Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 08.11.2012, Qupperneq 35
| FÓLK | 5TÍSKA Hvað ert þú að starfa um þessar mundir og hvar? Ég starfa sem förðunarfræðingur hjá Make Up Store á Íslandi, ásamt því að blogga fyrir Mblog, www.margret.is, sem er síða sem allir ættu að fylgjast með. Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku? Nei, alls ekki, ég hef fylgst aðeins með hvað er í gangi hverju sinni, en það er nú aðallega vegna þess að ég er svo heppin að eiga einstaklega tískumeðvitaða vin- konu, hana Önnu Fríðu Gísladóttur, sem mér finnst alltaf hitta naglann á höfuðið þegar kemur að tísku. Hvað leggur þú áherslu á þegar þú bloggar? Ég er aðallega í því að blogga um förðun, en ég hef alltaf gaman af því að rekast á skemmtileg DIY-verkefni og myndir af fallegum heimilum. Ég reyni aðallega að blogga um eitthvað sem ég held að lesendur geti tengt sig við og muni gagnast þeim. Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi? Mér finnst nánast allt sem Michael Kors gerir fallegt þó svo að ég hafi ekki eignast neitt frá honum … enn þá. Er einhver flík sem þú stenst ekki? Ég er alltaf sjúk í skyrtur. sérstaklega ef þær eru aðeins síðari að aftan. Síðan eru loðkragar í miklu uppáhaldi hjá mér í augnablikinu. Einhver skemmtileg tískuupplifun? Ekki nein sem mér dettur í hug núna en ég myndi segja að árið 2000 hafi verið ein slæm tískuupplifun út af fyrir sig. Áttu þér uppáhaldsverslanir? Geysir er í miklu upp- áhaldi, enda ótrúlega falleg og vönduð verslun. Svo finnst mér Zara, Gallerí 17 og GS skór alltaf flottar búðir. Eyðir þú miklu í fatakaup? Nei, mér finnst miklu skemmtilegra að eyða í snyrtivörur og skó. Hvort verslar þú meira á Íslandi eða í útlöndum? Ég versla miklu meira í útlöndum en ég er bæði heppin og óheppin með það að elsku besta mamma mín á heima í Kaupmannahöfn svo að ég nýti heim- sóknirnar líka í það að fylla fataskápinn. Hvað gerir þú í þínum frístundum? Ég hef voða- lega gaman af því að eyða tímanum með vinum, fjölskyldu og kærastanum og reyni að eyða sem mestum tíma í það. Ég viðurkenni líka að ég er al- gjör Pinterest-sjúklingur og eyði dágóðum tíma þar á hverjum degi ásamt því að blogga á Mblog. TÍSKUBLOGGARINN | STEINUNN EDDA STEINGRÍMSDÓTTIR SJÚK Í SKYRTUR OG LOÐKRAGA TÍSKUKONA Steinunn Edda Steingrímsdóttir heldur úti bloggi um tísku og heimili sem margir heimsækja daglega. Hún smitaðist af tískuáhuga af vinkonu sinni en sjálf er hún förðunarfræðingur hjá Make Up Store í Smáralind. FÖRÐUNAR- MEISTARINN Steinunn Edda Stein- grímsdóttir bloggar um tísku, förðun og fleira á Mblog. MYND/VILHELM KÖBEN Steinunn Edda biður móður sína að versla fyrir sig í Kaupmannahöfn, þar sem hún býr. Laugavegur 55, sími 551-1040 • Opið mán.–fös. kl. 11-18 • lau. kl. 10–16 Sendum FRÍTT um allt land í nóvember! Laugavegur 55 SENDUM FRÍTT Pantið á smartboutique.is eða í síma 551-1040 Laugavegur 55, sími 551-1040. Leðurhanskar frá 3.250 kr. Yfir 100 litir í boði SENDUM FRÍTT Herra trefill og leðurhanskar Gjöf sem klikkar aldrei Aðeins4.950 kr (margir litir) Jóla Langt Refaskott og leðurhanskar Aðeins 9.900 kr stutt skott 8.900 kr. Pasminu jólatilboð Rauð pasmina og hanskar í stíl ðe sA in 4.950 kr. tilboð Leðurhanskar með kanínuskinni frá 7.990 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.