Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 26
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Í grein sem undirritaðir skrifuðu um stefnumótun og áætlanagerð og birt var í lok júní í Fréttablaðinu var í stuttu í máli greint frá nið- urstöðum greiningar á stefnum og áætlunum ríkisins sem unnin var í fyrra. Ein af meginniðurstöðum greiningarinnar var ófullnægjandi tenging stefnumótunar og áætlana- gerðar innan stjórnsýslunnar við fjármuni. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar í gegnum tíðina til að tengja stefnur, áætlanir og verk- efni betur við fjárveitingar. Án fjármuna er ólíklegt að markmið stefnu eða áætlunar nái fram að ganga. Fleiri þættir skipta máli en okkur langar að fjalla um nokkr- ar leiðir sem hægt er að fara til að tengja almannafé betur stefnum og áætlunum. Árangur ræður fjárveitingu Ein aðferð til að tengja stefn- ur og áætlanir við fjármuni er að árangurstengja fjárlagagerð. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur árangurstenging fjárlaga orðið viðurkennt verklag meðal margra ríkja og alþjóðastofnana. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur talað fyrir verklag- inu og gefið út fjölda skýrslna um viðfangsefnið. Með árangursteng- ingu fjárlaga er lögð aukin áhersla á að skoða mælanlega þætti, þ.e. hvaða árangri stofnanir geta náð fyrir takmarkaða fjármuni. Árang- urstenging fjárlaga er talin geta bætt aðhald og stjórnun í ríkis- rekstri auk þess sem skilvirkni og frammistaða getur orðið betri. Notkun mælanlegra upplýsinga um starfsemi ríkisins er ekki ný af nálinni en nýting slíkra upp- lýsinga samhliða gerð fjárlaga er það sem árangurstenging fjárlaga snýst um. OECD hefur greint þrjár meginleiðir til þess að árangurs- tengja fjárlög. Í leið eitt eru upp- lýsingar um árangur jafnan hafð- ar til sýnis í fjárlagafrumvarpi en þær hafa engin áhrif á fjárlögin. Í leið tvö eru upplýsingar um árang- ur af starfsemi ríkisins nýttar við fjárlagagerðina en þær hafa ekki bein áhrif á hvernig fjármunum verður varið til verkefna. Flest ríki tileinka sér verklag mitt á milli fyrstu og annarrar leiðar. Leið 3 gengur hvað lengst en fæst ríki hafa tileinkað sér hana. Hún felur í sér að fjármunum er úthlutað í samræmi við árangur. Dæmi um slíkt er að fjárveitingar til skóla grundvallast á því hversu margir útskrifast. Það er ekki hægt að fella allan ríkisreksturinn á Íslandi undir eina af þessum leiðum. Finna má dæmi sem falla undir allar leiðirn- ar. Aftur á móti er óhætt að segja að stærstur hluti ríkisrekstrarins falli undir leið eitt, þ.e. að upplýs- ingar um árangur hafi engin áhrif á fjárveitingar. Stefna ræður fjárveitingu Önnur aðferð til að meta kostn- að við stefnur eða áætlanir er að skilgreina nákvæmlega hvaða þjónustu stjórnvöld vilja bjóða upp og kostnaðarmeta hana. Þessi aðferð er notuð við mat á verkefn- um þegar verið er að móta áætlan- ir sem grundvallast á verklegum þáttum, s.s. vegagerð eða brúar- smíði, þar sem upphaf og endir er nokkuð skýr. Jafnframt er þessi aðferð nokkuð algeng þegar kemur að einkarekstrarverkefnum ríkis- ins. Segja má að þessi aðferð sé sjaldan notuð við stefnumótun og áætlanagerð þar sem verkefni í áætlun felast í breytingu á þáttum sem snúa t.d. að þjónustu, skipu- lagi, aðferðum eða vinnulagi. Sem dæmi um þetta má nefna að í sumar samþykkti Alþingi þings- ályktun um grundvallarskilgrein- ingar löggæslu á Íslandi. Hér er á ferðinni áhugavert verkefni sem getur orðið ákveðin fyrirmynd í því hvernig til tekst að skilgreina opinbera þjónustu og kostnaðar- meta. Tenging stefna og fjárveitinga Í fjárlögum er jafnan ekki kveð- ið á um fjármögnun sérstakra stefna og áætlana. Þó er gert ráð fyrir að ráðuneytin hafi til hlið- sjónar stefnur sínar og áætlanir við undirbúning fjárlaga hvers árs. Samgönguáætlun sker sig úr hvað þetta varðar, þar sem í henni eru tilgreindir fjármunir sem