Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 48
8 • LÍFIÐ 14. DESEMBER 2012 af einhverri vitleysu, jólin byrja víst þar hef ég heyrt! Við bökuðum síð- ustu helgi með Unu og það er gott að fá lyktina af smákökunum í íbúðina. Svo hittum við vini okkar sem búa í útlöndum. Ég er t.d. hrikalega spennt að hitta Dóru Jó vinkonu mína, en hún og fjölskylda búa í New York. Leiklistin og þú – viltu segja mér af hverju þú ákvaðst að feta þessa braut? Ég for í Leiklistarskóla Íslands árið 1997, þá 23 ára gömul, og útskrif- aðist 2001 úr Listaháskóla Ísland, en minn bekkur var fyrsti bekkurinn sem útskrifaðist með BA-gráðu í leiklist. Af hverju leiklist? Ég var mikið í dansi frá 6 ára aldri til 16 (margfaldur Íslands- meistari í freestyle, he he). Lengi vel var draumurinn að vera dansari. Ég var snemma byrjuð að leika í auglýs- ingum, sat fyrir í alls konar mynda- tökum og vann sem fyrirsæta í nokkra mánuði í Mílanó og eitt sumar í Aþenu – það var áhugavert! Leiklistin var allt- af þarna en ég þorði ekki að fara í inn- tökuprófið. Svo hugsaði ég með mér þegar ég var 23 ára að ef ég færi ekki núna í inntökuprófin ætti ég allt- af eftir að sjá eftir því. Þannig að ég skellti mér og fór inn í fyrstu tilraun. Ég var heppin með bekk, allt frábær- ir listamenn, og við erum dugleg að halda sambandi í dag. En námið sjálft er mikil naflaskoðun og getur oft og tíðum verið strembið – þú ert yfirleitt að eiga við þína drauga og bresti. En ég hef verið heppin og leikið helling í leikhúsum og kvikmyndum. Það sem getur verið erfitt við leiklistina er að það er erfitt að vinna sig upp í henni, eins og á við í flestum störfum. Ef maður er ekki fastráðinn er maður yfirleitt á árssamningi eða verkefna- ráðinn. Síðan líður sá tími og ef það er ekkert hlutverk sem hentar er enga vinnu að fá, sama hversu mikið þú hefur unnið fyrir húsið. Þetta er engin venjuleg vinna! En það er líka það sem er spennandi við hana og svo er fólkið alveg fáránlega skemmtilegt. Hver eru áhugamál þín fyrir utan leiklistina? Ég er svo mikið fagidjót, leiklistin er mitt aðaláhugamál, þetta er bara þannig starf að það gleypir mann allan og maður verður að gefa sig allan í það. Ég segi oft við krakka sem eru að spá í að fara í leiklist: er þetta það eina sem þig langar að gera? Ef ekki, spáðu þá alvarlega í að gera eitthvað annað. Því ekki eru það launin og starfsöryggið sem heilla. Ég hef gaman af allri hönnun, myndlist og tísku. Svo er það jóga, ég var búin að skrá mig í jóganám í vetur en hætti svo við þegar ég var ólétt, en ég á örugglega eftir að fara í það seinna. Við Reynir höfum ferðast mikið og það mætti kannski telja það sem áhuga- mál, en mér finnst ótrúlega gaman að fara á nýja staði og sjá eitthvað nýtt. Vonandi getum við haldið því áfram eftir að erfinginn kemur. En fyrirmyndir þínar? Fyrirmynd- irnar eru margar, bæði í faginu og í persónulega lífinu. Systkini mín koma fyrst upp í hugann. Ég á tvær yngri systur, þær Nínu Björk og Tinnu Dögg, og einn yngri bróður, Sverri. Yngsta systir mín Tinna á til dæmis fimm börn en í vetur er hún í námi og að vinna. Við fengum það í veganesti að maður ætti að treysta á sjálfan sig og við erum öll sjálfstæð og dug- leg systkinin, sem ég er þakklát fyrir. Svo eru það mínir frábæru vinir sem erfitt er að gera upp á milli, þeir eru líka fyrirmyndir mínar og innblástur að ónefndum mínum yndislega maka Reyni Lyngdal. Eitthvað sem þú vilt koma á fram- færi? Já, ég er að frumsýna kvik- myndina XL 18. janúar þar sem ég leik stórt hlutverk á móti Ólafi Darra. Myndin er eftir Martein Þórsson sem leikstýrði okkur Darra í Roklandi. (Fyrir leik sinn í þeirri mynd fengu Elma og Darri einmitt Edduverðlaun – innsk. blm.) Elmu Lísu 08.00  Vakna við knús frá Unu og Reyni, hún er að fara í skólann. Ætla að kúra aðeins lengur, það er svo gott í myrkrinu. 10.00  Vakna. Var að dreyma eitthvað rosalegt, mig dreymir endalaust þessa dagana. Fer fram úr og fæ mér Cheerios og djús og vítam- ín. Fer aðeins í tölvuna, tíminn flýg- ur. Klukkan orðin 11.30, á að mæta í meðgöngujóga klukkan 12. Ég klæði mig og geri mig klára. 12.00  Jóga með fullt af fal-legum óléttum mis- þreyttum konum. Síðan jóga og slökun til 13.30. Lífið er gott. 14.00  Matur á Maður lif-andi með minni góðu frábæru vinkonu, Birgittu Birgis, sem að ég hef ekki hitt alltof lengi, hrikalega gaman mikið hlegið og talað og góður og hollur matur. 15.00  Kaffi á Kaffitár með Birgittu. Enn þá gaman. 16.00  Hljóðsetning fyrir myndina XL, hitti Matta leikstjóra og Boga hljóð- mann. Þeir eru skemmtilegir. 17.30  Fer í ónefnda búð og kaupi 2 pakka handa Reyni í jólagjöf. Ætla ekki að fara nánar út í það. 18.30  Kem heim, frá-bær dagur að baki. Reynir búin að kaupa silung og salat í matinn. Klára að pakka inn gjöfunum til Lux þar sem Nína systir og fjölskylda búa. Þarf að senda þá á morgun svo að þeir skili sér fyrir jólin. 20.00  Una mín kemur heim úr sundi en hún æfir sund alla daga þessi snillingur. Nú er heilög stund að mínu mati, matur og farið yfir daginn saman. Gengið frá eftir matinn, klára að pakka inn til Lux. Una í rúmið, mikil spenna fyrir jólasveininum! 21.30  Homeland, næstsíð-ast þáttur. Ótrúlega gott stöff, mæli með þessum þátt- um. Meira sjónvarp. 23.30  Í rúmið – góða nótt! „Þetta er án efa stærsta og merkilegasta hlutverkið mitt til þessa enda finnst mér það stór ákvörðun að eignast barn,“ segir Elma Lísa. MYND/EYÞÓR ÁRNASON „Ég er sett 4. maí. Una Margrét, fósturdóttir mín,er afar spennt og á eftir að vera frábær stóra systir.“ MYND/EYÞÓR ÁRNASON Fyrir konur sem vilja vera vel upplýstar og viðbúnar breytingaskeiðinu GAGNLEG OG TÍMABÆR Við ráðum miklu um líðan okkar og heilsufar Ómissandi bók um árin eftir fertugt eftir Jónu Ósk Pétursdóttur Heilsan er mjög góð. Ég var rosalega þreytt fyrstu þrjá mánuðina og slapp sem betur fer við ógleðina. Framhald af síðu 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.