Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 36
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 36 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er frumkvöðull á Íslandi í vöktun loftgæða. Heilbrigðiseftirlitið vaktar loftgæði og sér m.a. um að vinna úr gögnum, greina upptök, senda út tilkynningar og að grípa til mótvægisaðgerða, s.s. rykbind- ingar á götum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í umboði heil- brigðisnefndar Reykjavíkur og er óháð stjórnsýslustofnun. Saga vöktunar Reykjavíkurborg hóf að vakta loft- gæði árið 1990. Fjórar mæli stöðvar eru í Reykjavík sem mæla loft- gæði, þrjár fastar og ein færanleg, en nokkrir aðilar koma að rekstri. Í mælistöðvunum fara m.a. fram mælingar á köfnunarefnis díoxíði sem kemur frá útblæstri bíla, svifryki (PM10) sem verður m.a. til vegna nagladekkja notkunar og brennisteinsvetnis frá háhita- svæðum í nágrenni borgarinnar. Með söfnun upplýsinga um loft- gæði er hægt að meta hvort þurfi að bregðast við og til hvaða mót- vægisaðgerða eigi að grípa. Niður- stöður mælinga nýtast einnig fyrir skipulagningu svæða og í faralds- fræðilegar rannsóknir. Stuðst er við heilsuverndar- mörk sem koma fram í tilskip- unum Evrópusambandsins um loftgæði sem teknar eru upp í íslenskri löggjöf. Engin sam- ræmd evrópsk viðmið eru til fyrir styrk brennisteins vetnis, en árið 2010 var gefin út reglugerð fyrir brennisteinsvetni í lofti. Uppruni mengunar Í Reykjavík er uppspretta meng- unar fyrst og fremst vegna sam- gangna, en svifryksmengun verður einnig vegna sandstorma, t.d. frá Landeyjasandi og ösku fjúks frá öskufallssvæðum og jafnvel getur mengun borist frá út löndum. Þá getur brennisteinsvetni aukist í andrúmslofti í Reykjavík vegna virkjunar á háhitasvæðum í nágrenni borgarinnar. Rannsókn frá árinu 2002 á sam- setningu svifryks (PM10) í Reykja- vík að vetrarlagi sýndi að malbik var u.þ.b. 55% af heildarsamsetn- ingu svifryks. Reykjavíkurborg hefur á liðnum árum staðið fyrir árangursríkri auglýsingaherferð gegn nagladekkjum, en þeim hefur fækkað frá árinu 2004 úr 67% í 36% í mars 2012. Nagladekk eru talin helsta ástæða slits á malbiki og þá um leið aukinna agna í lofti. Loftgæði í Reykjavík eru almennt góð og ekki síst ef horft er til annarra höfuðborga, t.d á Norðurlöndunum. Í nýrri Evr- óputilskipun um loftgæði, sem stendur til að innleiða hérlend- is, er leyfilegt fyrir styrk svif- ryks (PM10) að fara 35 sinnum yfir sólarhrings-heilsuverndar- mörkin. Fjöldi skipta sem styrkur svifryks (PM10) hefur farið yfir mörkin hefur verið innan þess- ara marka. Loftgæði og heilsa Borgarbúar hafa rétt á heil- næmu umhverfi. Það er sífellt að koma betur í ljós að mengað and- rúmsloft getur haft margvísleg áhrif á heilsu almennings. Þar eru ákveðnir hópar taldir við- kvæmari fyrir loftmengun en aðrir, m.a. börn, einstaklingar með astma og einstaklingar með lungna- og/eða hjarta- og æða- sjúkdóma. Nýverið birtust niðurstöður um áhrif loftmengunar á lyfja- notkun sem sýndu að tengsl eru með meiri notkun astmalyfja við hærri styrk svifryks (PM10) og brennisteinsvetnis. Einnig eru vísbendingar um aukna notkun á lyfjum við hjartaöng. Viðbragðsáætlun Viðbragðsáætlun heilbrigðis- nefndar Reykjavíkur var sam- þykkt árið 2009. Í henni er m.a. fjallað um helstu uppsprettur mengunarefna og mögulegar skammtíma mótvægisaðgerðir. Þar koma einnig fram mótvægis- aðgerðir sem eru nú til skoðunar í drögum að frumvarpi til Alþingis um umferðarlög, s.s. heimildir til að hægja tímabundið á umferð. Viðbragðsteymi sem Heilbrigðis- eftirlitið stýrir er starfandi hjá Reykjavíkurborg. Teymið tekur ákvarðanir um hvenær eigi að senda út tilkynningar og hvenær fara eigi í mótvægisaðgerðir eins og rykbindingar. Viðbragðsteymið er skipað fagfólki hjá borginni auk fulltrúa Vegagerðar ríkisins. Tilkynningar til almennings og skóla Heilbrigðiseftirlitið