Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 12
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Góa og Fjarðarkaup kynna með stolti www.jolagestir.is Síðustu forvöð að tryggja sé r miða Miðasala á Miði.is og í síma 540 9800 15. desember í Höllinni PERSÓNUVERND Hagstofu Íslands var ekki heimilt að reyna að fá dóttur konu, sem lenti í úrtaki fyrir tvær rannsóknir, og vinnu- veitanda konunnar til að svara spurningum þegar ekki náðist samband við konuna, samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Kona sem kvartaði til Persónu- verndar lenti í úrtaki fyrir tvær kannanir Hagstofunnar. Annars vegar var um að ræða vinnumark- aðsrannsókn, en hins vegar rann- sókn á tækjaeign og tölvunotkun. Konan fékk bréf frá Hagstof- unni en vildi ekki taka þátt í rann- sóknunum og hunsaði því bréfin. Í kjölfarið var ítrekað reynt að ná í hana í síma. Að lokum var dóttir hennar beðin um að svara í hennar stað, auk þess sem hún var beðin um að upplýsa um vinnu- veitanda konunnar til að hægt væri að afla svara hjá honum. Persónuvernd telur að með þessu hafi Hagstofan gengið lengra en lög heimila til að afla persónuupp- lýsinga. - bj Persónuvernd segir Hagstofu Íslands hafa brotið lög með öflun upplýsinga: Kröfðu dóttur svara í könnun TÖLVUNOTKUN Þegar ekki náðist í konu í úrtaki Hagstofunnar til að spyrja hana um vinnutilhögun og tölvunotkun var dóttir hennar beðin um að svara í hennar stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFISMÁL Úrgangur sem lekið hefur í Ytri- Rangá frá kjúklingasláturhúsi á Hellu er fyrst og fremst sjónræn mengun en hefur ekki valdið skaða í lífríkinu. Ofangreint kemur fram í Drögum að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands. Eins og kunnugt er hafa veiðimenn við Ytri-Rangá einstaka sinnum orðið varir við kjúklingaúrgang fljótandi í ánni. Lax- á, leigutaki árinnar, er einmitt um þessar mundir að krefjast milljóna króna í skaðabætur eftir eitt óhappið sem varð í fyrrasumar. Fyrirtækið segist hafa orðið af miklum tekjum vegna veiðimanna sem þurft hafa frá að hverfa. Í stöðuskýrslunni segir að mælingar í október síð- astliðnum hafi sýnt litla saurkólígerlamengun við og neðan við hreinsistöð í fráveitunni á Hellu. „Þessar niðurstöður benda til að viðtakandinn, Ytri-Rangá, sé ekki undir álagi vegna gerla og lífrænna efna úr þéttbýlisfráveitu,“ segir í skýrslunni. Áfram segir að tímabundið en umtalsvert álag hafi orðið í Ytri-Rangá vegna mengunar af völdum fitu og sláturúrgangs frá sláturhúsum þegar fitu- gildrur yfirfylltust, einkum hjá kjúklingasláturhúsi Reykjagarðs. „Nokkrum sinnum á síðustu árum hefur slíkur úrgangur farið beint í ána út af þessu.“ Þá kemur fram að hreinsibúnaðurinn þarfnist úrbóta. „Þetta eru fyrst og fremst mjög neikvæð sýnileg áhrif sem skaðað geta ímynd þessarar vin- sælu veiðiár,“ segir í stöðuskýrslunni sem gerð er af Umhverfisstofnun. - gar Lítil saurgerlamengun mælist í Ytri-Rangá frá þéttbýlisfráveitunni á Hellu: Mengun skaðar aðallega ímynd RANGÁRFLÚÐIR Ytri-Rangá er mikil lindará sem fráveitan á Hellu mengar lítið en er óhöpp verða mislíkar veiðimönnum að sjá úrgang fljótandi niður ána. