Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 68
KYNNING − AUGLÝSINGVöruflutningar LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 20124
1. Ekki pakka neinu niður sem þú
hefur ekki notað síðustu tvö ár.
Það er ólíklegt að þú eigir eftir
að gera það úr þessu. Gefðu það
frekar eða farðu með í Sorpu.
2. Byrjaðu að pakka um leið og þú
veist að f lutningarnir standa
til. Það hefur ekkert upp á sig
að bíða fram á síðasta dag með
að pakka. Skynsamlegt væri að
byrja á háaloftinu og geymslun-
um og sortera þá hluti frá sem þú
notar ekki lengur.
3. Merktu vandlega alla kassa með
innihaldi og einnig í hvaða her-
bergi þeir eiga að fara. Merktu á
allar hliðar svo það sjáist strax
hvert kassinn á að fara, sama
hvernig hann snýr.
4. Einnig væri hægt að númera
hvern kassa og skrá númerin
niður í bók ásamt innihaldslýs-
ingu. Það er auðveldara að fletta
upp í bókinni þegar þarf að finna
ostaskerann en að rífa upp alla
kassa sem merktir eru „eldhús“.
5. Merktu þá kassa sem innihalda
hluti sem strax þarf að nota með
stjörnu. Raðaðu stjörnumerktum
kössum á sama stað þegar á nýja
staðinn er komið. Þannig get-
urðu strax tekið upp kaffikönn-
una án þess að þurfa að leita.
6. Ef börn eru á heimilinu er snið-
ugt að bera kassana úr barnaher-
bergjunum síðast í flutningabíl-
inn. Þannig verða þeir fyrstir inn
á nýja staðinn og hægt að stand-
setja barnaherbergin strax svo
börnin geti sofið í sínu herbergi
fyrstu nóttina.
7. Mikilvæga hluti, eins og uppá-
haldsbangsann sem ekki er hægt
að vera án, skaltu flytja í þínum
eigin bíl svo þeir týnist ekki
í kassaflóðinu.
Ráðleggingar fengnar
af síðunni www.ehow.
com.
Bókhald yfir kassana
Gott skipulag er grundvallaratriði þegar búslóðaflutningur standa yfir. Huga
skal tímanlega að flutningunum og losa sig við óþarfa dót úr geymslunum.
Gott skipulag er grundvallaratriði í flutningum. NORDIC HOTOS/GETTY
Sniðugt er að
halda bókhald
um innihald
hvers kassa.
Ekki pakka uppá-
haldsbangsanum
niður í kassa.
Liebherr T282 B er stærsta vörubíla-
tegund í heimi. Þessir risavörubílar
hafa verið notaðir víða um heim við
námuvinnslu og uppgröft. Þeir hafa
gegnt stóru hlutverki meðal annars
í kolanámum í Ástralíu og Wyom-
ing, gullnámum í Nevada, járnupp-
grefti í Suður-Afríku og koparnám-
um í Síle.
Það er ef til vill ekki nógu lýs-
andi að segja að vörubíllinn sé ein-
ungis stærstur í heimi því stærð
hans er gífurleg. Bílarnir geta borið
allt að fjögur hundruð tonn á há-
markshraða sem er 65 kílómetrar á
klukkustund. Einn Liebherr-trukk-
ur er 225 tonn, 15 metra langur, 7,5
metrar á hæð og þvermál dekkja
hans er 6,5 metrar. Trukkurinn er
knúinn áfram af gríðarstórri dísil-
vél sem er 3.650 hestöfl og var byggð
af fyrirtækinu Detroit Diesel and
Cummins. Mótorarnir og rafkerf-
ið var hannað af Siemens og dekk-
in eru búin til af dekkjavörufram-
leiðendunum þekktu, Michelin og
Bridgestone. Verðmiðinn á bílnum
er litlar þrjár milljónir dollara eða
382 milljónir íslenskra króna. Að-
eins 75 eintök af bílnum eru seld
á hverju ári þar sem markaðurinn
fyrir hann er svo lítill og sérhæfður.
Stærsta vandamálið við þessa
risa trukka sem eru á stærð við með-
alhús er það hvernig á að stöðva þá.
Í þeim eru sérstakir rafmagnsmót-
orar sem við hemlun geta skap-
að meira en sex þúsund hestafla
hemlunarkraft. Auk þess eru hefð-
bundnar bremsur í bílunum en þær
eru einungis notaðar í neyðartilfell-
um vegna þess að þær geta auðveld-
lega ofhitnað vegna mikillar þyngd-
ar bílsins.
Stærsti trukkur í heimi
Vörubíllinn Liebherr T282 B er álíka stór og hús.
Hann er aðallega notaður í námum og við uppgröft.
