Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 10
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR10 HEILBRIGÐISMÁL Engin opinber geðheilbrigðisstefna er til staðar á Íslandi og engri sérstakri geð- heilbrigðisáætlun er fylgt innan opinbera heilbrigðiskerfisins. For- svarsmenn geðheilbrigðismála í landinu telja þörf á slíkri áætlun og viðruðu þær skoðanir sínar á fundi velferðarnefndar Alþingis í síðustu viku. Páll Matthíasson, framkvæmda- stjóri geðsviðs Landspítalans (LSH), bendir á að slík stefna sé mikilvægt tæki til skipulagning- ar geðheilbrigðisþjónustu og einn af þeim mælikvörðum sem árang- ur sé mældur eftir. Sex af hverj- um tíu löndum innan Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar hafi geðheilbrigðis stefnu og 71 prósent hafa geðheilbrigðis áætlun. Sérstakri geðheilbrigðisáætlun er þó fylgt innan LSH, sem var mótuð árið 2009 af fjölda einstak- linga innan og utan spítalans. „Vegna sérstöðu geðheilbrigðis- mála, þar sem um er að ræða flók- inn og viðkvæman málaflokk sem snertir mjög marga og er á mörk- um heilbrigðis- og félagsþjón- ustu, þá hníga rök að því að hafa sérstaka geðheilbrigðisstefnu, aðskilda frá almennri heilbrigðis- stefnu,“ segir Páll. Hann segir kafla um geðheilsu í drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020 ómarkvissan. „Mælikvarðar eru mjúkir, óljós- ir og sumir sérviskulega valdir,“ segir hann. „Varðandi aðgerðir er orðalag óljóst. Talað er um að berj- ast gegn fordómum, þegar gagn- reyndar heimildir sýna að mun árangursríkara er að berjast gegn mismunun, sem er birtingar form fordóma en mun auðveldara að mæla. Aðrar velmeinandi athuga- semdir í kaflanum eru gagnslitlar án leiða til að mæla árangur.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingar og for- maður velferðarnefndar, segir að þegar heilbrigðisáætlunin verði lögð fyrir þingið á næstunni sé eðlilegt að taka afstöðu til þess hvort leggja eigi fram með henni sérstaka geðheilbrigðisstefnu með áætlun. „Það þarf að viðurkenna geð- heilbrigðis mál og samnýta betur þær stofnanir sem þau varða,“ segir hún. „Þetta er stórt lýð- heilsumál í samfélaginu og með aukinni samvinnu væri hægt að nýta fjármuni betur.“ Að mati Sigríðar ætti geð- heilbrigðis stefna að vera skilin frá almennri heilbrigðisáætlun til að byrja með. Hún telur það eðli- legt hlutverk velferðarnefndar að taka þátt í að draga málaflokkinn fram í dagsljósið og beita sér fyrir mótun geðheilbrigðisstefnu. sunna@frettabladid.is Engin stefna fyrir geðheilbrigðismál Á Íslandi er engin sérstök geðheilbrigðisstefna eða áætlun er varðar geðheilsu. Sárvantar inn í kerfið, segja forsvarsmenn geðheilbrigðismála. Velferðarnefnd mun leggja fram ályktun samhliða nýrri heilbrigðisáætlun á næstunni. SIGRÍÐUR INGI- BJÖRG INGADÓTTIR PÁLL MATTHÍASSON STEFNU VANTAR Sex af hverjum tíu löndum heims hafa opinbera geðheilbrigðisstefnu og um 70 prósent hafa geðheilbrigðis- áætlun. Ísland hefur hvorugt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eva Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, var gagnrýnin á heilbrigðis- áætlun ríkisins á fundi velferðarnefndar og segir í hana vanta mikilvæg atriði eins og árangursmælingar. Þá bendir hún á að heilsugæslan ætti að virka mun betur, sérstaklega þar sem hún eigi að vera fyrsti punkturinn í