fara í tiltekin verkefni og í þingskjalinu sjálfu eru gefnar upp fjárveiting- ar, sem er fágætt. Erfiðara hefur reynst að meta kostnað við aðrar stefnur og áætlanir ríkisins nema þær innihaldi skýr afmörkuð verk- efni. Mikilvægt er að koma á skipu- lagi innan ríkisrekstrarins þar sem kostnaður við stefnur og áætl- anir er metinn og tengdur fjárlaga- gerð með markvissari hætti. Þess má geta að innan Stjórnarráðsins eru yfir 100 stefnur og áætlanir og því skiptir það verulegu máli hvort þær eru fjármagnaðar. Mikil- vægt er að koma á betra skipu- lagi og auka yfirsýn yfir stefnur og áætlanir ríkisins, meðal annars með því að fækka þeim, einfalda og samhæfa. Undirbúningur að slíkri vinnu stendur nú yfir innan Stjórnarráðsins. Það er alveg ljóst að skilmerkilegri tenging stefna og áætlana við fjárveitingar er grundvöllur þess að raunhæft sé að framkvæma verkefni og ná fram markmiðum stefnumótunar og áætlanagerðar. Nokkur íslensk fyrir- tæki selja nú rafbækur og hafa gert um nokkurt skeið, sem er ánægjulegt. Spjaldtölvu- og snjallsíma- eigendur geta þá gengið með bókasafnið í vasanum og lesið bækurnar þegar þeim hentar. Þetta er jákvæð þróun sem eykur þægindi lesenda, því auk þess að geta tekið bóka- safnið með sér hvert sem þeir fara er einnig hægð- arleikur að bæta við það hvar og hvenær sem er, það eina sem þarf er nettenging (í gegnum 3G eða annað net). Þó er galli á gjöf Njarðar. Kaup- endur rafbóka þurfa að gæta sín vel því annars er hætt við að þeir verði sviknir um þá vöru sem þeir telja sig hafa keypt. Margir raf- bókaútgefendur á Íslandi selja bækurnar með svokölluðum afrit- unarvörnum (e. Digital Rights Management, DRM) sem eiga að tryggja að ekki sé hægt að nota bækurnar nema í samræmi við lög og skilmála útgefenda. Þessir útgefendur eru hræddir um að ef afritunarvarnanna njóti ekki við verði höfundarréttur virtur að vettugi og þeir stórtapi á ólögleg- um afritum sem séu send manna á milli á netinu. Það sem þeir gera sér ekki grein fyrir (eða kjósa að hunsa) er að þessar varnir eru gallaðar og koma bæði þeim og viðskiptavinum þeirra mjög illa. Í sömu gryfju Afritunarvarnir sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Þær eru not- aðar á langflestum DVD og Blu- ray-diskum sem hafa verið seldir og einnig hafa þær verið notaðar á geisladiskum og tónlist á netinu. Nokkur ár eru síðan verslanir á borð við iTunes og Tónlist.is fjarlægðu þessar varnir af tónlistinni sem þær selja, en nú virðast bókaútgef- endur ætla að falla í sömu gryfju og þær gerðu upp- haflega. Afritunarvarnir stjórna því hvar og hvenær fólk getur lesið bækurnar sínar. Þær stjórna því einnig hvernig hægt er að lesa þær; sem dæmi er ekki hægt að lesa stóran hluta af bókunum frá íslensku útgefendun- um í Kindle-tölvunum frá Amazon. Tæknilega stendur ekkert í vegi fyrir því að þessi tæki geti opnað bækurnar en sökum þess að þau styðja ekki þær afritunarvarnir sem útgefendur nota verða eig- endur þeirra að finna aðrar leiðir til að lesa þær. Það á þó ekki aðeins við um Kindle-tölvurnar. Of gömul tæki, of ný tæki, tæki með óalgengu stýrikerfi og öll tæki sem fram- leiðendur varnanna gera ekki sér- staklega ráð fyrir eiga á hættu að gagnast ekki þegar lesa á bæk- urnar. Tæknileg framþróun er mjög hröð og sífellt koma út ný tæki með nýrri tækni og ekkert tryggir að framleiðendurnir nái að halda í við þróunina eða að þeir verði yfirhöfuð til staðar í fram- tíðinni. Það getur því endað svo að þær bækur sem keyptar eru í dag verði ólesanlegar eftir nokkur ár, sem er hvorki höfundum né kaup- endum í hag. Útgefendur kunna að sjá sér leik á borði þar sem þeir geta selt sömu bókina til sömu lesenda ár eftir ár, í hvert skipti sem þeir vilja lesa bókina á ný, en neytendur munu á endanum missa þolinmæðina og snúa sér aftur að bókum á gamla sniðinu. Á endan- um tapa allir. Útgefandinn hefur völdin Það er því mikilvægt að