Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 91
LAUGARDAGUR 27. október 2012
MIÐAVERÐ: KR. 3000 FULLORÐNIR · KR. 2000 BÖRN
FORSALA MIÐA: HARPA.IS · MIÐASALA HÖRPU · MIDI.IS
Stórsveitin heldur sína fyrstu jólatónleika í Hörpu og af því tilefni er
dagskráin sérlega glæsileg. Allir gestasöngvarar fyrri jólatónleika
sveitarinnar koma í heimsókn og halda uppi sjóðandi jólasveiflu.
Skemmtilegir og öðruvísi jólatónleikar fyrir allar kynslóðir.
BOGOMIL FONT · DIDDÚ · HELGI BJÖRNS
GÁTTAÞEFUR · KRISTJANA STEFÁNS
STJÓRNANDI: SAMÚEL J. SAMÚELSSON
2. DESEMBER KL. 16:00
SILFURBERG HÖRPU
STÓRSVEIT
REYKJAVÍKUR
ÁSAMT GÓÐUM GESTUM
Fataval Ann Romney
fær enga athygli og eng-
inn hönnuður vill þýðast
hana. Öðru máli gildir um
Michelle Obama, sem er í
miklu uppáhaldi.
Uppi er sú kenning að Anna Win-
tour, ritstjóri bandaríska Vogue
og ein valdamesta kona tísku-
bransans, hafi óskað eftir því
að hönnuðir klæddu ekki Ann
Romney, eiginkonu forseta-
efnis rebúblikana. Wintour
er mikill stuðningsmaður
Obama og hefur meðal
annars lagt töluvert fé í
kosningabaráttu hans.
Michelle Obama fær
gríðarlega umfjöllun í
tískumiðlum og bíða
hönnuðir í röðum
eftir því að fá að
klæða forseta-
frúna, enda seljast
flíkurnar upp á
örskotstíma eftir
að Obama sést
klæðast þeim.
Öðru máli gildir
þó um Romney.
Þegar Ann Rom-
ney klæddist
kjól frá hönnuð-
inum Diane von
Furstenberg voru
einu orð hönnuð-
arins þau að hún
vissi ekki hvað-
an Romney hefði
fengið flíkina.
Vefsíðan Fashionista.com vakti
fyrst athygli á málinu. „Við fáum
ótal fréttatilkynningar frá hönn-
uðum þegar Michelle Obama
klæðst flík frá þeim. En við höfum
ekki fengið eina einustu tilkynn-
ingu varðandi fataval Romneys,“
sagði blaðamaður síðunnar.
Blaðafulltrúinn Lee Everett
sagði Fox News: „Tískuiðnaðurinn
er að meirihluta vinstrisinnaður.
Margir hönnuðir og tískuhús vilja
ekki tengjast Repúblikana-
flokknum vegna afstöðu
flokksins til hjónabands
samkynhneigðra og
fóstureyðinga.“
En hvað hefur
Wintour með þetta
að gera? Sumir vilja
meina að Wintour hafi
hótað tískuhúsum því að
ekki yrði fjallað um
hönnun þeirra í
Vogue, stærsta
tískublaði heims,
tækju þeir upp
á því að gefa eða
lána Romney flík-
ur. Og þeir eru fáir
sem þora að óhlýðn-
ast drottningu tísku-
heimsins.
SAMSÆRI INNAN
TÍSKUBRANSANS
GERT UPP Á MILLI Michelle Obama er í miklu uppáhaldi hjá bandarískum
hönnuðum, sem keppast um að fá að velja föt á forsetafrúna. Ann Romney er í
minna uppáhaldi og vildi hönnuðurinn Diane von Furstenberg ekki kannast við að
hafa átt þátt í fatavali hennar fyrir stuttu. NORDICPHOTOS/GETTY
ALRÁÐ Anna Wintour
ritstjóri bandaríska
Vogue gæti átt sinn
þátt í því að ekkert
sé fjallað um fata-
val Ann Romney.
Wintour er mikill
stuðningsmaður
Obama.