Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 96
27. október 2012 LAUGARDAGUR60 Ég bíð enn eftir að einhver slái mig utan undir og segi mér að þetta hafi verið draumur. TOMMY GAINEY KYLFINGUR GOLF Golfheimurinn stóð á öndinni um síðustu helgi þegar óþekktur og afar óvenjulegur kylfingur að nafni Tommy Gainey vann mót á PGA-mótaröðinni. Hann skákaði mönnum á borð við Jim Furyk og Davis Love III við á mótinu. Hann spilaði lokahringinn á McGladrey Classic-mótinu á 60 höggum og setti vallarmet. Hann var ekki fjarri því að setja niður pútt fyrir 59 höggum. Það er ekkert mjög langt síðan hinn 37 ára gamli Gainey vann á færibandi við að pakka einangrun í hitabrúsa. Efnahagshrunið kost- aði hann síðan starfið og þá varð hann að gera eitthvað annað. Gainey lék hafnabolta á sínum yngri árum og hann sveiflar golf- kylfu nánast eins og hafnabolta- kylfu. Golfkennarar tala látlaust um rétt grip og rétta sveiflu. Gainey er sjálflærður og brýt- ur öll lögmál golfsins með villtri sveiflu, handahófskenndu gripi og tvennum hönskum. Kylfingurinn notar ekki einu sinni venjulega golfhanska held- ur blauthanska. Hann púttar líka í hönskunum og þarf ekki að koma á óvart að viðurnefni hans sé „Tommy two gloves“. Hann trúir heldur ekki á of mikla hreyfingu. Fer aldrei í ræktina. Honum finnst næg hreyfing að labba alla þessa golfhringi. Þegar hann var að byrja í golf- inu lék hann á litlum móta röðum sem eru ekki til lengur. Hann skap- aði sér þó nafn er hann tók þátt í raunveruleikaþætti á Golf Chan- nel. Maðurinn með hafnabolta- hanskana vakti eðlilega mikla athygli. Hann komst inn á PGA-mótaröð- ina árið 2008 en gekk illa fyrsta árið. Komst aðeins í gegnum niður- skurðinn á 5 mótum af 23. Þann- ig var þetta áfram en honum óx smám saman ásmegin. Eitt fyrir- tæki stóð með honum þá og gerir enn þann dag í dag. Það er fyrir- tækið þar sem hann stóð við færi- bandið á sínum tíma. Tveggja hanska Tommy dreymdi eflaust um að vinna mót á PGA-mótaröðinni en það kom honum á óvart að hafa unnið. Hann var sjö höggum á eftir efstu mönnum fyrir lokadaginn. Hann þurfti svo að bíða í tvo tíma eftir að Furyk, Love og David Toms kæmu í hús. Menn sem hafa unnið 49 sinnum á mótaröðinni, þrjú stórmót og 17 sinnum verið í Ryder-liði. Engum þeirra tókst að ná honum. „Ja, hérna. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja,“ sagði Gainey eftir að hafa unnið mótið. „Ég er að spila við bestu kylf- inga heims. Menn sem hafa unnið stórmót en ég hef aðeins unnið í raunveruleikaþætti. Það er ótrú- legt að geta sagt núna að ég hafi unnið PGA-mót. Þvílíkur dagur. Ég bíð enn eftir að einhver slái mig utan undir og segi mér að þetta hafi verið draumur.“ Gainey fagnaði titlinum með því að skála í bjór. Honum fannst það meira við hæfi en að opna kampa- vín. Þetta alþýðlega fas og almenn hógværð er að gera hann að stór- stjörnu. henry@frettabladid.is UNDRIÐ MEÐ HANSKANA Tommy Gainey er enginn venjulegur golfari. Hann er sjálflærður, hefur mjög óvenjulega sveiflu og notar tvenna þykka hanska sem eru ætlaðir fyrir golf í rigningu. Gainey er sönnun þess að allt er hægt í íþróttum. HANSKARNIR AF Gainey kátur með bikarinn. NORDICPHOTOS/GETTY MEÐ ÞYKKA SVARTA HANSKA Gainey veifar hér til áhorfenda sem fögnuðu honum ákaft um síðustu helgi. NORDICPHOTOS/GETTY Skotnýtingin Ólafur: mörk (skot) Gegn Akureyri: meiddur Gegn Val: meiddur Gegn Fram: 4 (6) Gegn ÍR: 4 (16) Gegn