Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 24
24 8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR Í júlí síðastliðnum sátu undir-ritaðar stofnfund Félags áhugamanna um málefni flótta- fólks. Eitt verkefna félagsins er að kanna hvort grunur um að útlendingum sé mismunað í réttarkerfinu sé á rökum reistur en af þeim dómum sem aðgengi- legir eru á vefsíðu dómstólanna, er helst að sjá að dómar í skjala- falsmálum séu þyngri þegar útlendingar eiga í hlut. Til að draga þá ályktun þurfa þó fleiri gögn að liggja fyrir og var því send beiðni á Þorgeir Inga Njálsson, dómstjóra Héraðs- dóms Reykjaness, um afrit af öllum dómum sem fallið hefðu í skjalafalsmálum við dómstólinn á árunum 2002-2005. Tekið skal fram að þessi beiðni var ekki sett fram í nafni félagsins. Þremur vikum síðar var erindinu svarað á þá leið að sá sem óskaði eftir afriti af dómum yrði að sýna fram á að hann hefði lögvarinna hagsmuna að gæta, auk þess sem greiða þyrfti 250 kr. fyrir hvert blað. Send- andi bréfsins mótmælti með þeim rökum að dómar væru opinber gögn sem ættu að vera öllum aðgengilegir. Auk þess var farið fram á rökstuðning fyrir þessari upphæð, þar sem ekkert í lögum bendir til þess að þessi gjaldtaka sé heimil. Dóm- stjórinn féllst að lokum á að ekki þyrfti að sýna fram á lögvarða hagsmuni en hélt fast við gjald- töku upp á 250 kr. á blað með vísan í lög um aukatekjur ríkis- sjóðs. Í umræddum lögum er þó ekki vikið einu orði að dómum í sakamálum, heldur er fjallað um dómgerðir í einkamálum og fullnusturétti svo sem aðfarar- beiðnir, gjaldþrotaskipti, skiln- aðarmál, forsjármál og mats- beiðnir. Við höfnuðum því þess vegna að gjaldtakan ætti við um sakamál auk þess að benda á að samkvæmt anda laganna og stjórnarskrárinnar væri eðli- legast að líta á dóma sem grunn- gögn lýðræðisins og þeir ættu því að falla undir upplýsinga- lög. Þessi túlkun fær stuðning í ýmsum gögnum meðal annars í gjaldskránni sem héraðs dómur vísar í, en þar er sérstaklega tekið fram að engin gjöld skuli taka í einkarefsimálum. Hvorki dómstjórinn né aðrir starfsmenn Héraðsdóms Reykjaness hafa svarað þessum rökum, heldur vísa enn og aftur í reglur dóm- stólaráðs og lög um aukatekjur ríkissjóðs; gögn sem fjalla alls ekki um dóma í sakamálum. Þessi samskipti við Héraðs- dóm Reykjaness vekja margar spurningar, þar á meðal þessar: ■ Hvers vegna segir dómstjóri leikmanni sem biður um afrit af dómum að hann eigi ekki rétt á slíkum gögnum nema geta sýnt fram á lögvarða hagsmuni? ■ Hversu margir hafa gefist upp á því að kynna sér dóma eftir að hafa fengið þessar röngu upplýs- ingar hjá dómstólum? ■ Hvernig samræmast þessi vinnubrögð leiðbeiningarskyldu dómstjóra? ■ Hvers vegna telja starfsmenn dómstólsins sér ekki skylt að útskýra með hvaða rökum þeir álíta að lög um aukatekjur ríkis- sjóðs nái yfir mál sem hvergi eru nefnd í þeim lögum? ■ Ef dómar falla ekki undir upp- lýsingalög eins og önnur grunn- gögn sem talin eru mikilvæg fyrir lýðræðið, hvernig í ósköp- unum eru þeir þá flokkaðir? Mikilvægasta spurningin er þó þessi: ■ Hvernig ber að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar um að saka- málaréttarfar skuli vera opin- bert ef ekki á þann veg að allir skuli, óháð fjárhagsstöðu sinni, eiga jafnan rétt til upplýsinga um opinber mál? Það samræmist ekki lýðræðis- legri stjórnsýslu að almenningur þurfi að greiða meira en prent- kostnað fyrir grunngögn sem skipta máli fyrir lýðræðið í land- inu. Ef til vill eru 250 kr. ekki há fjárhæð fyrir þá sem biðja um afrit af örfáum blaðsíðum en þegar um er að ræða umfangs- mikil mál getur upphæðin hlaup- ið á tugum þúsunda. Ætla má að flestir hafi hingað til sætt sig gagnrýnislaust við þetta gjald en hér er um að ræða slíkt hags- munamál fyrir almenning að við höfum einsett okkur að fá botn í það hver réttur dómstóla til gjaldtöku er í raun. Málið var því kært til fjármálaráðuneytis- ins um miðjan september þar sem það er nú til skoðunar. Mikilvægt er að stjórnvöld og embættismenn átti sig á því að opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana. Þær eru eign almennings og í lýðræðisríki eiga leikmenn sem óska eftir afritum af opinberum gögnum að fá þau afhent undanbragða- laust. Þeir eiga ekki að þurfa að leggjast í lagalestur eða leita sér lögfræðiaðstoðar til þess að fá rétti sínum framgengt og það er með öllu óþolandi að slík vinnu- brögð skuli viðgangast hjá dóm- stólum. Kæran til fjármálaráðuneytis- ins er almenningi aðgengileg á vefslóðinni: https://docs.google.com/docu- ment/d/15xesOmwxNd8YU-3- XNC5r-GeCNQPJlx_-URNoB- CUbqiw/edit en þar er gerð nánari grein fyrir rökstuðningi okkar. Öll bréfasamskipti við Héraðs- dóm Reykjaness sem vísað er til í þessari grein er að finna á vef- slóðinni: https://docs.google.com/ document/d/136OU4dat7a_ OO2rXqNVC6kK91j-pWoHOG- fOZszzvXkI/edit Opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana www.vetrarhatid.is Lýstu upp skammdegið með góðri hugmynd á Vetrarhátíð Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin dagana 7. – 10. febrúar 2013. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að gæða borgina fjölbreyttu og leikandi lífi með skemmtilegum viðburðum að senda inn tillögur að dagskráratriðum fyrir 7. desember næstkomandi. Yfirskrift hátíðarinnar er – MAGNAÐ MYRKUR – og má það gjarnan speglast í viðburðum hátíðar- innar, þó er það ekki skilyrði til þátttöku. Við tökum vel á móti öllum tillögum. Óskað er eftir viðburðum á Vetrarhátíð, Safnanótt og á Sundlauganótt. Vinsamlegast sendið tillögur að dagskráratriðum á verkefnastjóra hátíðarinnar: Guðmund Birgi Halldórsson (gummi@visitreykjavik.is) og Karen Maríu Jónsdóttir (karen@visitreykjavik.is) Nánari upplýsingar er einnig hægt að fá í síma: 590 1500.PIP A R\ TB W A • SÍ A • 12 32 18 Stjórnsýsla Eva Hauksdóttir álitshafi Aðalheiður Ámundadóttir meistaranemi í lögfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.