Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 26
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR26 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGIMAR TRYGGVI HARÐARSON lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 13. nóvember kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning 565-4-250832, kt. 011176-3139. Kristín Svavarsdóttir Jóhannes Kristinn Ingimarsson Janine Long Sigurður Hörður Ingimarsson Rannvá Olsen Ágústa Eygló Ingimarsdóttir Einar Friðjónsson Svava Ingibjörg Ingimarsdóttir Birkir Þór Sigurðsson Heimir Bjarni Ingimarsson Anna Rósa Friðriksdóttir og barnabörn. Elskulegi bróðir okkar, JÓN JÓNSSON Frumskógum 1, Hveragerði, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fá starfsmenn og vistmenn Áss í Hveragerði fyrir góða umönnun og vináttu. Fyrir hönd aðstandenda, Rósa Jónsdóttir Ásta Jónsdóttir Álfheiður E. Jónsdóttir Anna Margrét Jónsdóttir Okkar kæra, EYGLÓ GUÐMUNDSDÓTTIR Hrafnakletti 2, Borgarnesi, er látin. Útför verður gerð frá Borgarneskirkju laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00. Snorri Þorsteinsson Margrét Guðjónsdóttir Davíð Magnússon Andrea Davíðsdóttir Eygló Dóra Davíðsdóttir Snorri Þorsteinn Davíðsson Linda Björk Bjarnadóttir Margrét Andreudóttir Innilega þökkum við þeim sem sýndu okkur hluttekningu og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, MAGNÚSAR ÓLAFS HALLDÓRSSONAR Ásbúðartröð 5, Hafnarfirði. Sérstaklega þökkum við starfsfólki gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi fyrir einstaka natni við meðferð hans og umönnun. Anna Björg Halldórsdóttir Halla Sólveig Halldórsdóttir Sigurjón Högnason Karl Sigurjónsson Ines Willerslev Jörgensen Freyja Sigurjónsdóttir Halldór Steinn Halldórsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT BJARNI SIGURÐSSON verkfræðingur, Safamýri 85, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 27. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Ása Benediktsdóttir Jóhannes Benediktsson Björg B. Pálmadóttir Anna María Benediktsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi okkar, ÓSKAR ÞÓRARINSSON Hásteinsvegi 49, Vestmannaeyjum, sem lést 2. nóvember, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, þeim sem vilja minnast Óskars er bent á Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Ingibjörg Jóhanna Andersen Rakel Óskarsdóttir Sindri Óskarsson Ragnheiður Borgþórsdóttir Sigmar Þröstur Óskarsson Vilborg Friðriksdóttir Knútur Kjartansson Kristín Kjartansdóttir og barnabörn. „Við heimsækjum munaðarleysingja- hæli og börn sem búa við bág kjör. Fyrir flest börnin sem við gefum skó- kassa er þetta eina jólagjöfin sem þau fá,“ segir Salvar Geir Guðgeirs- son, einn forsprakka verkefnisins Jól í skókassa sem lýkur á laugardaginn. Á mörgum heimilum er það orðið hluti af jólaundirbúningnum að taka þátt í verkefninu, sem er nú haldið í níunda sinn og er alþjóð- legt samstarfsverkefni á milli hóps innan KFUM og KFUK á Íslandi og í Úkraínu. Hver sem hefur áhuga á getur tekið þátt með því að útbúa jólagjöf í skókassa og skila inn. Allir kassarnir eru síðan fluttir til Úkraínu, þar sem bágstöddum eru gefnir þeir að gjöf. „Þetta snýst um að minnast þeirra sem minna mega sín og hvað margt smátt getur virkilega gert eitt stórt,“ segir Salvar Geir. Verk- efnið er allt unnið í sjálfboðavinnu og hefur vaxið gríðarlega á síðustu níu árum. „Þetta byrjaði árið 2004 sem krúttlegt innanhúsverkefni hjá hópi innan KFUM og KFUK. Þá söfn- uðum við 500 kössum og fannst það frábært. Verkefnið spurðist hratt