HK: 5 (9) Gegn Aftureldingu: 5 (11) Samtals: 18 (42) - 43% Róbert: Gegn Haukum: 4 (11) Gegn Akureyri: 0 (8) Gegn FH: 6 (10) Gegn Val: 7 (19) Gegn ÍR: 9 (12) Gegn HK: 4 (12) Samtals: 30 (72) - 42% HANDBOLTI Mikils var vænst af stórskyttunum Ólafi Gústafssyni úr FH og Framaranum Róberti Aroni Hostert í vetur. Skal engan undra þar sem þeir eru báðir afar efnilegir og komnir með fína reynslu í efstu deild. Þeim hefur ekki tekist að standa undir þessum væntingum hingað til. Báðir búa þeir yfir gríðar legum hæfileikum og það er mat margra að þeir hafi fulla burði til þess að vera yfirburðamenn í deildinni. Menn sem skora um tíu mörk í leik. Það er ekki að gerast hjá þeim. Ólafur var meiddur framan af tímabili og hefur lítið gert síðan hann kom til baka. Ekki skorað meira en fimm mörk í leik sem telst ekki mikið fyrir öfluga skyttu eins og Ólaf. Hann hefur haft hægt um sig í sumum leikjum og þegar hann skýtur mikið gengur fátt upp. Engu að síður var hann verðlaun- aður með landsliðssæti í vikunni. Verður það að teljast áhugavert. Róbert Aron hefur átt skraut- lega leiki. Besti leikurinn hans var gegn ÍR þar sem hann skor- aði níu mörk í tólf skotum. Aðrir leikir hafa verið slakir hjá honum og skotnýtingin ekki til fyrir- myndar. Ekkert mark í átta skot- um gegn Akureyri og sjö mörk í heilum nítján skotum gegn Val eru dæmi um það. Sem betur fer fyrir þá félaga er nóg eftir af tímabilinu og mörg tækifæri til þess að sýna að þeir geti staðið undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar. Þeir geta mikið betur. - hbg Tvær efnilegustu skyttur landsins ekki að standa undir væntingum í N1-deildinni: Stórskyttur skjóta púðurskotum BYRJA RÓLEGA Róbert og Ólafur bítast hér í leik. Er beðið eftir því að þeir sýni hvað þeir geta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Pepsi-deildarlið Þórs frá Akureyri fékk fínan liðsstyrk í gær er tveir af betri leikmönn- um 1. deildarinnar síðasta sumar sömdu við félagið. Athygli vekur að Bosníumaður- inn Edin Beslija sé farinn norður, en hann kemur frá Víkingi Ólafs- vík sem einnig tryggði sér þát- tökurétt í Pepsi-deildinni næsta sumar. Þar hefur þessi 25 ára leikmaður verið í algjöru lykil- hlutverki síðustu ár. Það er langt síðan Þór hafði sam- band við hinn 24 ára gamla Dana Mark Tubæk, en hann lék með BÍ/ Bolungarvík. Svo langt að Þór var sektað af KSÍ fyrir að hafa sam- band við leikmanninn meðan hann var enn samningsbundinn BÍ. „Við erum brenndir frá því við vorum síðast í efstu deild og reynum að læra af því. Ég ætla því að hafa liðið mitt klárt fyrir áramót,“ sagði Páll Viðar Gísla- son, þjálfari Þórs, en hann er mjög ánægður með liðsstyrkinn. „Þeir voru tveir af öflugustu mönnum 1. deildarinnar síðasta sumar að mínu mati. Þeir styrkja okkur því klárlega. Þeir eru ekk- ert dýrari en íslenskir leikmenn og við teljum okkur vera að fá mikið fyrir peninginn. Það kostar samt að vera með alvöru lið.“ Þór er enn að reyna að semja við Chukwudi Chijindu en óljóst er hvað verður um það. Sá skoraði fimm mörk í níu leikjum í fyrra. Náist ekki samningar við hann verður reynt við annan framherja. Páll segir að Þór sé í viðræðum við tvo íslenska leikmenn þess utan. - hbg Edin Beslija og Mark Tubæk sömdu við Þór: Ætla að hafa liðið mitt klárt fyrir áramót SAFNAR LIÐI Páll Viðar er farinn að safna liði og er engan veginn hættur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.