Fréttablaðið - 08.11.2012, Page 18
18 8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR
Það liggur fyrir að þeir sem tapað hafa mestu af eigin fé í húsnæði sínu eru
þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð eða
stækkuðu við sig á árunum 2007 og 2008.
Í lok árs 2007 voru viðskipta-
bankarnir nær hættir að lána til
íbúðarkaupa enda hafði þrengst
um lánsfé og margt sem benti til
að erfiðleikar væru fram undan
í efnahagslífi Vesturlanda. Þá
beitti Jóhanna Sigurðar dóttir
húsnæðismálaráðherra sér hins
vegar fyrir auknum útlána-
heimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS).
Hámarkslán ÍLS voru hækkuð
og slakað á kröfum um hámarks-
veðsetningarhlutfall. Útlán
sjóðsins tóku kipp við þessar
aðgerðir.
Í nýrri skýrslu Samtaka
fjármálafyrirtækja um verð-
tryggingu, vexti og verðbólgu
á Íslandi má glöggt sjá hvern-
ig útlán ÍLS nær þrefölduðust
frá áramótum þar til þau náðu
hámarki síðsumars 2008.
Jóhanna Sigurðardóttir narraði þann-
ig fjölda manna til íbúðarkaupa síðustu
mánuðina fyrir hrun.
Í þingræðu 23. maí 2008 sagði Jóhanna
að ÍLS hefði „sannað gildi sitt sem lífæð
fasteignamarkaðarins“. Hið rétta er
að mánuðina þar á eftir veitti þessi æð
ólyfjan um fasteigna markaðinn
sem gerði það að verkum að
fleiri fóru illa út úr fasteigna-
viðskiptum en ella hefði orðið.
Þessi heimili hafa annaðhvort
eða bæði tapað stórum hluta
eigin fjár í fasteignum sínum
eða eru komin í neikvæða stöðu.
Auðvitað er hugsanlegt að með
tímanum hækki íbúðaverð
umfram lán og staða þessa fólks
batni en þangað til verður staðan
óþægileg.
Í viðurkenningarskyni fyrir
þessa frammistöðu tók Jóhanna
svo við sem forsætisráðherra í
vinstri stjórn sem bannaði þessu
fólki helstu bjargir með því að
snarhækka alla skatta og tefja
fyrir atvinnusköpun vítt og
breitt um landið.
Lágir skattar og næg atvinna eru þó ein
helsta forsenda þess að heimilin geti staðið
við skuldbindingar sínar og treyst stöðu
sína og þar með þjóðfélagsins.
Jóhanna
Sigurðar-
dóttir narraði
þannig fjölda
manna til
íbúðarkaupa
síðustu mán-
uðina fyrir
hrun.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Jóhönnulánin
Fjármál
Sigríður
Andersen
héraðsdóms-
lögmaður og
varaþingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins
N
úverandi ríkisstjórn gaf í upphafi fögur fyrirheit um
að efla erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu. Flestir vita
hvernig það hefur farið; erlenda fjárfestingin hefur
orðið mun minni en hún gæti verið, meðal annars
vegna stöðugra breytinga á rekstrarumhverfi og
regluverki, fjandsamlegra yfirlýsinga ráðamanna í garð fjárfesta,
tilhneigingar til að breyta reglum eftir á, hótana um eignaupptöku
og þannig mætti áfram telja.
Erlendur fjárfestir brá ljósi á
þessa mótsagnakenndu stefnu í
grein í Fréttablaðinu í fyrradag.
Þar skrifaði Dag Andre Johansen,
framkvæmdastjóri og eigandi
RAC Skandinavia, um „einkenni-
lega reynslu sína“ af því að vera
fjárfestir á Íslandi.
RAC keypti ráðandi hlut í Alp
hf., sem rekur Budget- og Avis-bílaleigurnar á Íslandi, síðastliðið
sumar. Johansen segir suma hafa efazt um að íslenzk fyrirtæki
væru góður fjárfestingarkostur, meðal annars vegna gjaldeyris-
haftanna. En þar sem atvinnustefna stjórnvalda hafi verið að leggja
mikla áherzlu á ferðaþjónustu hafi forsendurnar þótt hagstæðar.
Hluturinn var keyptur og fjárfestingin bundin til fimm ára sam-
kvæmt lögum um gjaldeyrisútboð.
