Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 76
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 56 Ein vinsælasta heiðurshljómsveit heims, The Bootleg Beatles, spilar í Hörpu sunnu-daginn 3. febrúar. Með henni verður strengja- og blásarasveit og verður því öllu tjaldað til þegar kemur að því að spila gömlu, góðu Bítlalögin. Hljómsveitin hefur verið á stífri sex vikna tónleikaferð um Asíu, Ástralíu og Nýja- Sjáland. Tveggja vikna tón- leikaferð um Bretland er fram undan og því nóg um að vera. „Við erum meira og minna á tónleikaferðum allt árið um kring. Við verðum mjög uppteknir næsta árið, sem er frá- bært,“ segir gítarleikarinn Andre Barreu hress í bragði, en hann hermir eftir George Harrison á tónleikunum. Þetta verður í annað sinn sem sveitin kemur til Íslands því hún spilaði hér á Broadway árið 1985 fyrir tilstuðlan Björgvins Halldórsson- ar, sem þá var duglegur við að flytja erlendar hljómsveitir til landsins. Yfir þrjátíu ára ferill The Bootleg Beatles á rætur sínar að rekja til ársins 1979. Þá var settur á fjalirnar söngleikur í West End í London sem hafði áður verið sýndur í Bandaríkj- unum. Enska hljómsveit vantaði og voru Barreu og félagar hans ráðnir í starfið. Eftir að sýningin hætti aðeins þremur mánuðum síðar ákváðu þeir að stofna hljómsveit sem myndi spila Bítlalögin. „Þetta átti að vera stoppistöð á milli verkefna en hefur haldið áfram í meira en þrjátíu ár,“ segir hann og hlær. Barreu er eini upphaflegi meðlimurinn sem er enn eftir í hljómsveitinni. Tveir þeirra hættu fyrir aðeins einu og hálfu ári og í staðinn komu yngri og ferskari útgáfur af Paul McCartney og John Lennon. „Þeir eru alveg frábærir. Það er æðislegt að hafa svona góða spilara með sér.“ Vantrúin lögð á hilluna Að sögn Barreu eru góðir og vandaðir tónleikar aðalsmerki hljómsveitarinnar. „Við viljum að fólk leggi vantrú sína á hilluna í smá stund og trúi því að mögulega séu Bítlarnir sjálfir komnir upp á svið, bæði í útliti og sem hljómsveit,“ segir hann og tekur fram að þeir komi aðeins fram sem Bítlarnir á tón- leikum en ekki í sínu daglega lífi. „Á Íslandi spilum við með strengjasveit, sem verður mjög skemmti- legt. Við getum spilað lög eins og I Am the Walrus og All You Need Is Love. Það er gaman að heyra þessa tónlist á alvöru tónleikum.“ Fyrsta eftirhermubandið Hversu mörg Bítlaheiðursbönd eru til í heiminum? „Þau eru um fjórar milljónir,“ segir gítarleikarinn og hlær. „Nei, ég veit það ekki, en við erum þeir fyrstu sem komu fram á sjónarsviðið. Þegar við stofnuðum The Bootleg Beatles var augljóst að tón- list Bítlanna væri frábær og þeir væru mikilvægir í menningarlegu tilliti en núna eru þeir enn merki- legri og meira framandi en þegar við byrjuðum.“ Aðspurður hvort þeir séu bestu Bítlaeftirherm- urnar segist hann ekki geta svarað því. „Við höfum verið lengst að og höfum spilað á mörgum krefjandi tónleikum. Við höfum spilað á aðalsviðinu á Glaston- bury-hátíðinni og í Royal Albert Hall. Ef menn lifa slíkt af segir það sitthvað um gæði hljómsveitar- innar. Núna þegar þessir tveir nýju meðlimir eru komnir get ég sagt með vissu að við erum með þá bestu innan okkar raða.“ Spiluðu á þaki Apple Spurður út í minnisstæðustu tónleikana á þessum langa ferli nefnir Barreu upphitun í Knebworth fyrir Oasis og tónleika á þaki Apple-byggingarinnar þar sem Bítlarnir spiluðu á sínum síðustu tónleikum árið 1969. „Við erum eina bandið sem hefur endur- skapað það gigg almennilega,“ segir Barreu, sem er einnig virtur hljóðversleikari og spilaði meðal ann- ars gítarsólóið í lagi Robbie Williams, Angels. Fjögur tímaskeið Bítlanna Um tónleikana á Íslandi segir hann: „Þetta verða fjögur tímaskeið Bítlanna. Fyrst lög eins og Twist and Shout frá því mjög snemma á ferlinum, svo Ticket to Ride og fleiri lög og svo Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band-tíminn þar sem við spilum Strawberry Fields Forever, sem Bítlarnir spiluðu aldrei á tónleikum. Í lokin spilum við lög af Abbey Road-plötunni og ljúkum þessu svo með Hey Jude. Þarna verða nokkrar óvæntar uppákomur líka. Von- andi getur fólk gleymt sér aðeins og ímyndað sér að það sé að horfa á Bítlana.“ ÍMYNDIÐ YKKUR BÍTLANA The Bootleg Beatles spilar lög Bítlanna í Hörpunni í febrúar. Hljómsveitin hefur verið að í yfi r þrjátíu ár. Gítarleikarinn Andre Barreu lofar vönduðum tónleikum. AFTUR TIL ÍSLANDS The Bootleg Beatles spilar á Íslandi í annað sinn í febrúar næstkomandi. FERILSKRÁ THE BOOTLEG BEATLES The Bootleg Beatles spilaði eitt sinn í afmæli Daves Gilmour úr Pink Floyd og þar hitti Barreu George Harrison. „Ég vissi að hann var á gestalist- anum en ég bjóst aldrei við að hann myndi mæta. Þá sögðu þeir okkur að George væri á staðnum ásamt eiginkonu sinni. Ég ákvað að vera ekkert feiminn uppi á sviði heldur gera þetta almennilega,“ segir hann. „Ég talaði lengi við hann á eftir og hann var mjög fyndinn. Hann kynnti mig fyrir eiginkonu sinni og Patti Boyd [fyrrverandi eiginkonu Harrison]. Þetta var alvöru spjall, ekkert: „Hæ, hvernig hefurðu það og bless“, og ég gat ekki verið ánægðari með þetta allt saman.“ Barreu hitti einnig Paul McCartney þegar The Bootleg Beatles spilaði á fjörutíu ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar. „Hann er mjög sjarmerandi. Við áttum gott spjall og hann var mjög vingjarnlegur. Málið er að Bítlarnir haga sér nefnilega ekki eins og neinar ofurstjörnur.“ Hitti George Harrison og McCartney 5 sinnum á Glastonbury- hátíðinni 18 sinnum í The Royal Albert Hall 3 sinnum á Hróarskeldu Á 40 ára krýningar-afmæli Elísabetar Englandsdrottningar Í Budokan- höllinni í Japan Á Wembley- leikvanginum The Bootleg Beatles hefur spilað á yfi r tónleikum, þar á meðal: 4.000 Freyr Bjarnason freyr@frettabladid.is Hjálpræðisherinn Reykjavík Fatahjálp: Hringið 849 0036 á mánudögum milli kr 11 og 14. Aðfangadaginn kl 18:00 Jólamat og jólahátíð. Skráningu á reykjavik@herinn.is og í síma 552 0708 innan 20. desember. Þökkum öllum sem vilja leggja starfinu lið. Hægt er að leggja gjafir inn á reikning: 513-26-604761 kt: 450189-2789.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.