Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 24
14. desember 2012 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Það er niðurdrepandi fyrir fólk að horfa upp á lán sín hækka mánuð eftir mánuð þrátt fyrir að standa samviskusamlega við afborganir sínar hver mánaðamót. Þau úrræði sem skuldugum heimilum hafa boðist frá hruni eru bara frestun á vand- anum eins og frysting lána. Það er verið að lengja í ólinni fyrir marga í samfélaginu. Það er engin lausn að frysta lán ef höfuð- stóllinn hækkar um hver mánaðamót. Framsóknarmenn leggja áherslu á mál- efni skuldugra heimila. Við höfum lagt fram mál sem tekur á afnámi verðtrygg- ingar í þrepum og hvernig við getum nýtt skattkerfið til að skapa hvata svo að fólk geti lækkað höfuðstólinn af stökkbreyttum, verðtryggðum lánum sínum. Við höfum fundið fyrir jákvæðni frá þingmönnum annarra flokka í garð tillaga Framsókn- ar um málefni heimilanna, þrátt fyrir aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Bjartari tímar Vonandi getum við náð samstöðu á Alþingi um að koma þeim í framkvæmd hið fyrsta eftir kosningar. Þá eigum við bjartari tíma fyrir höndum og við eru sannfærð um að þeir eru fyrir höndum, en þá þurfum við líka að fara að taka okkur til og nýta þau tækifæri sem eru fyrir hendi í samfé- laginu. Það er því spurning til kjósenda í vor hvort hugmyndir Framsóknar um 4% þak á verðtryggingu sem byrjun á afnámi verð- tryggingar og notkun skattkerfisins sem hvata geti leitt til þess að við náum meiri sátt fyrir það fólk sem hefur orðið algjör- lega útundan í lausn á vanda skuldugra heimila eftir efnahagshrunið 2008. Eins og fram hefur komið oft hefur störfum á Íslandi fækkað á undangengnum árum. Fólk er að hverfa af vinnumarkaðn- um, fólk er að fara af atvinnuleysisbótum yfir á sveitarfélögin í landinu og það er líka að hverfa úr landi. Staðreyndin er sú að við erum einung- is 320 þúsund manna þjóð en höfum allar þessar auðlindir. Við erum með fiskinn, olíuna, orkuna, náttúruna og mannauðinn, mjög vel menntað fólk. Það á ekki að vera gríðarlega flókið mál að reka samfélag þar sem búa 320 þúsund manns með allar þessar auðlindir. Við erum gríðarlega rík þjóð og nú er svo komið að við þurfum að einhenda okkur í það verkefni að nýta þau tækifæri sem blasa við okkur, á sem flest- um stöðum. Við þurfum öll að hafa atvinnu og geta séð fyrir okkur. Hækkun lána óbreytanlegt ástand? FJÁRMÁL Birkir Jón Jónsson Vigdís Hauksdóttir þingmenn Fram- sóknar ➜ Það á ekki að vera gríðarlega fl ókið mál að reka samfélag þar sem búa 320 þúsund manns með allar þessar auðlindir. V iðskiptaráð Íslands hefur gefið út merkilega skýrslu, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar eru birtar upplýsingar og útreikningar sem benda eindregið til að stjórnmálamenn skorti með öllu heildarsýn á kerfi neyzluskatta hér á landi. Kerfið er óhemjuflókið, dýrt og fjandsamlegt neyt- endum. Þannig eru tvö virðisaukaskattþrep og 364 tollflokkar. Hlutfall hærra þreps virðisaukaskattsins er með því hæsta sem þekkist en hins vegar eru líka ýmsar vörur og þjónusta sem bera engan virðisaukaskatt. Tollarnir eru hér um bil þrefalt hærri en að meðaltali í hinum norrænu ríkjunum og Bretlandi. Vörugjöld hafa víðast í nágrannalöndunum verið lögð af en hér á landi eru þau há, tilviljanakennd og mismuna vöruflokkum án þess að nokkur maður virðist vita hvernig sú mismunun var hugsuð. Viðskiptaráð bendir á svokallað velferðartap vegna hárra tolla og vörugjalda. Það felst í því að vegna hás vöruverðs, sem álögurnar ýta undir, kaupa færri en ella viðkomandi vöru og verða þar af leiðandi af því notagildi sem hún býður upp á. Þetta þýðir jafnframt að skattstofn ríkisins minnkar og viðkomandi vara skilar minna í ríkiskassann en hún gæti gert ef skattlagningin væri hóflegri og fleiri keyptu hana. VÍ tekur sem dæmi ýmis heimilis- og raftæki, sem bera oft 7,5% toll, 20-25% vörugjald og svo 