Eftir að hafa verið lokkaður til að kaupa stóran hlut í íslenzku
fyrirtæki, annars vegar með reglunum um gjaldeyrisútboð og
hins vegar með fögrum fyrirheitum stjórnvalda um eflingu ferða-
þjónustunnar, er ekkert skrýtið að Johansen segist hafa orðið hissa
þegar því var skellt á hann í fjárlagafrumvarpinu að snarhækka
ætti vörugjöld á bílaleigubíla.
„Ég get fullvissað ykkur um að í samkeppnislöndum Íslands,
í Skandinavíu, tíðkast ekki að stjórnvöld reki slíkan fleyg í eina
atvinnugrein með svo dramatískum hætti og með jafnskömmum
fyrirvara og boðað er,“ skrifar Johansen. Hann rekur síðan hvaða
afleiðingar vörugjaldalækkunin sé líkleg til að hafa. Verð þjónust-
unnar muni væntanlega hækka, sem muni fækka ferðamönnum.
Þá geti bílaleigurnar þurft að leggja á kílómetragjald, sem þýði að
ferðamenn dreifist síður um landið.
Allt er þetta í beinni andstöðu við ferðamálaáætlun sömu
stjórnvalda og áforma að hækka skattinn, en í henni er kveðið á
um að tryggja eigi samkeppnishæfni greinarinnar, tryggja eigi að
rekstrar skilyrði séu sambærileg og í nágrannalöndunum og reynt
verði að dreifa ferðamönnum betur um landið.
Í ákafa sínum að ná meiri skatttekjum af atvinnugreinum sem
ganga vel sést ríkisstjórnin ekki fyrir. Það geta verið rök fyrir því
að bílaleigur eigi ekki að njóta neins afsláttar af vörugjöldum og að
hótelgisting eigi ekki að vera í lægra virðisaukaskattþrepi en önnur
þjónusta. En það er algjörlega galið í bransa eins og ferðaþjónustu,
þar sem fyrirtæki eru búin að gefa upp verð eitt til tvö ár fram í
tímann, að skella skattahækkunum á greinina fyrirvaralaust. Fyrir
nú utan hvers konar framkoma það er við fjárfesta í greininni, inn-
lenda sem erlenda. Fjármálaráðherrann verður að finna einhver
önnur ráð til að brúa bilið í ríkisfjármálum á næsta ári.
Skattahækkunum skellt á ferðaþjónustuna:
Burt með fjárfesta
og ferðamenn
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Pönk ei meir
Jón Gnarr borgarstjóri er staddur í
Ósló og aðstoðar þar við að fella tré
það sem prýða mun Austurvöll yfir
hátíðarnar, sjálft Óslóartréð. Jón er
þó ekki kominn í aukavinnu við
skógarhöggið, heldur er ástæða
ferðar hans sú að honum
fannst Reykvíkingar hafa orðið
sér til skammar þegar
kveikt var í Óslóartrénu
árið 2009. Það var í
búsáhaldabyltingunni
sem sá gjörningur fór
fram, 20. janúar nánar
tiltekið, og ósagt skal
látið hvort Reykvíkingar
hafi verið þar á ferð. Án þess að
íkveikjum sé mæld bót var bruninn
nokkuð táknrænn fyrir óánægjuelda
sem brunnu meðal þjóðarinnar.
Það er ekki mikið pönk eftir í gamla
pönkaranum Jóni Gnarr.
Pollapönk
Það er hins vegar smá pönk
eftir í Sambandi ungra sjálf-
stæðismanna. Tillögur þeirra
um niðurskurð í
menningar málum
eru róttækar
og samræmast
hugmyndafræði
óheftrar frjálshyggju.
Ekki mitt pönk
Sjálfstæðisþingmanninum Ragn-
heiði Ríkharðsdóttur líkaði þó ekki
að vera bendluð við tillögur ungliða
flokksins. Hún gaf lítið fyrir
tilraunir Árna Þórs Sigurðs-
sonar, þingmanns Vinstri
grænna, í þá veru og spurði
hann í forundran hvort hann
ætlaði þá að taka ábyrgð á
tillögum Ungra Vinstri
grænna. Slíkt væri
greinilega fráleitt.
Það er lítið pönk í því
að sverja af sér verk
ungliða eigin flokks.
kolbeinn@frettabladid.is
Auka- og
varahlutaverslun
Vagnhöfða 23
Sími: 590 2000www.benni.is
Opnunartími:
Opið virka daga
frá kl. 08-18
Auka- og
varahlutir
fyrir bílinn
Sparnaður
með K&N loftsíum
Meiri kraftur
minni eyðsla