Fréttablaðið - 08.11.2012, Page 8
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR8
Fundaröð um fyrirhugaðar breytingar
á stjórnarskrá Íslands
Ferill - Inntak og eðli breytinga -
Áhrif á stjórnskipun
Fyrir dyrum standa grundvallarbreytingar á stjórnarskrá lýðveldisins
Íslands. Mikilvægt er að fram fari á næstu vikum fræðilegar umræður
um ferlið sjálft og inntak og eðli þeirra breytinga á stjórnarskránni sem
lagðar eru til í tillögum stjórnlagaráðs.
Í fundaröð sem haldin verður í nóvember 2012 til mars 2013, munu fræði-
menn háskólanna í lögfræði, stjórnmálafræði, heimspeki, sagn fræði og
tengdum greinum, sem stundað hafa rannsóknir á þessu sviði, fjalla um
ferlið fram að þessu og einstaka þætti í fyrirliggjandi tillögum.
Framsögumenn og þátttakendur í pallborði
Björg Thorarensen Ólafur Þ. Harðarson Indriði H. Indriðason Gunnar Helgi Kristinsson Róbert R. Spanó
Fundarstjóri: Róbert R. Spanó, prófessor, forseti Lagadeildar HÍ
Eru þingmenn bundnir af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu
um breytingar á íslensku stjórnarskránni?
Hvernig er stjórnarskrá breytt? Hvaða þýðingu hefur ferlið til þessa? Hvar erum við stödd?
Fundur 1 Föstudaginn 9. nóvember kl. 12-14 í Hátíðasal Háskóla Íslands
Að fundaröðinni standa Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við
Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri.
Fundirnir eru öllum opnir – Allir velkomnir.
Næstu fundir:
Miðvikudaginn 5.desember 2012 - Ráðherrar og ríkisstjórn
Starfshættir ríkisstjórna – Stjórnarmyndanir – Réttarstaða forsetans - Skipun embættismanna
Miðvikudaginn 16. janúar 2013 - Stjórnarskráin og lýðræðið
Kosningakerfið – Persónukjör – Þjóðaratkvæðagreiðslur
Miðvikudaginn 30. janúar 2013 - Hlutverk og staða Alþingis í nýrri stjórnarskrá
Löggjafarhlutverkið - Eftirlit Alþingis með stjórnvöldum - Nýtt hlutverk forseta Alþingis - Samspil Alþingis
og kjósenda í ákvarðanatöku
Miðvikudaginn 13. febrúar 2013 - Mannréttindi í stjórnarskrá
Er vernd mannréttinda áfátt samkvæmt núverandi stjórnarskrá? – Hvert er markmið tillagna um
breytingar? – Mannréttindi og náttúra – Tengsl við alþjóðlega mannréttindasamninga
Miðvikudaginn 13. mars 2013 - Ísland, fullveldið og alþjóðasamfélagið
Fullveldið og utanríkismál í stjórnarskránni – Að hvaða marki leyfir stjórnarskráin framsal ríkisvalds? –
Ákvörðun um aðild að ESB og áhrif á íslenska stjórnskipun
1. Hvaða heimsþekkti raftónlistar-
maður og bassaleikari treður upp á
Sónar-hátíðinni í Hörpu í febrúar?
2. Hverjir eru nýráðnir dagskrár-
stjórar RÚV?
3. Hver var valinn besti leikmaður
októbermánaðar í ensku úrvals-
deildinni í fótbolta?
SVÖR:
ORKUMÁL Stefnt er að því að ný gas-
gerðarstöð fyrir lífrænan úrgang
verði reist á umráðasvæði Sorpu
í Álfsnesi. Með slíkri stöð mætti
allt að þrefalda gas framleiðslu
fyrirtækisins. Í nýjasta tölublaði
FÍB blaðsins, sem Félag íslenskra
bifreiða eigenda gefur út, er gagn-
rýnt að ekki liggi fyrir hvar,
hvernig eða hvenær nýja gas-
gerðarstöðin rísi. Vara þurfi fólk
við kaupum á metan bílum ef gas-
skortur sé fyrir séður á markaði.
Oddný Sturludóttir, stjórnar-
formaður Sorpu, segir mikið verk
hafa verið unnið hjá stjórn Sorpu
í metanmálum og blað brotið með
stefnumótun stjórnar í þeim efnum
síðasta vor. Ein meginniður staða
hennar hafi verið að gasgerðarstöð
væri langbesta leiðin til þess að
mæta markmiðum um að draga úr
urðun og búa til verðmæti úr rusl-
inu, um leið og svarað væri kalli
eftir meira metani.
Í stefnumótuninni kemur fram
að miðað við sölutölur ár aftur
í tímann verði búið að fullnýta
framleiðslugetu Álfsness um
mitt næsta ár. Frekari stækkun
gashreinsistöðvar Sorpu geti þó
minnkað líkur á að skortur mynd-
ist. Þá hafa fleiri boðað fram-
leiðslu á metani á næstunni, svo
sem metanorkuverið að Melum
í Hvalfjarðarsveit, sem hefja á
framleiðslu á næsta ári.
