hress.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VARIETY (Bandaríkjunum)THE GUARDIAN (Bretlandi)
HOLLYWOOD REPORTER (Bandaríkjunum)EMPIRE (Bretlandi)
★★★★★ ★★★ ★★
★★★★ ★★★★ ★
VIÐBRÖGÐ ERLENDRA
MIÐLA VIÐ SKYFALL