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR MANNRÉTTINDI Mannréttindadóm- stóll Evrópu komst að þeirri niður- stöðu að þýski bílasalinn Khaled el Masri hefði þolað bæði pyntingar og aðrar misþyrmingar af hálfu bandarísku leyniþjónustunnar CIA í Afganistan á árinu 2003. El Masri segir að sér hafi verið rænt í Makedóníu árið 2003. Þaðan hafi hann verið fluttur með leynd til Afganistans þar sem hann sætti harkalegum yfirheyrslum mán- uðum saman í fangelsi í útjaðri höfuð borgarinnar Kabúl, skammt frá alþjóðaflugvellinum þar í borg. Fangelsið var á vegum bandarísku leyniþjónustunnar og jafnan nefnt „Saltgryfjan“. Hann fullyrðir að Bandaríkja- menn hafi á endanum áttað sig á því að enginn fótur væri fyrir grun þeirra um að hann tengdist hryðjuverkastarfsemi á einhvern hátt. Þá hafi hann verið fluttur með leynd til Albaníu og látinn þar laus einn síns liðs í fjallshlíð. Mannréttindadómstóllinn segir engan marktækan vafa leika á því að frásögn hans sé sönn. Mál el Masris er eitt af fjöl- mörgum sem snúast um ólögleg mannrán bandarísku leyniþjónust- unnar, ólöglega leyniflutninga með fórnarlömb slíkra mannrána og pyntingar og misþyrmingar þeirra í fangelsum leyniþjónustunnar, allt í tengslum við baráttu Bandaríkja- stjórnar gegn hryðjuverkum. Þetta er fyrsti dómur Mann- réttindadómstólsins í slíku máli, en einungis var skoðaður hlutur Makedóníustjórnar í afdrifum el Masris. Samkvæmt úrskurðinum ber Makedónía ábyrgð á misþyrm- ingum sem el Masri sætti í Make- dóníu og eftir að hann var fluttur til Afganistans. Makedóníustjórn segist fallast á þessa niðurstöðu og hyggst greiða el Masri bæturnar. Bandaríska leyniþjónustan hefur neitað að tjá sig um dóminn. El Masri barðist árum saman fyrir því að fá mál sitt tekið fyrir hjá dómstólum í Bandaríkjun- um og í Evrópuríkjum. Árið 2010 var el Masri dæmdur í fangelsi í Þýskalandi fyrir líkamsárás á borgarstjórann í þýsku borginni Ulm. Eftir það sleit hann allt sam- band við fjölskyldu sína og lög- menn. „Ég vona að þetta gefi honum örlítið meiri trú aftur á það að jafnvel lítill maður sem flæk- ist inn í glæpi stórra ríkja geti átt möguleika á að njóta réttinda sinna,“ segir Manfred Gnjidic, lög- maður Masris. gudsteinn@frettabladid.is Fær bætur fyrir pyntingar í Kabúl Þýskum leigubílstjóra var rænt í Makedóníu árið 2003, hann fluttur til Afganistans með leynd og pyntaður þar í fangelsi bandarísku leyniþjónustunnar. Mannréttinda- dómstóll Evrópu hefur nú dæmt Makedóníustjórn til að greiða honum skaðabætur. KHALED EL MASRI Hann barðist árum saman fyrir því að mál hans yrði tekið fyrir hjá dómstólum í Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. NORDICPHOTOS/AFP ÞRÓUNARSAMVINNA Fimm íslenskir sérfræðingar starfa nú í Mið-Austurlöndum hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem veita Palestínumönnum aðstoð. Meðal þeirra verkefna sem unnið er að er aðstoð vegna við- búnaðar vegna jarðskjálfta. Þá er hjúkrunarfræðingur við störf á Gasasvæðinu með UNICEF og þrír Íslendingar hafa starfað á skrifstofum Flóttamannahjálp- arinnar fyrir Palestínumenn; í Amman, Beirút og Jerúsalem. - þj Íslenskir sérfræðingar: Fimm aðstoða vegna Palestínu EVRÓPUSAMBANDIÐ Innflytjend- ur í Evrópusambandsríkjunum 27 sendu rúma 39 milljarða evra til föðurlands síns í fyrra. Það eru rúmlega 6.300 milljarðar íslenskra króna, og er tveimur prósentum meira en í fyrra. Stærstur hluti þessarar upp- hæðar, eða 28,5 milljarðar evra, er sendur úr Evrópusambandsríki til ríkja sem eru utan sambandsins. Fjórðungur peninganna er sendur frá Frakklandi. Nærri 20% eru send frá bæði Ítalíu og Spáni. - þeb Háar upphæðir heim: Senda milljarða úr ESB-ríkjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.