Oddný segir að í vor hafi strax
verið hafist handa við að búa
til rekstraráætlanir og huga að
fjármögnun nýju gasgerðar-
stöðvarinnar. Um tvo milljarða
króna kosti að byggja svona stöð
en þeim kostnaði mætti skipta í
tvennt á meðan stöðin yrði reist
í tveimur áföngum. „Við höfum
sýnt því mikinn áhuga að græni
fjárfestingarsjóðurinn sem
ríkis stjórnin hefur talað um að
koma á legg geti orðið hluti af
fjárfestingar pakkanum til að
byrja með,“ segir hún. Nokkrar
leiðir til uppbyggingarinnar
hafi nú verið lagðar á borð eig-
enda Sorpu. Þær verði á næstu
vikum og mánuðum teknar fyrir
í bæjar ráðum og borgarráði áður
en ákveðið verði endanlega hver
þeirra verði ofan á. Viðræður um
aðkomu ríkisins hafi þegar verið
hafnar.
„Við í Sorpu höfum hins
vegar haldið því mjög á lofti að
gasgerðar stöð er eina raunhæfa
leiðin til að mæta öllum þessum
mark miðum, að losna við úrgang
á mjög umhverfisvænan og hag-
kvæman hátt og fá út úr því á móti
tvær afurðir, annars vegar metan
og hins vegar frábæran jarðvegs-
bæti sem getur farið í að græða
hér upp örfokaland.“
olikr@frettabladid.is
Vonast til að-
komu græns
sjóðs ríkisins
Mikill ávinningur er að nýrri gasgerðarstöð segir
stjórnarformaður Sorpu. Sveitarfélögin sem standa að
Sorpu fara nú yfir valkosti í rekstri og fjármögnun.
Í ÁLFSNESI Svona er umhorfs inni í hreinsistöð Sorpu í Álfsnesi þar sem metangas úr
ruslahaugnum er hreinsað til að það henti á bíla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Gasgerðarstöð er
eina raunhæfa
leiðin til að mæta
öllum þessum
markmiðum.
ODDNÝ STURLUDÓTTIR
STJÓRNARFORMAÐUR SORPU
1. Squarepusher 2. Margrét Marteins-
dóttir og Skarphéðinn Guðmundson 3.
Juan Mata
DÓMSMÁL Stapi lífeyrissjóður hefur
krafið ríkið um sex milljarða
króna vegna ólögmætrar mismun-
unar í tengslum við slit fjárfest-
ingarbankans Straums Burðaráss.
Þetta kom fram í kvöldfréttum
Ríkissjónvarpsins í gær.
Fram kom í fréttinni að lög-
fræðingur Stapa hefði sent fjár-
málaráðherra bréf með kröfunni
og biði nú svars. Krafan byggir á
því mati Stapa að Fjármálaeftir-
litið (FME) hafi staðið ólöglega að
yfirtöku sinni á Straumi Burðar-
ási í mars 2009.
Við yfirtöku FME á Straumi
Burðarási var stærstur hluti
innlána bankans færður yfir til
Íslandsbanka. Innlán Stapa og
nokkurra annarra aðila voru hins
ekki færð til Íslandsbanka heldur
urðu eftir í Straumi Burðarási,
sem síðar breyttist í ALCM.
Að mati Stapa var um stjórn-
sýsluathöfn að ræða og þar með
ljóst að jafnræðisregla stjórnar-
skrárinnar gilti um hana. Eitt
hefði því átt yfir alla að ganga
við færslu innlána. Þá telur Stapi
einnig að þau lög um slitameðferð
sem stuðst var við þegar Straumi
Burðarás var slitið standist ekki
tilskipun Evrópusamabndsins um
endurskipulagningu og slit lána-
stofnana.
- mþl
Stapi lífeyrissjóður telur FME hafa staðið ólöglega að yfirtöku á Straumi Burðarási:
Stapi krefur ríkið um milljarða króna
DANMÖRK Danski þjóðarflokkur-
inn varar við tillögu stjórnvalda
um að leyfa svokallaða hrað-
skilnaði og afnema þar með tíma-
bilið sem fólk er skilið að borði
og sæng.
Fulltrúi Danska þjóðarflokks-
ins, Mette Hjermind Dencker,
segir að skilnuðum muni fjölga
mjög verði tillagan samþykkt.
Breytingin yrði líka dýrari fyrir
skattgreiðendur. Dencker bendir
á að nú hætti um tuttugu prósent
þeirra sem fá skilnað að borði og
sæng við lögskilnað. - ibs
Danski þjóðarflokkurinn:
Hraðskilnaðir
slæm hugmynd
VEISTU SVARIÐ?
milljarðar króna
er upphæð kröfu
Stapa á hendur
ríkinu vegna ólögmætrar
mismununar.
6