Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 6
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 542 milljónir er upphæðin sem 155 þúsund jólagjafi r kosta. Fyrir hana má veita 45 þúsund lífshættulega vannærðum börnum. 1. Hversu hátt hlutfall landsmanna er án lágmarksskólphreinsunar? 2. Þarf að greiða fyrir aðgang að inter- netinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar? 3. Framleiðandi hvaða kvikmynda hafði samband við Baltasar Kormák í sambandi við leikstjórn á stóru kvik- myndaverki? SVÖR: 1. 25% 2. Já 3. Sherlock Holmes SKRUDDA www.skrudda.is Öll börn þurfa að kynnast Grimmsævintýrum sem fylgt hafa kynslóðunum í 200 ár. Gjafir sem nýtast fólki ekki Rúmur fjórðungur Íslendinga fá eina eða fleiri gjafir sem þá langar ekki í. fá fl eiri en fi mm gjafi r sem þeir vilja ekki. myndu frekar vilja að andvirði gjafanna rynni til góðgerðarmála. 5% 88% 29% 71% UNICEF ákvað að fara þessa leið til að benda á aðstoð sem Barnahjálpin veitir börnum í fátækum ríkjum, og hægt er að kaupa sem gjöf hjá stofnuninni. Aðstoðin er kölluð „sannar gjafir“. „Sannar gjafir koma alltaf að gagni og skipta sköpum fyrir börn í neyð. Það er sorglegt til þess að hugsa hve mörg börn eiga um sárt að binda,“ segir Stefán Ingi. Hann bendir á að fyrir upphæðina sem reiknuð var út að jólagjafirnar 155 þúsund kosti, 542 milljónir króna, væri hægt að veita yfir 45 þúsund lífshættulega van- nærðum börnum meðferð. „Það samsvarar nær öllum grunnskólabörnum á Íslandi.“ Á vefnum Sannargjafir.is er hægt að finna lista yfir þau hjálpargögn sem hægt er að kaupa sem gjafir og styrkja fátæk börn með. Meðal annars er hægt að kaupa moskítónet, skólagögn og hnetumauk. ➜ Gætum hjálpað 45 þúsund börnum SAMFÉLAGSMÁL Íslendingar munu líklega eyða yfir hálfum milljarði króna í jólagjafir sem viðtakand- inn hefur ekki not fyrir eða vill ekki. Þetta kemur fram í rann- sókn sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir UNI- CEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna. Fimmtán hundruð manns voru spurðir að því hvort þeir hefðu fengið eina eða fleiri jólagjafir í fyrra sem ekki nýttust þeim eða þeir vildu ekki. 29 prósent spurðra sögðust hafa fengið að minnsta kosti eina slíka gjöf. Samkvæmt þessum niðurstöðum fær því meira en einn af hverjum fjórum Íslendingum gjöf sem nýtist ekki. Þetta gera um 155 þúsund jólagjaf- ir á ári. Líklegra er að yngra fólk fái gjafir sem nýtast þeim ekki en eldra fólk. Þannig fengu 34 prósent svarenda á aldrinum 30 til 39 ára gjöf sem ekki nýttist og 49 prósent á aldrinum 18 til 29 ára. Samkvæmt könnuninni eru vinnustaðir líklegastir allra til að gefa gjöf sem ekki nýtist eða fellur í kramið. Næstlíklegast er að slík- ar gjafir komi frá nákomnum ætt- ingjum, en makar eru líklegastir til að gefa gjafir sem falla í góðan jarðveg. Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að starfsfólk UNICEF hafi grunað að magn gjafa sem geri fólki ekki gagn væri mikið. Þau hafi hins vegar ekki getað ímynd- að sér hversu margar þær væru. thorunn@frettabladid.is 155 þúsund gjafir ónýttar um hver jól Íslendingar gefa rúmlega 150 þúsund gjafir um hver jól sem ekki nýtast viðtakand- anum eða falla honum ekki í geð. Þetta kemur fram í könnun Félagsvísindastofn- unar fyrir UNICEF. Verðmætið er líklega meira en hálfur milljarður króna. SAFNAMÁL Borgarráð samþykkti í gær að vísa tillögu um kaup Reykjavíkurborgar á Perlunni af Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til afgreiðslu borgarstjórnar á þriðju- dag. Sama tillaga liggur fyrir stjórnarfundi OR í dag. Kaupverð- ið er 950 milljónir króna. Þá eru viðræður á milli borg- aryfirvalda og menntamálaráðu- neytis hafnar, en þar er rætt um leigu á hluta hússins fyrir nátt- úruminjasafn. Þeir samningar eru ein forsenda kaupa borgarinnar á Perlunni, en meirihluti fjárlaga- nefndar Alþingis lagði til á mið- vikudag að 400 milljónum króna yrði varið í verkefnið. Ríki og borg