sendir til- kynningar til fjölmiðla þegar loftmengun er líkleg til að fara yfir heilsuverndarmörk, þann- ig að einstaklingar sem eru við- kvæmir í öndunarfærum geti gert ráðstafanir. Til að gæta hagsmuna barna sérstaklega hófst samstarf á árinu 2006 milli Umhverfis- og skipulagssviðs og Skóla- og frístundasviðs. Á heimasíðu Reykjavíkur- borgar (www.reykjavik.is) getur almenningur fylgst með stöðugt uppfærðum upplýsingum um loftgæði í borginni. Athuga ber að þessi mæling sýnir að öllu jöfnu mestu mengun í borginni við mælistöðina á Grensásvegi. Mikill áhugi hefur verið meðal almennings að fylgjast með niður stöðum mælinga. Framtíðarsýn Reykjavíkurborg vinnur um þessar mundir að því að gera aðgengi almennings að upplýsingum um loftgæði enn betra, auk þess sem fjölga á færanlegum mæli stöðvum borgarinnar í tvær á næstunni. Færanlegar mælistöðvar nýtast vel til að skoða áhugaverða staði í borginni, s.s. nálægt umferðar- þungum götum og stöðum þar sem börn dveljast, s.s. leikskólum. Stefna Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að vera áfram í fararbroddi í vöktun loftgæða og veita góða þjónustu til borgar- búa auk þess að stuðla að bætt- um loftgæðum í borginni svo íbúar borgarinnar búi við bestu loftgæði á hverjum tíma. Vöktun loftgæða í Reykjavík Í byrjun september birtist grein í Fréttablaðinu undir titlinum Staðan í dag. Sama dag birtist frétt á öllum ljósvakamiðlum um hækkun launa forstjóra Landspítala. Hækkun sem kveikti elda því þótt þiggjandi hafi afsalað sér hækkuninni samsvarar upphæðin rúmum mán- aðarlaunum margra laun- þega. Eldarnir verða varla slökktir í bráð. Hækkunin gladdi mig, hún hlýtur að boða fleiri gleðitíðindi. Nú má greiða fyrir vinnuframlag umfram starfslýsingu hjá ríkinu og nú má semja. Í fyrrnefndri grein talaði ég um vinnuframlag kennara umfram starfslýsingu. Vinnuframlag sem eykur það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum, breytir skólastarfi og skiptir gríðarlegu máli fyrir kennslu barnanna okkar á öllum skólastigum um komandi ár. Nú hlýtur þessi vinna að fást greidd að fullu, fjármagn til breyt- inganna verða skilgreint þannig að vinnan verði fullunnin og allir sem að koma hafi sóma af. Velferðarvaktin Við kennarar erum ekki einir á vel- ferðarvaktinni. Heilbrigðisstarfs- fólk hefur líka brýnt kuta sína og skorið niður. Fréttir af blóðmjólk- andi niðurskurði, úreltum og bil- uðum tækjum og auknu álagi á starfsfólk heilbrigðisstofnana hafa ekki farið fram hjá neinum. En erum við alveg með á nótunum? Álag á heilbrigðisstarfsmenn hefur aukist m.a. vegna þess að skilgreining fullmannaðrar vaktar í dag er ekki sú sama og fyrir nokkrum árum. Engum hefur verið sagt upp og því er starfs- mannavelta náttúruleg en á móti kemur að ekki er ráðið í stöður þeirra sem hætta sökum aldurs eða segja upp. Ef einhver starfs- maður veikist er ekki kölluð út aukavakt heldur verður starfs- fólk að hlaupa hraðar. Þess vegna getur álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið svo mikið að það nær jafn- vel ekki að setjast niður eða fara á salernið heila vakt. Öryggi sjúk- linga er tryggt en þegar álagið hefur vaxið úr hófi er sjálfsagt að spyrja; Er ekki komið að þolmörkum? Hvað ef eitthvað gerist? Mannréttindabrot Hluti starfs heilbrigðis- starfsmanna snýr að andlegum stuðningi bæði við sjúklinga og aðstandendur. Nú er staðan sú að þeir vinna það allra nauðsynlegasta á hlaupum en geta illa sinnt sjúk- lingum eins og þeir kysu og eiga í erfiðleikum með að finna tíma til að veita aðstandendum upplýsingar og þann stuðning sem þarf þegar ætt- ingi er mikið veikur. Andlegi þáttur starfsins situr á hakanum og eftir sitja aðstandendur og sjúklingar. Ég vinn ekki við hjúkrun en ég er aðstandandi. Undanfarin ár hef ég oft upplifað það að nánum ættingja mínum er sinnt verr en áður, hjúkr- un hans er honum alls ekki