kerfinu sem fólk leiti til vegna geðheilbrigðismála. Sérstök geðheilbrigðisáætlun sé mikilvægt tæki til að hjálpa við að endurskoða kerfið, sem sé komið til ára sinna. „Fólk hefur ekki efni á sálfræðingum svo vandamálin verða stærri en þau þurfa að vera. Fólk fær ekki hjálp í tæka tíð,“ segir Eva. „Geðheilbrigðismál eiga að vera í heildarstefnumótun um heilbrigðismál, en nú er þannig komið fyrir málaflokknum að það er nauðsynlegt að hugsa hlutina upp á nýtt og koma með sjálfstæða stefnumótun. Þetta verður mjög gott skref í því að hrista upp í kerfinu og gera það skilvirkara.“ Nauðsynlegt að hrista upp í kerfinu NISAN NOTE VISIA Nýskr. 06/11, ekinn 46 þús. km. bensín, beinskiptur. TILBOÐ kr. 1.990 þús. Rnr.200929 Mikið úrval af nýlegum, lítið eknum bílum á tilboði í nóvember! Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is HYUNDAI i30 CLASSIC Nýskr. 05/11, ekinn 36 þús km. bensín, beinskiptur Rnr.190664. HYUNDAI i10 GL Nýskr. 10/10, ekinn 42 þús. km. bensín, beinskiptur. TILBOÐ kr. 1.380 þús. Rnr.190643 SUZUKI GRAND VITARA LUX Nýskr. 06/10, ekinn 36 þús km. bensín, sjálfskiptur. TILBOÐ kr. 3.390 þús. Rnr.151480. CHEVROLET LACETTI STATION Nýskr. 01/11, ekinn 30 þús. km. bensín, beinskiptur. TILBOÐ kr. 1.590 þús. Rnr.280227. TOYOTA COROLLA TERRA Nýskr. 06/09, ekinn 66 þús km. dísel, beinskiptur TILBOÐ kr. 1.990 þús. Rnr.102143 NISSAN MICRA VISIA Nýskr. 03/11, ekinn 11 þús. km. bensín, beinskiptur. TILBOÐ kr. 1.980 þús. Rnr.141354. Frábær kaup kr. 2.090 þús. Gerðu frábærkaup í nóvember Gott úrval af 4x4 bílum Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði! HEILBRIGÐISMÁL Nýtt samheita- lyf geðklofalyfsins Trilafon mun koma á íslenskan markað innan fárra mánaða. Lyfið verður fáan- legt í undanþágukerfi stofnunar- innar fram til þess tíma. Þetta kemur fram í upplýsing- um frá Lyfjastofnun. Tilefnið er umfjöllun Fréttablaðsins um gagn- rýni lækna á að framleiðslu geð- lyfsins Trilafon hafi verið hætt og ekkert samheitalyf komi í staðinn. Það sé tímafrekt ferli sem fylgi útgáfu undanþágulyfseðla fyrir samheitalyf, sem mögulega reyn- ast sjúklingum ekki eins vel. Helga Þórisdóttir, settur for- stjóri Lyfjastofnunar, segir stofn- unina leggja áherslu á að framleið- endur eða umboðsmenn þeirra láti vita með eins löngum fyrirvara og mögulegt er ef fyrirséð er að afskráning lyfs geti haft veruleg áhrif. „Að því er Trilafon varðar greindi umboðsmaður framleiðand- ans Lyfjastofnun frá því þann 10. október síðastliðinn að framleiðslu Trilafon hefði verið hætt og að lyfið yrði tekið af markaði á heimsvísu,“ segir Helga. Læknum hafi verið greint frá því í bréfi frá umboðsmanni Trila- fon og Lyfjastofnun þar sem einn- ig kom fram að þegar sölu verður hætt verði mögulegt að útvega samheitalyf með undanþágu- lyfseðli. Alla jafna fari umfjöllun um undanþágulyfseðla vegna Trila- fon fram sama dag og hann berst Lyfjastofnun. - sv Lyfjastofnun svarar fyrir gagnrýni lækna vegna geðklofalyfsins Trilafon: Samheitalyf á markað von bráðar SAMHEITALYF BRÁTT Á MARK- AÐ Samheitalyf geðklofalyfsins Trilafon kemur á markað innan fárra mánaða. af hverjum tíu löndum innan Al- þjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar hafi geðheil- brigðisstefnu og 71% hafa geðheilbrigðisáætlun. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.