út og árið eftir voru kassarnir orðnir fimm sinnum fleiri, um 2.500. Árið 2006 vorum við svo með um 5.000 kassa og sú tala hefur nokkurn veg- inn haldist síðan,“ segir Salvar Geir. Hópur sjálfboðaliða vinnur svo að því að yfirfara alla kassa sem berast. „Við viljum passa upp á að allir kassarnir innihaldi það sem þeir eiga að inni- halda og séu svipaðir að gæðum. Það SALVAR GEIR: ÞETTA SNÝST UM AÐ MUNA EFTIR ÞEIM SEM MINNA MEGA SÍN Jólagjafir í skókössum handa þúsundum úkraínskra barna ÓMETANLEGT Salvar Geir hefur þrisvar sinnum farið til Úkraínu með skókassa. Hann segir það átakanlegt en jafnframt ómetanlegt. MYND/EINKASAFN TOM ANDERSON, stofnandi Myspace og sjálfkrafa vinur allra notenda þar, fæddist þennan dag árið 1970. „Google+ á eftir að slá öllum öðrum samskiptamiðlum við. Það sannar það enn og aftur að allt er betra þegar það er félagslegt.“ 42 Allir sem hafa áhuga á geta tekið þátt og það er mjög einfalt að vera með: 1. Finndu skókassa og pakkaðu honum inn. Mikilvægt er að lokinu sé pakkað inn sér því það verður að vera hægt að opna kassann. 2. Ákveddu kyn og aldursflokk þess sem þú vilt gefa gjöfina. 3. Settu gjöfina í kassann. Það er miðað við að kassinn innihaldi að minnsta kosti einn hlut úr fimm flokkum sem gefnir eru upp og óskað er eftir að 500 til 800 krónur fylgi með hverjum kassa fyrir sendingar kostnaði. Flokkarnir fimm eru: ■ Fatnaður. Til dæmis húfur, sokkar, vett- lingar. ■ Ritföng. Til dæmis skrifblokkir, pennar, litir. ■ Leikföng. Til dæmis bangsar, bílar, boltar. ■ Sælgæti. Til dæmis brjóstsykur, sleikjó, karamellur. ■ Hreinlætisvörur. Mælst er til að tannbursti og tannkrem sé í öllum kössum. Sápustykki og þvottapoki er líka sniðugt. 4. Lokaðu kassanum og skilaðu honum inn. Hægt er að skila honum inn víðs vegar um landið en aðalskilastaður í Reykjavík er í höfuðstöðvum KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28. Lokadagur til að skila inn kössum er næst- komandi laugardagur, 10. nóvember. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíð- unni Skokassar.net. VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT? Þetta gerðist þennan dag … 1520 Aftökur hefjast í Stokkhólmsvígunum. 1879 Hið íslenska fornleifafélag er stofnað. 1895 Wilhelm Conrad Röntgen uppgötvar röntgengeislana þegar hann er að gera tilraunir með rafmagn. 1923 Bjórkjallarauppreisnin svokallaða á sér stað í München í Þýskalandi. Adolf Hitler leiddi þá hóp nasista sem reyndu að fella þýsku ríkisstjórnina en þeim mistókst það ætlunar- verk sitt. 1923 Knattspyrnufélag Reykjavíkur býður upp á fimleika- æfingar. 1949 Fyrstu umferðarljósin eru tekin í notkun á fernum gatna- mótum í miðbæ Reykjavíkur. 2006 Byrjað er að selja Windows Vista til fyrirtækja. þarf líka að passa upp á að þeir inni- haldi ekkert sem þeir ekki mega inni- halda eins og vökva, stríðsleikföng eða spil,“ segir Salvar Geir. Spil eru til að mynda tengd fjárhættuspilum í Úkraínu, sem eru ólögleg og mikið vandamál þar í landi. Jóladagur á svæðinu þar sem köss- unum er dreift er 7. janúar og fer afhending fram í kringum þann dag. Árlega fylgja einstaklingar úr undir- búningshópnum kössunum utan og hjálpa til við útdeilinguna. Salvar Geir hefur farið í þrígang og segir upplif- unina mikla. „Það er átakanlegt að sjá með eigin augum hvað lífskjörin eru miklu lakari þarna en við erum vön. Jafnframt er ómetanlegt að fá að afhenda kassana persónulega og upp- lifa gleði barnanna við að fá þá í hend- ur og opna þá,“ segir hann. tinnaros@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.