Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 83

Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 83
LAUGARDAGUR 27. október 2012 47 Sigur Rós hefur slegið sölumet sitt á Íslandi þegar tónleikar eru annars vegar. Um 6.300 manns hafa keypt sér miða á tónleika hljómsveitar innar í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember. Áður hafði Sigur Rós mest selt 4.600 miða á tónleika í Laugardalshöll 2005 þegar ferðalaginu um heiminn vegna plötunnar Takk var að ljúka. Mun færri sáu lokatónleika hennar í Höllinni 2008 vegna útgáfu Með suð í eyrum við spilum endalaust, eða 3.100 manns. Þar má taka með í reikninginn að bandið var nýbúið að spila frítt á fjölmennum Náttúrutónleikum í Laugardalnum. Það sem hjálpar til varðandi þennan fjölda sem ætlar að sjá sveitina 4. nóvember er að margir erlendir gestir verða í bænum á sama tíma vegna Airwaves-hátíðarinnar. Nýjasta plata Sigur Rósar, Valtari, kom út í maí síðastliðnum og hefur hún selst í um þrjú hundruð þúsund eintökum, þar af í um fimm þúsundum hér heima. Platan á undan, Með suð í eyrum við spilum endalaust, hefur selst í um einni milljón síðan hún kom út fyrir fimm árum. Á Íslandi hafa um ellefu þúsund eintök selst. Eftir tónleikana í Höllinni ferðast Sigur Rós til Ástralíu, Taívan, Singapúr og Malasíu. Á næsta ári fer sveitin í Evróputúr og nú þegar er uppselt á þrenna tónleika í Brixton Academy í London. Um fimm þúsund gestir komast fyrir á þessum þekkta tónleikastað. - fb Sigur Rós hefur slegið sölumetið á Íslandi NÝTT SÖLUMET Sigur Rós hefur slegið sölumet sitt á Íslandi hvað tónleika varðar. Hljómsveitin Arcade Fire er í hljóðveri um þessar mundir að taka upp efni á nýja plötu. Lík- legt er að hún komi út á næsta ári og fylgi eftir hinni vinsælu The Suburbs. „Við tókum nokkurra mánaða frí og höfum verið að semja ný lög. Núna erum við í hljóðveri nánast alla daga að vinna okkar vinnu,“ sagði trommarinn Jeremy Gara. „Við höfum varla gert neitt í eitt ár. Við höfum ekki farið í myndatökur, viðtöl, eða neitt. Við erum bara að vinna að tónlistinni okkar og safna skeggi.“ Arcade Fire í hljóðveri Ráðstefnan You Are in Control fer fram í Hörpu 4.-6. nóvem- ber. Fjöldi erlendra fyrirlesara mun þar ræða um framtíð skap- andi greina í stafrænu umhverfi. Á meðal þeirra eru Tracey Moberly, bresk listakona og frumkvöðull í notkun farsíma við myndlistarsköpun og dreifingu, og Andie Nordgren, sem er yfir tækni þróun á EVE Online. Einnig halda fyrirlestra Áslaug Magnús- dóttir, fjárfestir og eigandi net- verslunarinnar Moda Operandi, Erling Björgvinsson, prófessor við Málm- eyjarháskóla, og Andri Snær Magna- son rithöfundur. Miðar fást á Youar- eincontrol.is. Góðir gestir frá útlöndum Pascal Pinon sendir frá sér plöt- una Twosomeness miðvikudag- inn 31. október. Hún er númer tvö í röðinni og kemur út hjá þýska útgáfufélaginu Morr Music. Hljómsveitin er skipuð tvíbura- systrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum. Platan er unnin í nánu samstarfi við Alex Somers, sem hefur áður unnið að plöt- um með Sin Fang, Úlfi, Jónsa og Sigur Rós. Twosomeness inni- heldur tólf lög og eru textar flutt- ir á íslensku, ensku og sænsku. Hljómsveitin spilar í Iðnó á útgáfudeginum. Þar leikur hún á sérstöku kvöldi á Airwaves- hátíðinni sem tileinkað er útgáfu- félaginu Morr Music. Ný plata frá Pascal NÝ PLATA Líklegt er að fjórða plata Arcade Fire komi út á næsta ári. MEÐ FYRIRLESTUR Andri Snær Magnason verður með fyrirlestur á ráðstefnunni. PASCAL PINON Hljómsveitin sendir frá sér nýja plötu 31. október. MYND/HAG NÚ Í FULLUM GANGI FRÁ 26 OKT. TIL 18. NÓV 50 ÁRA AFM ÆLISÚTGÁF A 22 MYNDIR - ÍSL TEXTI OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11 TIL 18 GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.