Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 88
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SPORT | 68 Birgir Leifur Hafþórsson stóð í ströngu í haust þegar hann keppti á úrtökumótum fyrir evrópsku og bandarísku mótaröðina. Birg- ir náði ekki að komast inn á loka- úrtökumótin en þrátt fyrir mót- lætið ætlar atvinnukylfingurinn úr GKG að leggja allt í sölurnar fyrir árið 2013. „Ætli „sjómannslífið“ verði ekki niðurstaðan ef planið gengur upp. Ég verð með búsetu hér á Íslandi á milli keppnis- og æfingatarna. Markmiðið er að spila og keppa meira í vetur en ég hef gert áður. Það eru mótaraðir í Bandaríkjun um sem eru valkostur og einnigúr- tökumót fyrir kanadísku móta- röðina sem fram fer í apríl,“ sagði Birgir, sem er 36 ára gamall og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnis- rétt á Evrópumótaröðinni. Birgir telur meiri líkur á því að hann reyni fyrir sér í Bandaríkjun- um en Evrópu. „PGA-mótaröðin er að breyta kerfinu hjá sér varðandi hvernig kylfingar fá keppnisrétt á stærstu mótaröð heims. Þeir hafa keypt litlar mótaraðir sem eiga að vera stökkpallur inn á stóra sviðið. Þar geta kylfingar sýnt hvað í þeim býr yfir lengri tíma. Markmiðið er að fara í golftarnir í 2-3 vikur í einu og koma til Íslands þess á milli,“ sagði Birgir, sem ætlar sér að koma sterkur til leiks næsta sumar þegar keppni í Evrópu hefst að nýju. „Ég verð með svipaða stöðu hvað varðar áskorendamótaröðina, og þar fæ ég kannski 5-8 mót, en sú törn byrjar ekki fyrr en í maí. Það væri stórkostlegt ef ég gæti tekið gott tímabil í vetur við bestu aðstæður.“ Besti árangur Birgis sl. sumar var 5. sæti á móti sem fram fór í Danmörku í ágúst og í maí í fyrra var Birgir nálægt sigri á móti sem fram fór á Ítalíu, en þar endaði hann í þriðja sæti. „Ég finn það að ég er á réttri leið. Miðað við hve fá tæki- færi ég hef fengið finnst mér þetta hafa gengið ágætlega og allt er á réttri leið. Getan er til staðar en ég þarf að komast á fleiri mót til þess að ná að bæta mig enn frekar og nálgast þá allra bestu.“ „Ég hef í raun ekki átt heilt tíma- bil frá árinu 2007. Ég hef verið hér á Íslandi fyrir vetrartímann og það eru ekki margir atvinnukylf- ingar sem eru að slá í net og vippa í inniaðstöðu. Í raun trúa kollegar mínir því ekki að við séum að reyna að gera þetta með þessum hætti á Íslandi. Ég vona svo sannarlega að þessi áætlun hjá mér gangi upp – og ég væri aldrei sáttur ef ég myndi ekki nýta tækifærið á meðan ég hef enn brennandi metnað til að kom- ast alla leið á stóru mótaraðirnar,“ sagði Birgir. Leggur ekki árar í bát Sjómannslíf mun einkenna líf Birgis Leifs Hafþórssonar sem stefnir á að leika í Bandaríkjunum í vetur. „Það virðist vera eitthvað í fasi mínu og leikstíl sem fólki finnst ekki samræmast þeim hugmyndum sem það gerir sér um elskhugann. Ég teikna persónurnar dálítið skýrum dráttum og kannski er það þess vegna sem hlutverk illmennanna verða frekar á vegi manns,“ segir Björn Thors. Tímarnir breytast og molarnir með, en ást Íslendinga á Mackintosh deyr aldrei. Hvort sem þú spyrð prest, femínista, þingmann eða kennara; þá eiga allir sinn uppáhaldsmola. Toffí, tvíreykt og tannlausir afar Ekki nógu mikill elskhugi Örn Úlfar Sævarsson líkir slaufumanninum við Indiana Jones en Jakob Hrafnsson segir bindismanninn töffara inn að beini. Bindi eða slaufa? Gítarleikarinn Friðrik Karlsson er fluttur heim til Íslands eftir sextán ára dvöl í London. Hann hefur komið sér fyrir í Garðabænum með fjölskyldu sinni. Fluttur í Garðabæ eftir sextán ár í London Ómar Smári Ármannsson, lögreglu- maður, fornleifafræðingur og áhugamaður um náttúru og menjar á Reykjanesi, segir mannvistarleifar við Grindavík mögulega eldri en talið er. Gengu fram á óþekktar minjar Helgarblað Fréttablaðsins Meðal efnis núna um helgina Helgarblað Fréttablaðsins, ómissandi hluti af góðri helgi 20 12 20 11 20 09 20 08 20 07 20 06 20 05 20 04 20 03 20 02 20 01 20 00 19 99 19 98 15 10 5 0 3 666 15 3 9 17 2 8 5 21111 33 8 18 17 ■ Fjöldi móta í Evrópumótaröðinni ■ Fjöldi móta í Áskorendamótaröðinni 000 Staða á peningalista í Evrópumótaröðinni 000 Staða á peningalista í Áskorendamótaröðinni - 128 234 - 284 - 184 - 330 88 - 85 - - - - - 141 255 102 - 144 - - - - 298 104 Skýringar: Fjöldi móta Birgis Leifs Staða Birgis Lefis á peningalistum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.