Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 38
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 38 Allir sem hafa haldið utan um rekstur, t.d. heimilis, félags eða fyrirtækis, vita að ef tekjur duga ekki fyrir útgjöldum fer rekst- urinn á endanum í þrot. Þetta er ótrúlega einfalt. Ömmuhagfræði. Þú þarft að afla a.m.k. jafn margra króna og þú lætur frá þér. Í kjölfar hrunsins hefur ríkið tekið á sig mikl- ar skuldir og verið rekið með halla, í mínus. Rekst- urinn stendur ekki undir sér. Ríkisstjórnin ákvað að skera niður og auka tekjurnar til að mæta hallarekstrinum. Það var til þess að standa undir þjóðnýtta tapinu á einkavædda gróðan- um. Þetta vita allir því í fjölmiðlum er mikið fjallað um rekstur ríkis- sjóðs. Sömuleiðis heyrum við reglulega fréttir af fyrir tækjum, um rekst- ur þeirra, hvort hann sé í mínus eða plús. Hins vegar er minna fjallað um rekstur nátt- úrunnar. Sá rekstur virkar nákvæmlega eins: Auð- lindir Jarðar eru þær tekjur sem við notum í rekstur samfélaga. Við notum auðlindir (s.s. málma, jarðnæði, vatn og lífverur) til þess að framleiða og þannig við- halda lífsgæðum okkar. Nær allt sem við notum á degi hverjum er búið til úr náttúruauðlindum. Í mínus Og við erum í mínus. Tekjurnar (náttúruauðlindir) duga ekki fyrir útgjöldunum (framleiðslunni á öllu dótinu okkar). Á heildina litið er reksturinn 50% í mínus (sjá t.d. footprintnetwork.org). Til þess að standa undir rekstrinum þyrftum við hálfa Jörð í viðbót. Hún er ekki til. Eina leiðin til að auka tekjurnar er að auðlindir fái að endurnýja sig náttúrulega. Ímyndaðu þér að heimilisbók- haldið hjá þér væri 50% í mínus um hver mánaðamót. Hve lengi værir þú að fara á hausinn? Ekki lengi. Jörðin er stór og því tekur það nokkurn tíma að hún fari í þrot. En það er eftir sem áður tímaspursmál. Það er misjafnt hversu mikið samfélög eru í mínus (sum eru meira að segja í plús). Við Íslend- ingar erum líklega með þeim þjóðum sem eru hvað mest í mínus miðað við höfðatölu. Það stefnir í þrot. Miðað við áframhaldandi hagvöxt (aukin útgjöld) stefnir í að árið 2050 verðum við jarðarbúar komnir hátt í 200% í mínus. Þá þurfum við tæplega tvær Jarðir til við- bótar til að standa undir rekstr- inum. Þær eru ekki til. Þegar náttúruauðlindir klár- ast og vistkerfi eyðileggjast er engin skuldaaðlögun, kerfis- breyting eða gjaldþrotameðferð sem dugar til. Engin 110% leið. Ef náttúruauðlind klárast er það bara þannig. Dýrategund sem deyr út kemur ekki aftur. Málm- ur sem klárast kemur ekki aftur fyrr en eftir skrilljón ár. Vist- kerfi sem eyðileggjast hafa áhrif á lífsskilyrði á Jörðinni. Þá veistu það. Það er búið að segja þér þetta. Þú hefur tvo val- möguleika. Gera ekkert eða eitt- hvað. Það stefnir í þrot. Hvernig komum við í veg fyrir það? Sjálfbær rekstur Mörgu þarf að breyta en að grunni til er málið ósköp einfalt. Reksturinn þarf að standa undir sér: sjálfbær rekstur. Við þurfum að draga úr útgjöldunum (fram- leiðslu og neyslu) þannig að tekj- urnar (náttúruauðlindir) standi undir þeim. Ráðast þarf í niður- skurð strax. Það þarf nákvæmar upplýsingar um ástand umhverf- isins, skilyrði í lögum um sjálf- bæra nýtingu, tryggja að umhverfiskostnaður sé innifal- inn í verði vöru, umhverfisvott- un sé skilyrði allrar framleiðslu og samdrátt í neyslu. Til þessara aðgerða verður að grípa strax, en vafalaust er þörf á fleiri. Og við þurfum líka að hafa í huga að það er engin ástæða til þess að nýta auðlindir jarðar til fulls (100%) – við þurfum ekki að dansa á línunni. Hvað getur þú gert sem engu ræður og ert bara smá brot af heildinni? Helling. Kauptu notað frekar en nýtt. Láttu laga frekar en kaupa nýtt. Notaðu það sem þú átt í staðinn fyrir að kaupa meira dót. Veldu umhverfismerkt (t.d. svans- merkt). Kjóstu þá sem lofa að koma í veg fyrir að náttúran fari í þrot. Ekki kjósa þá sem lofa því ekki. Alls ekki kjósa þá sem lofa að auka framleiðslu og neyslu, þ.e. auka útgjöldin. Taktu þátt í félögum, eins og Öldu, sem vinna að því að koma á sjálfbæru sam- félagi. Hafðu áhrif á fólk í kring- um þig. Leiktu þér með fjöl- skyldu og vinum án þess að kaupa eitthvað. Njóttu ósnortinnar nátt- úru. Veldu lífrænt ræktað. Veldu innlenda framleiðslu. Ekki henda mat að óþörfu. Hreyfðu þig og borðaðu hóflega. Í verðlaun færðu betra, skemmtilegra og heilsusamlegra líf. Þeir sem fara með völd almenn- ings þurfa að girða sig í brók og hætta, án tafar, að reka náttúr- una í mínus. Að öðrum kosti er aðeins tímaspursmál hvenær náttúran fer í þrot. Niðurskurð strax! AUÐLINDIR Kristinn Már Ársælsson stjórnarmaður í Öldu– félagi um sjálfb ærni og lýðræði ➜Hvað getur þú gert sem engu ræður og ert bara smá brot af heildinni? Helling. ð Háaleitisbraut 13 · 108 Reykjavík · slf@slf.is · www.slf.is HVATI HVOLPUR er samstarfsverkefni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Hagkaups. Markmið með Hvata er að kynna og styrkja félagið en hluti af ágóða sölunnar rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Hvati er sérstaklega sniðugur og mjúkur bangsi sem einnig er hægt að nota sem handbrúðu. Með handbrúðunni má örva bæði þroska barnsins og tengslamyndun foreldra og barns. Gefðu gjöf sem gleður og styrktu um leið gott málefni! GERÐU EINS OG ÉG - HVATI OG DÝRIN Hreyfing er mikilvæg á öllum æviskeiðum og stuðlar að betri heilsu og aukinni vellíðan. Þessi bók er hugsuð sem skemmtileg lesning fyrir börn en jafnframt tæki fyrir foreldra og þá sem vinna með börnum til að ýta undir markvissa hreyfingu, þroska og tengslamyndun. Eva Þengilsdóttir hefur skrifað barnaefni fyrir sjónvarp, kirkjustarf og leikskóla, og þróaði efnið um Hvata hvolp í samstarfi við Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Bergrún Íris Sævarsdóttir er nýútskrifaður teiknari frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Gerðu eins og ég er fyrsta barnabók þeirra beggja. SKEMMTILEGAR & ÞROSKANDI JÓLAGJAFIR 2.390 2.999 TILBOÐ 3.190 3.999 TILBOÐ Gildir til 21. desember. GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.