Liebherr var fyrst kynntur í München árið 2004.
Aðeins eru tvær leiðir til að f lytja vörur til og frá Íslandi og er flugleið-in tvímælalaust sú sem er skjótvirk-
ari. Icelandair Cargo er með fjórar Boeing
757-fraktflutningavélar í rekstri, þ.a. eru
tvær sem fljúga frá Íslandi til þriggja áfanga-
staða í Evrópu og Ameríku. Auk þess nýtum
við farþegavélar Icelandair sem fljúga til
rúmlega 30 staða beggja vegna Atlants-
hafsins. Þetta kerfi er síðan stutt með öfl-
ugu trukkakerfi á landi og samningum við
önnur flugfélög fyrir fjærmarkaði eins og
t.d. Asíu. „Útkoman er sú að við getum flutt
vörur til og frá Íslandi til allf lestra landa
heims á mjög skömmum tíma,“ segir Sig-
urgeir.
Umfangsmikið flutningsnet
Íslandsvélarnar fljúga til þriggja staða mörg-
um sinnum í viku. „Cargo-vélarnar okkar
fljúga sex daga vikunnar frá Liège í Belgíu
og East Midland í Bretlandi. Auk þess tvisv-
ar sinnum til New York í Bandaríkjunum.
Ef varan er staðsett annars staðar notum
við öflugt leiðakerfi farþegaflugs Icelandair
með því að setja fragtvörur í lestar á farþega-
vélunum. Icelandair er með stórt leiðakerfi
og háa flugtíðni á yfir 30 staði í Evrópu og
N-Ameríku. En einnig erum við með stórt
flutningskerfi á landi í Evrópu.“
Trukkakerfi um alla Evrópu
Við erum með stórt trukkakerfi í Evrópu
fyrir þá fragt sem ekki getur farið með far-
þegafluginu, til dæmis vegna stærðar eða
þyngdar. Þá höfum við þann möguleika að
senda fraktina landleiðis til Liège í Belgíu
þar sem fragtvél Icelandair Cargo f lytur
hana svo til Íslands.
Tíminn flýgur með þér
Margir af viðskiptavinum Icelandair Cargo
eru fyrirtæki sem vilja fá vörur afhentar
með skömmum fyrirvara. „Þau vilja jafn-
vel spara fjármuni með litlu lagerhaldi sem
krefst þess að geta fengið afhentar vörur
með skömmum fyrirvara. Hver sem ástæðan
er þá gætum við tekið við vöru hvar sem er í
Evrópu í dag og komið henni heim í gegnum
Liège í nótt. Varan væri þá afhent í Keflavík
í fyrramálið. Þannig er afgreiðslutími jafn-
vel minna en sólarhringur, sem er ansi gott.
Liège í Belgíu er í innan við 400 km fjarlægð
frá öllum helstu viðskiptasvæðum Íslands
á meginlandi Evrópu og hentar því mjög vel
til fragtflutninga hvað staðsetningu varðar.“
Einstaklingar og fyrirtæki
Fraktflutningar Icelandair Cargo henta bæði
einstaklingum og stórum sem smáum fyr-
irtækjum. „Umfangsmestu vöruflokkarnir
sem við flytjum eru lyf, tískuvara, tölvur og
tæknivörur og varahlutir í bíla svo eitthvað
sé nefnt. Flytjum líka mjög mikið af græn-
meti og ferskvöru sem kemur allt með flugi.
Það eru í raun fá takmörk fyrir því hvað fólk
getur flutt nema stærð og þyngd. Allar upp-
lýsingar um leyfilega stærð fragtar ásamt
fleiru eru aðgengilegar á heimasíðu okkar
http://www.icelandaircargo.is/.
Þú vinnur tíma með því að
fljúga með Icelandair Cargo
Icelandair Cargo er með umfangsmikið flutningsnet fyrir vöruflutninga um allan heim. „Leiðakerfi Icelandair Cargo telur á fjórða
tug áfangastaða og tryggir þannig einstaka möguleika fyrir alla þá sem flytja þurfa vörur til og frá landinu á skömmum tíma,“ segir
Sigurgeir Már Halldórsson, forstöðumaður innflutningssviðs hjá Icelandair Cargo.
Ferskt grænmeti og ferskvara auk lyfja, tískuvara,
tæknivara og varahlutir í bíla eru meðal þess sem flutt
er með vélum Icelandair Cargo.
Icelandair Cargo er með fjórar Boeing 757-fragtflutn-
ingavélar í rekstri sem fljúga til þriggja áfangastaða.
Sigurgeir Már segir Icelandair Cargo geta flutt vörur til og frá Íslandi til allflestra landa heims á mjög skömmum
tíma.