Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 68
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 48MENNING BÆKUR ★★★ ★★ Bjarna-Dísa Kristín Steinsdóttir VAKA HELGAFELL 2012 Margir kannast við söguna af Bjarna-Dísu úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Dísa var til í raun og veru, hét Þórdís Þorgeirsdóttir og var í vist á Eskifirði þegar hún hélt í sína feigðarför árið 1797. Kristín Steinsdóttir segist styðjast að hluta við æviferil hennar, en annað í þess- ari bók sé skáldskapur. Dísa fylgdi Bjarna bróður sínum frá Eskifirði til Seyðisfjarðar um hávetur. Skall á vonskuveður og Bjarni gróf systur sína í fönn áður en hann fór að leita hjálpar. Þorvald- ur hét draughrætt hörkutól sem fór með Bjarna að sækja Dísu þegar veðrinu slotaði en neðanmáls við þjóðsöguna segir stutt og laggott: „Mun Dísa hafa verið drukkin og lifað, en Þorvaldur gert út af við hana í hjátrúaræði.“ Vitaskuld segir sagan að Dísa hafi gengið aftur og ásótt fólk, einkum Bjarna, bróður sinn. Saga Kristínar greinir frá för systkinanna í smáatriðum, en meðan á henni stendur rifjar Dísa upp ýmislegt úr ævi sinni og for- eldra sinna. Þar er mest áhersla lögð á fátækt og basl fólksins, en ógeðsleg saga íslenskra niðursetn- inga er í bakgrunni Bjarna-Dísu. Líka er því vel lýst hvernig hjátrú- in gegnsýrði allt á þeim tíma sem fjallað er um. Allar persónur sög- unnar (Dísa hreint ekki undanskil- in) virðast bókstaflega sjá drauga í hverju horni. Dísa Kristínar er töluvert frá- brugðin Dísu þjóðsögunnar, en í síðarnefndu sögunni er henni lýst á fremur neikvæðan hátt. Hún er sögð „svarri í geði“ en í útgáfu Kristín- ar er hún „hörkudugleg“. Þjóðsag- an segir líka að hún hafi haldið sér mikið til í klæðaburði og apað ýmis- legt upp eftir dönsku kvenfólki – og það liggur í orðunum að þannig mátti fátækt íslenskt kvenfólk ekki hegða sér. Dísa þessarar bókar er lífsglöð og ákveðin og neitar að sumu leyti að sætta sig við stöðu sína. Löngunin til að klæðast fal- legum fötum er birtingarmynd þess að vilja öðlast mannlega reisn sem fátæklingum var ekki ætluð. Höfundur setur sig inn í hugar- heim Dísu og Bjarna og ljáir þeim röddina sem þau hafa ekki í þjóð- sögunni. Einnig er sagt frá aðstæð- um foreldra þeirra; erfiðleikum sem flestir hafa lesið um í margri mis- þykkri bók. Ótrúlegri fátækt, basli og stöðugu hungri. Því að missa heimili sitt, missa börnin sín og þurfa að senda önnur í fóstur. Þetta vinnur Kristín á sannfærandi máta og af mikilli samúð með persónum sínum. Henni er þó kannski full- mikið í mun að taka upp hanskann fyrir Dísu og það örlar stundum á væmni þegar þrásinnis er hamrað á því sem án mikillar fyrirhafnar er hægt að lesa út úr þjóðsögunni sjálfri: Dísa var venjuleg stúlka sem átti sínar langanir og þrár en lenti í vondum aðstæðum og hlaut hrylli- leg örlög. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir NIÐURSTAÐA: Bjarna-Dísa er fallega skrifuð og af samúð með fólki í erfiðum aðstæðum. Á köflum rennur þó samúðin út í væmni. Hanskinn hennar Dísu „Lilja er, við hlið Passíusálma Hall- gríms Péturssonar og Sólarljóða, rómaðasta helgikvæði Íslendinga og í raun allra Norðurlanda, enda er frægt orðtakið „allir vildu Lilju kveðið hafa“,“ segir Sveinn Einars- son, leikstjóri og höfuðpaur Banda- manna, sem leiklesa Lilju í Dóm- kirkjunni síðdegis á sunnudaginn. Lilja er ort um miðbik 14. aldar, annaðhvort í Þykkvabæjarklaustri eða í klaustrinu í Helgisetri, í ánni Nið í Þrándheimi, að sögn Sveins. „Fræðimenn eru nokkuð sam- mála um að ljóðið sé verk Eysteins munks Ásgrímssonar, sem einmitt dvaldi langdvölum á báðum þess- um stöðum,“ segir hann. „Kvæð- ið er 100 erindi, samið með hryn- hendum hætti sem drápa með inngangi, stefjabálki og lokakafla. Í ljóðinu segir frá tilkomu Adams og Evu, fæðingu og píslarsögu Krists og loks er mikil og fræg lofgerð um Maríu mey. Öllu feg- urri skáldskapur mun varla til á Norður löndum frá þessum tíma og hann er á máli sem Íslending- um í dag er mjög auðskiljanlegt og aðgengilegt.