25,5% virðisaukaskatt, sem þýðir að heildarskatturinn nemur 62-69%. Útreikningar ráðsins benda til að skattheimta ríkisins afli um fimm milljarða króna af þessum vöruflokki en um 11 milljarðar tapist. Með öðrum orðum „orsaka tollar og vörugjöld svo háa skattlagningu að þau eyðileggja meiri verðmæti en þau afla“. Viðskiptaráð leggur til að tollar og vörugjöld sem ekki er ætlað að draga úr samfélagslegum kostnaði af viðkomandi vöru (eins og á áfengi, tóbak og eldsneyti) verði einfaldlega afnumin. Jafn- framt verði undanþágur frá greiðslu virðisaukaskatts afnumdar á einhverju tímabili og skatthlutfallið bæði samræmt og lækkað. VÍ reiknar út að jafnvel þótt almennt þrep virðisaukaskatts yrði 20% myndu þessar breytingar þýða að ríkissjóður kæmi út á sléttu. Þær myndu jafnframt stuðla að því að opna hagkerfið fyrir alþjóðavið- skiptum, bæta kjör neytenda og efla samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja. VÍ svarar þeirri röksemd, sem oft er sett fram gegn samræm- ingu virðisaukaskattsþrepanna, að það að hafa mat og aðrar lífs- nauðsynjar í lægra þrepi, sé tekjulágum fjölskyldum í hag. Ráðið vitnar til kannana hér á landi sem sýna að tekjulágir verja álíka háu hlutfalli tekna sinna í mat og tekjuháir. „Þvert á móti gefur lægri skattlagning matvæla þeim efnameiri meiri skattaafslátt í krónum talið, þar sem sá hópur eyðir hærri upphæðum í matvörur,“ segir í skýrslunni. Þar er jafnframt sett fram það skynsamlega sjónarmið að sé vilji til þess að styðja ákveðna hópa, til dæmis tekjulága eða landsbyggðina, sé nær að gera það með gegnsæjum hætti í gegnum fjárframlög frá skattgreiðendum en með því að fela stuðninginn með fikti í skattkerfinu. Það er full ástæða til þess fyrir stjórnmálamenn að hætta að reyna að kroppa krónur af neytendum með tollum, gjöldum og sköttum hér og þar og horfa þess í stað á heildarmyndina; hvernig hægt sé að búa til heilbrigðan tekjustraum með einfaldri og sann- gjarnri skattlagningu. Tillögur Viðskiptaráðs eru að minnsta kosti vel þess virði að þær séu skoðaðar í alvöru. Brotakennd sýn á kerfi neyzluskatta: Tapið af tollunum Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is „Fremstur norrænna sakamálahöfunda.“ THE TIMES Fjárlög og jarðgöng Fáir á Alþingi eru orðheppnari en utanríkisráðherra, Össur Skarphéð- insson. Hann fór í ræðustól í gær í umræðum um störf þingsins. Næst á undan honum hafði Illugi Gunn- arsson verið að ræða um rannsóknir á göngum undir Vaðlaheiði. Hann var ósáttur við að framkvæmdin væri borguð alfarið af ríkinu en kölluð einkaframkvæmd og varaði við því að sama leið væri fyrirhuguð varðandi Landspítalann. Hann vonaðist síðan til þess að ræða þessi mál í umræðu um fjárlög. Össur vék að þessu: „Fjárlög koma og fara og það sama gildir um jarðgöng …“ Sjálfur vildi hann frekar ræða Þingvallavatn. Þunglyndisvaki Raunar gaf Össur kollegum sínum á þingi ekki háa einkunn varðandi umræðuhefðina: „Ég verð að segja fyrir okkur ráðherra sem sitjum hér á bekkjunum og hlustum á þingmenn undir þessum lið, jafnvel þá okkar sem eru fæddir bjartsýnir og vilja ekkert nema láta gott af sér leiða, að við getum hneigst til þunglyndis við að sitja of lengi undir þessum ræðum.“ Verkfall væntanlegt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var þungorður í garð stjórnvalda í gær. Ríkisstjórn- in hefði ekki staðið við gerða kjarasamn- inga og á meðan svo væri hefði Alþýðusambandið ekkert að ræða við stjórnvöld. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ASÍ-forystan talar á þessum nótum. Raunar hefur stundum gengið á með brigslum ASÍ og ríkisstjórnarinnar þar sem hvor aðilinn ásakar hinn. Ef ríkisstjórnin fer nú ekki að vilja ASÍ, þá á forysta þess engan annan kost í stöðunni en að líta á samningana sem dauða og ómerka og boða til verkfalls. Annars hættir fólk að hlusta þegar hótanirnar koma. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.