gæta þess þegar fjárfesta á í rafbók að engin afritunarvörn sé á henni. Ef þú, lesandi góður, kaupir bók með svona vörnum ættir þú að gera þér grein fyrir því að þú ert undir vilja útgefandans beygður þegar kemur að því að lesa bókina. Vilji hann ekki að þú lesir hana aftur í framtíðinni hefur hann völdin – til eru dæmi um bækur sem hverfa úr bókasöfnum notenda, og jafn- vel heilu bókasöfnin. Þessi þróun er mjög slæm og mikilvægt er að sýna útgefendum það í verki með því að sniðganga þær bækur sem bera afritunarvörn. Það er ekki alltaf augljóst að bækur sem boðið er upp á séu með afritunar- vörn, sumir útgefendur nefna það en ekki allir. Í leiðbeiningum eða svörum við algengum spurning- um á vefsíðum þeirra er stund- um minnst á Adobe ID eða Adobe Digital Editions, það táknar að afritunarvörn er á sumum eða öllum bókum sem gefnar eru út á þeirri síðu. Verum upplýst um vöruna sem við kaupum og tryggjum að við getum notið bókanna sem við kaupum – bæði núna og í framtíð- inni. Breytingar á veðurfari vegna aukins styrks gróð- urhúsalofttegunda í and- rúmslofti er staðreynd. Í dag eru fáir loftslagsvís- indamenn sem mótmæla henni og kemur það skýrt fram í skýrslum vísinda- nefndar Sameinuðu þjóð- anna (IPCC). Mörgum finnst hugtakið loftslagsbreytingar flókið og enn fleiri tengja það ein- ungis við hlýnun jarðar, en sú er ekki raunin. Hugtakið hlýnun jarðar (e. global warming) festist í sessi en hugtakið veður- fars- og/eða loftslagsbreytingar (e. climate change) lýsir betur því er á sér stað og ætti því frekar að nota það hugtak. Á sumum svæðum mun hlýna mikið og annars staðar gæti kólnað, en öfgar í veðurfari eru að aukast. Hita- og kuldamet eru slegin, úrkoma verður sums staðar meiri en nú en annars staðar minni og einnig má minnast á aukna tíðni storma. Þetta er meðal annars ber- sýnilega að koma í ljós í Norður- Ameríku og á Íslandi. Vísindamenn vinna nú að því að auka skilning á líklegum afleiðing- um loftslagsbreytinga. Ýmis ríki, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að huga að því að draga úr neikvæð- um afleiðingum breytinganna. Þjóðir heims verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (m.a. minnka útblástur CO2) og auk þess aðlaga samfélagið í heild að breyt- ingum. Með því að draga úr losun- inni má seinka og jafnvel hamla hinum ýmsu neikvæðu afleiðing- um loftslagsbreytinga. Jöklar Íslands munu minnka og þannig verða áhrif loftslagsbreyt- ingar hérlendis mjög sýni- leg. Ein afleiðing veður- farsbreytinga á Íslandi er því aukið og breytt rennsli jökuláa vegna aukinnar bráðnunar. Þetta aukna rennsli mun þó ekki vara lengi, því þegar jöklarn- ir hverfa þá hverfa jökul- árnar með þeim. Aukin orkunotkun Orkunotkun mun aukast með breyttu veðurfari, á þeim stöðum þar sem hlýnar þarf aukna kæl- ingu, en upphitun þar sem kólnar, á þurrkasvæðum verður að vökva ræktunarsvæði. Framleiðsla raf- magns með vatnsafli er kölluð „græn“ orkuvinnsla vegna þess að henni fylgir lítil losun gróður- húsalofttegunda. Nú þegar styrkur gróðurhúsa- lofttegunda eykst með hverju ári líta mörg lönd til þess að virkja vatnsafl og draga úr losun gróður- húsalofttegunda, og á alþjóðavett- vangi er hvatt til nýtingar endur- nýjanlegra orkugjafa. Um 85% af orkunotkun heimsins fást nú frá brennslu jarðefna, sem er langt frá því að teljast umhverfisvænn kost- ur. Hins vegar eru 85% orkunotk- unar Íslendinga fengin frá endur- nýjanlegum orkulindum og um 95% raforku á Íslandi eru framleidd með vatnsorku. Er það mín von að Ísland verði í fararbroddi þeirra þjóða sem vinna gegn loftslags- breytingum og að einn dag munum við ná okkar hlutfalli upp í 100%. ➜Afritunarvarnir stjórna því hvar og hvenær fólk getur lesið bækurnar sínar. ➜ Á sumum stöðum mun hlýna mikið og annars staðar gæti kólnað. Eiga stefnur að leiða almannafé? Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum í gær skipulag fyrir nýjan Landspítala við Hring- braut. Ekkert skipulagsmál hefur fengið viðlíka umfjöllun, greiningu og kynningu á vettvangi borgar- innar. Borgarfulltrúar hafa kynnt sér málið afar vel út frá borgar- skipulaginu, þróun heilbrigðis- þjónustu, samgöngu- og umferðar- málum, hagsmunum borgarinnar og vitanlega landsins alls. Bygging nýs Landspítala er risavaxið mál sem hlaut að verða umdeilt. Fjöldi athugasemda barst frá borgarbúum vegna skipulags- ins. Þær lutu einkum að bygging- arstað, umferðarmálum og bygg- ingarmagni. Farið var vandlega yfir þær allar og þeim svarað ítar- lega. Útfærsla skipulags hefur tekið mikilvægum breytingum á þeim tíma sem málið hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöld- um. Helgunarsvæði spítalans var minnkað verulega og Einarsgarði hlíft. Farið var í ítarlega úttekt á umferðarmálum og lagðar fram áætlanir sem eiga að koma í veg fyrir að bílaumferð aukist að ráði. Reykjavík hefur undanfarna ára- tugi byggst upp sem mikil bílaborg. Við viljum vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að vist- vænni borg þar sem margvíslegir samgöngumátar eru jafn réttháir. Hvað varðar staðsetningu spít- alans sýna endurteknar athugan- ir og úttektir að hagkvæmast er að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut þar sem gamli Land- spítalinn er. Hringbrautarlóðin liggur auk þess betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferð í borginni. Það á jafnt við umferð bíla, strætisvagna, hjólandi vegfarenda og fótgangandi. Þjóðarsjúkrahús Við teljum það mikið hagsmunamál fyrir Reykvíkinga, og landsmenn alla, að bygging nýs Landspítala verði að veruleika. Í meðferðar- kjarna spítalans er gert ráð fyrir 180 legurúmum, öllum í sérbýli. Við hönnun spítalans er lögð mikil áhersla á vellíðan sjúklinga og að aðstaða fyrir aðstandendur og starfsfólk verði sem allra best. Að auki verður byggt sjúkrahótel norðan við núverandi barnadeild og kvennadeild með 77 einstak- lings- og fjölskylduherbergjum. Þau munu fyrst og fremst nýtast fólki sem þarf heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Einnig þar verður lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt umhverfi. Meðal frændþjóða okkar eru sjúkrahótel orðinn nauðsynleg- ur hluti nútímaspítalastarfsemi. Við teljum það nauðsynlegt fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi að sameiningu spítalanna tveggja í Fossvogi og við Hringbraut verði fylgt eftir með því að starfsem- in verði á sama stað. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að við breytingarnar skapist betri aðstaða fyrir sjúklinga, aðstand- endur og starfsfólk, meira rými fyrir nauðsynlegan tækjabúnað, sterkari tengsl við heilbrigðisvís- indasvið háskólans og tækifæri til betri nýtingar almannafjár. Við teljum að Landspítalinn verði sannkallað þjóðarsjúkrahús og sem slíkt stolt höfuðborgarinnar. Við óskum framkvæmdaaðilum vel- farnaðar á komandi misserum og óskum eftir góðu samstarfi á upp- byggingartímanum. Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson, Elsa Yeoman, Oddný Sturludótt- ir, Einar Örn Benediktsson, Ótt- arr Proppé, Björk Vilhelmsdóttir, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, Páll Hjalti Hjaltason og Hjálmar Sveinsson Nýr Landspítali Hættulegar rafbækur Orkunotkun eykst með breyttu veðurfari LOFTSLAGS- BREYTINGAR Helga María Heiðarsdóttir doktorsnemi í jöklafræði RAFBÆKUR Baldur Þór Emilsson tölvunarfræðingur FJÁRVEITINGAR Pétur Berg Matthíasson stjórnmála- og stjórnsýslufræð- ing ur í fj ármála- og efna- hagsráðuneytinu Héðinn Unnsteinsson stefnumótunar- fræðingur í for- sætisráðuneytinu ➜ Mikilvægt er að koma á skipulagi innan ríkis- rekstrarins þar sem kostn- aður við stefnur og áætlanir er metinn... ➜ Við teljum að Landspít- alinn verði sannkallað þjóðarsjúkrahús og sem slíkt stolt höfuðborgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.