Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 90
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SPORT | 70 Mamma og pabbi voru á leiknum og þau sögðust aldrei nokkurn tímann hafa séð kvenna- körfubolta á svo háu stigi. Helena Sverrisdóttir, leikmaður Euroleague-liðsins Good Angels Kosice KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir spilaði tæpar átján mínútur í tíu stiga sigri Good Angels Kosice á rússneska liðinu Nadezhda Oren- burg í Evrópudeildinni á mið- vikudagskvöld. Tækifæri Helenu framan af tímabili voru af skorn- um skammti en nú virðist vera að birta til. „Þetta er loksins að gerast hægt og rólega. Þjálfarinn er að treysta mér betur og ég fæ fleiri mínútur sem er ágætt,“ sagði Hel- ena og var sátt með framlag sitt í leiknum. „Mér fannst ég standa mig mjög vel. Ég tók reyndar bara eitt skot en spilaði fína vörn og tók sjö fráköst sem er jákvætt. Að fá átján mínútur í svona hörkuleik er mjög gott. Mamma og pabbi voru á leiknum og þau sögðust aldrei nokkurn tímann hafa séð kvennakörfubolta á svo háu stigi,“ sagði Helena. Hafnar- fjarðarmærin 24 ára hefur notið félagsskapar foreldranna síðustu tíu daga. „Þau fóru reyndar heim í morg- un en það er búið að vera mjög ljúft að hafa þau,“ segir Helena. Ósigrandi á heimavelli Helena og félagar standa vel að vígi í riðli sínum í Evrópudeild- inni eftir sjö leiki. „Það eru fjögur lið sem eru mjög jöfn. Í þessi keppni er mjög erfitt að vinna á útivelli. Við höfum enn ekki tapað heima sem er mjög mikilvægt,“ segir Helena og kann greinilega vel við sig á heimavelli. „Í gær var frábær stemning. Húsið var nánast fullt og fólk syngjandi og klappandi allan leik- inn. Ég held að allur stuðningur- inn sé stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki tapað þarna í vetur,“ segir Helena. „Jafnvel þótt við byrjum illa eða eigum slæma kafla þá líður okkur vel vitandi að þetta er okkar staður. Við komum alltaf til baka og það er mjög gaman að spila hérna,“ segir Helena. Aldrei áður þurft að sitja á bekknum Helena viðurkennir að lífið í Kosice hafi verið erfitt framan af tímabili. „Algjörlega. Mér leið ekkert vel. Á þessu stigi er körfubolti það eina sem maður gerir og það eina sem maður hugsar um. Þegar það gengur illa og þjálfar- inn trúir ekki á þig eða annað er þetta mjög erfitt. Þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem ég hef þurft að sitja á bekknum í 35 mínútur í leik svo þetta var mjög erfitt,“ segir Helena sem naut góðs af stuðningi foreldranna og vin- kvenna í liðinu. „Mamma og pabbi töluðu við mig á hverjum degi og voru dug- leg að hvetja mig áfram. Sömu- leiðis vinkonur mínar úr liðinu því þeim fannst líkt og mér að ég ætti að spila meira. Ég hélt áfram að gera mitt besta á æfingum og þegar tækifærið kom var ég til- búin,“ segir Helena en brotthvarf bandarísks leikmanns í byrjun nóvember opnaði dyr fyrir Helenu. „Það var mikið drama í kring- um hana og hún var látin fara. Þá loksins fékk ég stærra hlutverk. Mér tókst að standa mig og síðan þá hefur þetta verið á uppleið. Þjálfarinn var ekki að nota mig mikið en svo fékk ég tækifærið og sýndi honum að ég ætti að fá að spila meira.“ Æft skotin aukalega Skotnýting Helenu í Evrópudeild- inni fyrir utan þriggja stiga lín- una hefur vakið athygli. Eina skot Helenu í leiknum á miðviku- dagskvöldið rataði ofan í en hún er með 50 prósent nýtingu sem verður að teljast afar gott. Hel- ena segir að það hafi tekið tíma að venjast því hve miklu utar þriggja stiga línan sé í Evrópu- boltanum en í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. „Það var mikil breyting og ég vissi að ég þyrfti að bæta skotin. Ég var ekki að skjóta vel á undir- búningstímabilinu og fyrstu leikj- unum í deildinni svo ég fór að taka þrjár til fjórar skotæfingar aukalega í viku,“ segir Helena og æfingarnar hafa skilað sér. „Ég hef fundið það að ég er að skjóta miklu betur í leikjum þegar ég er að skjóta aukalega svo ég mun halda því áfram.“ Við erum öll frá sama landinu Helena fór mikinn með íslenska landsliðinu í körfubolta á Norður- landamótinu og var valin í úrvals- lið keppninnar. Liðið lenti í þriðja sæti en óséð er hvert næsta verk- efni liðsins verður. Karlalandsliðið í körfubolta leikur í Evrópukeppni á næsta ári líkt og í ár en kvenna- lið verður ekki sent til keppni. „Að sjálfsögðu er þetta leiðin- legt,“ segir Helena en tekur fram að hún sé mjög ánægð fyrir hönd karlaliðsins. „Það er leiðinlegt að sjá fót- boltalandsliðið og handbolta- landsliðið spila leiki. Við vorum vissulega með á Norðurlanda- mótinu en þar á undan spiluðum við ekki landsleik í tvö ár. Manni finnst þetta frekar ósanngjarnt enda erum við öll frá sama land- inu. Við erum í einni af stóru íþróttagreinunum þremur. Af hverju getum við ekki líka tekið þátt?