boðleg, hann illa þrifinn og upplýsingaflæði er oft og tíðum stopult. Þetta á ekki við um allar heimsóknir en þeim stundum hefur fjölgað. Ættingi minn er mikið veikur og þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs. Hann þarf hjálp við allar grunnþarfir, m.a. að klæðast, borða og komast á kló- sett. Ég verð stundum mjög sár og reið fyrir hans hönd þegar ég kem í heimsókn. Þá finnst mér brotið á mannréttindum hans. En ég áfellist ekki hlaupandi starfsfólkið. Mikið álag í starfi, sem sáir efa í huga starfsmanns um getu hans, er eitur og veldur því að starfsmaður- inn verður afhuga starfinu jafnvel þótt það sé hans ástríða. Ég hef upp- lifað það sjálf. Velferðarvaktin leggur sig alla fram en uppsker ekki og veruleik- inn er grár og sár. Við sem störfum í velferðarstörfum, sinnum fólki, erum ekki metin að verðleikum. Af hverju? Því hvað er mikilvægara en lífið sjálft og framtíð heillar þjóðar? Lífið sjálft og framtíð þjóðar Vegna deilu þingkonu og læknis í Kast ljósinu þann 3. desember, þar sem læknirinn var mikið á móti þings- ályktunartillögu sem komið hefur fram og felur í sér umboð til heilbrigðisráðherra til að stofna þverfaglega nefnd til að kanna rétt- mæti niður fel l ingar v i rð is auk ask at ts á vinnu græðara. Er gott að benda á að fyrir 252 árum þann 17.3. 1760 hóf fyrsti háskóla-læknismenntaði mað- urinn störf á Íslandi. Það var Bjarni Pálsson sem síðan varð landlæknir. Á þeim tíma var virðing almennings fyrir skóla- gengnu fólki mikil. Þess vegna lutu grasalækningar í lægra haldi þó að sumum grasa- læknum tækist að græða mein sem háskólamenntuðum læknum tókst ekki. Dæmi um slíkt er í ævisögu Kristjáns Sveins sonar læknis, sem stofnaði Heilsu- hælið í Hveragerði. Hann skadd- aðist illa á þumalfingri þegar hann var barn. Vildi háskólalærði læknirinn taka fingurinn af en móðir Jónasar neitaði því og græddi svo sjálf fingurinn með jurtum. Nú er öldin önnur og ekki hægt að líta niður á þann fjölda Íslend- inga sem hefur aflað sér margra ára menntunar í hinum ýmsu heildrænu með- ferðum. Margar hverjar þessar meðferðir reynast mjög vel og meira að segja sumar svo vel að í gegnum þær hafa einstakling- ar fengið bót meina sinna, þótt vestræn læknisfræði hafi staðið ráðalaus í þeim tilvikum. Það þarf ekki að deila um það að þörf er á nýrri nálgun í íslensku heilbrigðiskerfi, það sanna fréttir af offitu og fjölgun fólks með sykursýki II, óhóf legum ávísunum lækna á geðlyf og svefnlyf, og dauðsföll af völdum lyfja og margt fleira. Það er krafa fjölda Íslendinga að hefðbundnir og óhefð bundnir meðferðaraðilar vinni saman án fordóma að hei lbrigði þjóðarinnar. Þá getur hver einstaklingur valið þá meðferð sem honum hentar. Krafa um nýja nálgun í heilbrigðiskerfinu UMHVERFISMÁL Anna Rósa Böðvarsdóttir verkefnisstjóri ➜ Í Reykjavík er uppspretta mengunar fyrst og fremst vegna samgangna … SAMFÉLAG Sigrún Birna Björnsdóttir íslenskukennari og fagstjóri við Fjölbrautaskólann í Breiðholti ➜ Velferðarvaktin leggur sig alla fram en uppsker ekki og veruleikinn er grár og sár. ➜ Það þarf ekki að deila um það að þörf er á nýrri nálgun í íslensku heilbrigðis- kerfi , það sanna fréttir af offi tu og fjölgun fólks með sykursýki II... HEILBRIGÐIS- MÁL Ingibjörg Sigfúsdóttir stjórnarmaður í Heilsuhringnum Árný Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseft irlits Reykjavíkur TAKTU ÞÁTT Í JÓLARÚLLULEIK PAPCO! Með því að kaupa WC pappír frá Papco fyrir jólin áttu möguleika á að vinna glæsilegan vinning í jólarúlluleiknum. Fjöldi frábærra vinninga, snjóbretti, bindingar og skór frá Mohawks, úlpur frá Cintamani, Hamax-sleði, árskort í Hlíðarfjall og margt, margt fleira! WWW.PAPCO.IS STYRKJUM GOTT MÁLEFN I! EIN RÚLLA AF HVERRI SELDRI PAK KNINGU AF WC PAPPÍ R RENNUR TI L MÆÐRA- STYRKSNEF NDAR OG FJÖLSKY LDU- HJÁLPARIN NAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.