skipuðu í ágúst starfshóp til að skoða möguleika á því að koma upp náttúruminja- safni eða sýningu á vegum NMÍ í Perlunni. Hópurinn setti fram hug- mynd um að þar yrði sett upp nátt- úruminjasýning. Að mati hópsins er nauðsyn- legt að smíða millihæð til að hug- myndin um sýningu gangi upp. Auk þess vill hann að einn eða fleiri tankar yrðu hluti sýningar- rýmis til lengri tíma. Perlan er þó ekki talin henta til lengri tíma fyrir safnið án viðbygginga. Í tillögu Jóns Gnarr borgar- stjóra um kaup borgarinnar á húsinu er gert ráð fyrir að ríkið leigi húsið í allt að 15 ár og komi þar upp sýningu. Að auki verður borginni heimilað að gera breyt- ingar á Perlunni fyrir allt að 100 milljónir króna gangi samningar við ríkið eftir. - shá Viðræður ríkisins og Reykjavíkurborgar um leigu á Perlunni undir náttúruminjasýningu eru hafnar: Borgin og OR fjalla um 950 milljóna kaup GLÆSILEGT SAFNAHÚS Allt stefnir í myndarlega fjárfestingu í náttúruminja- sýningu í Perlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SJÁVARÚTVEGUR Hnúfubaka- vöður hafa gert sjómönnum lífið leitt á loðnumiðunum norður af Vestfjörðum síðustu dagana en sennilega hafa fáir farið jafn illa út úr ágangi hvalanna og áhöfnin á Lundey NS, segir í frétt á vef HB Granda. „Það er búin að vera óhemju netavinna í þessari veiðiferð. Rifið í svo til hverju kasti og nánast alltaf vegna þess að hvalir höfðu lent í nótinni,“ segir Halldór Jónasson, annar stýri- maður á Lundey. Að sögn Hall- dórs rifnaði nótin minnst fjórum til fimm sinnum vegna þess að hnúfubakar sem voru að eltast við loðnu lentu inni í henni þegar kastað var. Erfitt er að forðast hvalina því loðnan hefur aðeins gefið sig til á meðan myrkurs nýtur. „Menn verða ekkert varir við þetta fyrr en nótin er að lokast. Þá heyrir maður blásturinn í hnúfubökunum og síðan láta þeir sig vaða út og rífa allt í hengsli. Ef við vorum svo heppnir að fá ekki hval í nótina þá komu þeir stundum utan á pokann. Senni- lega hefur forvitnin ein búið þar að baki,“ sagði Halldór. Þar sem veðurútlit er slæmt næstu daga hefur verið ákveðið að gera hlé á loðnuveiðum skipa HB Granda fram yfir hátíðar. - shá Hnúfubakar gera sjómönnum lífið leitt á loðnumiðunum fyrir vestan: Nótin gauðrifnar á hvalsbökum GRUNNNÓT Myndin gefur hugmynd um stærð veiðarfærisins sem hvalirnir rífa og sjómennirnir þurfa að bæta þegar rifnar. Fréttablaðið/óskar NEYTENDUR Nær enginn munur reyndist á verði á 50 vörutegund- um í verslunum Bónus og Iceland samkvæmt verðkönnun verðlags- eftirlits ASÍ á jólamat. Aðeins 50 af þeim 99 vöru- tegundum sem voru í könnun- inni voru til í báðum verslunum. Keypti neytandi eitt eintak af hverri vörutegund myndi karfan kosta 34.144 krónur í Iceland en 34.208 krónur í Bónus. Munurinn er 64 krónur, eða 0,2 prósent. Verð í öðrum verslunum var hærra. Verðmerkingum var ábótavant hjá Nettó í Mjódd en í 14 tilvikum vantaði verðmiða. Nóatún bættist nú við í hóp þeirra matvöruverslana sem neita þátttöku í könnunum ASÍ. Í þeim hópi voru fyrir Kostur og Víðir. - bj Verðlag á matvöru kannað: Verð í Bónus og Iceland svipað AKUREYRI Akureyrarbær hefur skuldbundið sig til að skapa allt að nítján störf á Akureyri til sex eða sjö mánaða fyrir atvinnulaust fólk á svæðinu. Eiríkur Björn Björg- vinsson bæjarstjóri og Guðbjart- ur Hannesson velferðarráðherra undirrituðu í gær samkomulag um þátttöku Akureyrarbæjar í „Vinnu og virkni – átaki til atvinnu 2013“. Fram kemur í tilkynningu frá bænum að tilgangur samkomu- lagsins sé að virkja atvinnu- leitendur í sveitarfélaginu sem fullnýta rétt sinn innan atvinnu- leysistryggingakerfisins á tíma- bilinu frá 1. september 2012 til 31. desember 2013. Til að ná því markmiði er gert ráð fyrir að í tengslum við átakið verði til að lágmarki 2.200 sex mánaða starfs- tengd vinnumarkaðsúrræði á landsvísu. - sv Samkomulag við ráðherra: Akureyri býr til nítján ný störf VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.