“ segir Helena. Hún ber þá von í brjósti að körfuknattleiks- sambandinu takist að finna fjár- magn til þess að senda landslið- ið til þátttöku á Evrópumótinu að ári. kolbeinntumi@365.is Aldrei áður þurft að sitja á bekknum Helena Sverrisdóttir er farin að spila stærra hlutverk hjá liði sínu Good Angels Kosice í Slóvakíu eft ir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili. Helena er ein af bestu þriggja stiga skyttunum í Europleague eft ir fyrstu sjö umferðirnar og liðið er í mjög góðri stöðu. Á ÖÐRU TÍMABILI Í SLÓVAKÍU Helena Sverrisdóttir varð tvöfaldur meistari með Good Angels Kosice í fyrra en hún hefur leikið fyrstu tvö ár sín í atvinnumennsku með slóvakíska liðinu. MYND/GOOD ANGELS KOSICE Bestu þriggja stiga skyttur í Euroleague 1. Macchi, Famila Schio (7 af 13) 53,8 prósent 2. Aguilar, Sparta&K M.R. Vidnoje (11/22) 50,0 prósent 3. Helena Sverrisdóttir Good Angels (10/20) 50,0 prósent 4. Bjelica, Municipal Targoviste (5/10) 50,0 prósent 5. Augustus, Sparta&K M.R. Vidnoje (5/10) 50,0 prósent 6. Sharp, USO Mondeville (9/19 ) 47,4 prósent 7. Masciadri, Famila Schio (8/17) 47,1 prósent 8. Quigley, Good Angels Kosice (16/35) 45,7 prósent 9. Malashenko, Arras (9/20) 45,0 prósent 10. Marginean, Municipal Targoviste (12/27) 44,4 prósent HANDBOLTI Alexander Petersson hefur tilkynnt Handboltasam- bandi Íslands að hann verði ekki með landsliðinu á HM í hand- bolta á Spáni í næsta mánuði því þessi lykilmaður landsins segist þurfa á hvíld að halda eftir þrá- láta baráttu við axlarmeiðsli. Þetta kom fyrst fram í kvöld- fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Alexander Petersson er leik- maður Rhein Neckar Löwen og spilar þar undir stjórn Guðmund- ar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem þurfti oft að berjast fyrir því að Alexander spilaði fyrir íslenska landsliðið á undanförnum árum. Alexander hefur verið að glíma við axlar- meiðsli síðustu ár en hefur samt getað verið með í öllum helstu verkefnum íslenska landsliðsins á þeim tíma. Alexander tilkynnti HSÍ fyrir nokkrum dögum að hann þyrfti á hvíld að halda vegna þessara þrálátu axlarmeiðsla. Alexand- er vill ekki fara í aðgerð heldur hvíla öxlina en hann hefur ekk- ert getað æft upp á síðkastið eftir að hafa leikið stórkostlega með Löwen-liðinu á þessu tímabili. „Alex er slæmur í öxlinni og getur ekkert skotið á markið. Hann spilaði eitthvað í síðasta leik en skaut ekkert á markið. Við verðum bara að bíða og sjá hvað setur. Þetta er mjög erfið staða, bæði fyrir hann og landsliðið. Hann var frá í tvo mánuði síðast þegar þessi staða kom upp en þá mætti hann í landsliðsverkefnið og saup seyðið af því,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. Alexander hefur verið í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu síðustu ár bæði í sókn og vörn. Aðeins Guðjón Valur Sigurðs- son hefur skorað fleiri mörk á undanförnum fimm stórmótum íslenska landsliðsins og mikil- vægi Alexanders í vörninni verð- ur seint metið til fulls enda þar oft margra manna maki. Fari svo að Alexander verði ekki með á Spáni þá er hann þriðji byrjunarliðsmaður lands- liðsins sem heltist úr lestinni eftir Ólympíuleikana í London. Ólafur Stefánsson lagði lands- liðsskóna á hilluna og Arnór Atl- ason varð fyrir því óláni að slíta hásin. Tveir af þessum mönnum eru örvhentir og þá er Rúnar Kárason enn meiddur. Íslenska landsliðið vantar því nauðsynlega hjálp á hægri vængnum þar sem íslenska liðið hefur verið með tvo heimsklassaleikmenn undanfarin ár. „Ég hef einhverjar hugmynd- ir um hverjir gætu leyst hann af ef það fer svo að hann spili ekki. Það er jafnvel til í dæminu að spila með rétthentan mann hægra megin,“ sagði Aron. - óój, bg Alexander Petersson ekki með á HM á Spáni? Íslenska landsliðið í handbolta er væntanlega að missa þriðja byrjunarliðsmanninn sinn fyrir heimsmeistaramótið í næsta mánuði. 4,7 MÖRK Í LEIK Alexander Petersson skoraði 28 mörk í 6 leikjum á Ólympíuleiku- num í London. NORDICPHOTOS/GETTY Flest mörk á síðustu stórmótum 1. GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON 214 2. ALEXANDER PETERSSON 154 3. ARNÓR ATLASON 121 4. SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON 119 5. ÓLAFUR STEFÁNSSON 107 5. RÓBERT GUNNARSSON 107 7. ARON PÁLMARSSON 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.