“ Leikflokkurinn Bandamenn hefur verið hluti af menningar- sögu Íslands í tuttugu ár en er að leggja niður starf sitt, að Lilju les- inni. Sveinn rekur sögu flokks- ins til vorsins 1992, er Norrænu leiklistardagarnir voru haldnir í Reykjavík á sama tíma og Listahá- tíð stóð yfir. „Forstjóri Norræna hússins, Lars-Åke Engblom, vildi að húsið tæki þátt í þessum leik- listardögum og fékk mig til liðs við sig. Ég hóaði svo saman þessum hópi og fyrsta sýningin var leik- gerð af Bandamannasögu,“ rifj- ar hann upp. „Næst kom Amlóða saga, þar sem leitað var í heimildir sem voru allt að 400 árum eldri en Hamlet Shakespeares, frumflutn- ingurinn fór fram á Helsingjaeyri og síðan var sýnt í Kaupmanna- höfn. Þriðja sýningin var svo edda. ris sem frumsýnd var í Þjóðleik- húsinu, efnið var sótt í Eddukvæð- ið Skírnismál,“ segir Sveinn, sem sá um skriftirnar. Hann segir Bandamönnum hafa verið boðið að sýna erlendis strax eftir frumsýninguna og næstu níu árin hafi þeir flakkað víða um heim og sýnt á yfir tuttugu listahá- tíðum og menningarsamkomum í þremur heimsálfum. „Meðal ann- ars var okkur boðið að vera í Leik- húsi þjóðanna, sem telst einn mesti heiður í leiklistarheiminum.“ Upp úr þúsaldamótunum dofn- aði yfir starfi Bandamanna og segir Sveinn ekki lengur forsendur fyrir því. Þess vegna kveðji hóp- urinn nú með formlegum hætti. „Það eru örlög margra lítilla leik- flokka að fjara út vegna fjárleys- is. Stefán Sturla er erlendis og sá eini úr hópnum sem ekki hefur tök á að taka þátt í þessari formlegu kveðjuathöfn sem verður eftir lest- urinn á Lilju.“ Sveinn tekur fram að aðgangur að dagskránni í Dóm- kirkjunni sé ókeypis og öllum heimill. gun@frettabladid.is Eitt rómaðasta helgikvæði Íslendinga Leikfl okkurinn Bandamenn fl ytur Lilju eft ir Eystein Ásgrímsson í Dómkirkjunni næsta sunnudag klukkan 17. Ljóðið fj allar um efni Biblíunnar og þótt það sé frá 14. öld segir Sveinn Einarsson leikstjóri það auðskiljanlegt og aðgengilegt í dag. BANDAMENN 1997 Hópurinn á leiklistarhátíð í Helsinki 1997. Á ÆFINGU HEIMA HJÁ SVEINI Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Borgar Garðarsson, Sveinn Einars- son, Felix Bergsson, Ólafur Örn Thoroddsen tæknimaður, Guðni Franzson og Jakob Þór Einarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aðventuhátíð leikbrúðusam- bandsins í Þjóðmenningarhúsinu hefst á sunnudag klukkan 14.30 með því að Bernd Ogrodnik brúðuleikari sýnir Pönnukökuna hennar Grýlu, jólasögu sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu sem flestir kannast við. Hann nýtur aðstoðar leikbrúða sem unnar eru úr tré, lifandi tónlist- ar og virkrar þátttöku áhorf- enda. Sagan segir frá hugvitsamri pönnuköku sem nær að flýja steikarpönnu Grýlu og ferðast alla leið í arma Jesú litla og for- eldra hans sem dvelja svöng í fjárhúsi í Betlehem. En á vegi hennar verða margir sem vilja sinn skerf af kökunni. Börn og fullorðnir syngja síðan og dansa í kringum jólatré við harmóníkuundirleik Reynis Jónassonar og jólasveinn mætir til að skemmta sér með börn- unum. Börnin á aðventuhátíðinni munu læra að syngja saman palestínskan barnasöng og fá óvæntan jólaglaðning með sér heim. Ekki verður innheimtur aðgangseyrir að skemmtuninni en frjáls framlög hátíðargesta renna óskipt til barnastarfs geð- hjálparsamtakanna í Gasa. - gun Pönnukaka á fl ótta og jólaball Boðið verður upp á Brúðuleikhús og ball eru atriði á aðventuhátíð UNIMA. KOMIN TIL BETLEHEM Falleg jólasaga verður sögð með leik- brúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.