Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 83
LAUGARDAGUR 27. október 2012 47
Sigur Rós hefur slegið sölumet sitt á Íslandi
þegar tónleikar eru annars vegar. Um
6.300 manns hafa keypt sér miða á tónleika
hljómsveitar innar í Nýju Laugardalshöllinni 4.
nóvember.
Áður hafði Sigur Rós mest selt 4.600 miða á
tónleika í Laugardalshöll 2005 þegar ferðalaginu
um heiminn vegna plötunnar Takk var að ljúka.
Mun færri sáu lokatónleika hennar í Höllinni
2008 vegna útgáfu Með suð í eyrum við spilum
endalaust, eða 3.100 manns. Þar má taka með í
reikninginn að bandið var nýbúið að spila frítt á
fjölmennum Náttúrutónleikum í Laugardalnum.
Það sem hjálpar til varðandi þennan fjölda
sem ætlar að sjá sveitina 4. nóvember er að
margir erlendir gestir verða í bænum á sama
tíma vegna Airwaves-hátíðarinnar.
Nýjasta plata Sigur Rósar, Valtari, kom út í
maí síðastliðnum og hefur hún selst í um þrjú
hundruð þúsund eintökum, þar af í um fimm
þúsundum hér heima. Platan á undan, Með suð
í eyrum við spilum endalaust, hefur selst í um
einni milljón síðan hún kom út fyrir fimm árum.
Á Íslandi hafa um ellefu þúsund eintök selst.
Eftir tónleikana í Höllinni ferðast Sigur Rós til
Ástralíu, Taívan, Singapúr og Malasíu. Á næsta
ári fer sveitin í Evróputúr og nú þegar er uppselt
á þrenna tónleika í Brixton Academy í London.
Um fimm þúsund gestir komast fyrir á þessum
þekkta tónleikastað. - fb
Sigur Rós hefur slegið sölumetið á Íslandi
NÝTT SÖLUMET Sigur Rós hefur slegið sölumet sitt á
Íslandi hvað tónleika varðar.
Hljómsveitin Arcade Fire er í
hljóðveri um þessar mundir að
taka upp efni á nýja plötu. Lík-
legt er að hún komi út á næsta ári
og fylgi eftir hinni vinsælu The
Suburbs.
„Við tókum nokkurra mánaða
frí og höfum verið að semja ný
lög. Núna erum við í hljóðveri
nánast alla daga að vinna okkar
vinnu,“ sagði trommarinn Jeremy
Gara. „Við höfum varla gert neitt
í eitt ár. Við höfum ekki farið í
myndatökur, viðtöl, eða neitt. Við
erum bara að vinna að tónlistinni
okkar og safna skeggi.“
Arcade Fire í
hljóðveri
Ráðstefnan You Are in Control
fer fram í Hörpu 4.-6. nóvem-
ber. Fjöldi erlendra fyrirlesara
mun þar ræða um framtíð skap-
andi greina í stafrænu umhverfi.
Á meðal þeirra eru Tracey
Moberly, bresk listakona og
frumkvöðull í notkun farsíma við
myndlistarsköpun og dreifingu,
og Andie Nordgren, sem er yfir
tækni þróun á EVE Online. Einnig
halda fyrirlestra Áslaug Magnús-
dóttir, fjárfestir og eigandi net-
verslunarinnar Moda Operandi,
Erling Björgvinsson,
prófessor við Málm-
eyjarháskóla, og
Andri Snær Magna-
son rithöfundur.
Miðar fást á Youar-
eincontrol.is.
Góðir gestir
frá útlöndum
Pascal Pinon sendir frá sér plöt-
una Twosomeness miðvikudag-
inn 31. október. Hún er númer tvö
í röðinni og kemur út hjá þýska
útgáfufélaginu Morr Music.
Hljómsveitin er skipuð tvíbura-
systrunum Jófríði og Ásthildi
Ákadætrum. Platan er unnin í
nánu samstarfi við Alex Somers,
sem hefur áður unnið að plöt-
um með Sin Fang, Úlfi, Jónsa og
Sigur Rós. Twosomeness inni-
heldur tólf lög og eru textar flutt-
ir á íslensku, ensku og sænsku.
Hljómsveitin spilar í Iðnó á
útgáfudeginum. Þar leikur hún
á sérstöku kvöldi á Airwaves-
hátíðinni sem tileinkað er útgáfu-
félaginu Morr Music.
Ný plata frá
Pascal
NÝ PLATA Líklegt er að fjórða plata
Arcade Fire komi út á næsta ári.
MEÐ FYRIRLESTUR
Andri Snær
Magnason verður
með fyrirlestur á
ráðstefnunni.
PASCAL PINON Hljómsveitin sendir frá
sér nýja plötu 31. október. MYND/HAG
NÚ Í FULLUM GANGI
FRÁ 26 OKT. TIL 18. NÓV
50 ÁRA AFM
ÆLISÚTGÁF
A
22 MYNDIR
- ÍSL TEXTI
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11 TIL 18
GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM
TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA