Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 4
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 UMHVERFISMÁL Gríðarlegt magn af síld hefur drepist á fjöru í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi á síðasta sólarhring. Sérfræðingar eru engu nær um ástæður þessa en síldin ber engin ytri merki um sýkingu sem herjað hefur á íslensku sumargotssíldina. Hlynur Pétursson, útibússtjóri Hafrann- sóknarstofnunar á Ólafsvík, var við sýnatök- ur í Kolgrafafirði í gær. Hann staðfestir að gríðarlegt magn sé dautt og síldarflekkur- inn á fjörunni sennilega um ferkílómetri að stærð. Hann varð í orðsins fyllstu merkingu vitni að því þegar síldin synti upp á land. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það er alveg ljóst að mörg hundruð tonn af síld eru dauð hér, en ég þori þó ekki að fullyrða að magn- ið sé yfir þúsund tonn. Það er erfitt að meta þetta,“ segir Hlynur. Spurður um hugsanlegar skýringar á síldar dauðanum segir Hlynur að við sýnatök- una hafi hann ekki orðið var við ytri einkenni síldarsýkingar, sem herjað hefur á íslensku sumargotssíldina um nokkurn tíma. Því verði að leita ástæðunnar fyrir því að síldin drepst í fjörunni í öðru. Kolgrafafjörður er á norðanverðu Snæfells- nesi og næsti fjörður austan við Grundar- fjörð. Brú var lögð yfir fjörðinn árið 2004 sem veldur því að síldin syndir inn í fjörðinn í gegnum þrönga rennu undir brúnni. Hins vegar hafa mælingar Hafrannsóknastofnun- ar, til dæmis í fyrravetur, sýnt að síld safnast þar saman við viss skilyrði þó fjörðurinn sé ekki stór. Mælingar í fyrravetur bentu til að vel á þriðja hundrað þúsund tonn voru þá í firðinum. Mælingar frá því í byrjun þessarar viku benda eins til að mikið magn sé í firð- inum nú, örugglega á annað hundrað þúsund tonn, samkvæmt upplýsingum frá Hafrann- sóknastofnun. Hlynur mun í dag mæla hitastigið í firð- inum. Hann telur mögulegt að sjórinn sé svo kaldur að hann slævi síldina með þessum afleiðingum. Hann telur óráð að gefa sér að svo mikið magn af síld sé í firðinum að það hafi haft þessar afleiðingar. Viðmælendur Fréttablaðsins höfðu á orði að atvik eins og þessi hafi umtalsverð umhverf- isáhrif. Helsta vonin sé að fugl leggist í ætið af krafti. Hins vegar skapaðist vandamál vegna rotnandi síldar á fjörum í fyrravetur, en það var rakið til veiða síldarskipa sem hafa tekið kvóta sína á Breiðafirði þar sem stærst- ur hluti stofnsins heldur sig ár eftir ár. svavar@frettabladid.is 227,7617 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,64 127,24 204,12 205,12 165,21 166,13 22,142 22,272 22,5 22,632 18,981 19,093 1,5191 1,5279 194,43 195,59 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 13.12.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Augu Líru eftir Evu Joly og Judith Perrignon. Æsispennandi skáldsaga úr undirheimum fjármálalífsins, þar sem Eva Joly þekkir hvern krók og kima. ÓGNVEKJANDI! SKRUDDA www.skrudda.is Síld drepst í stórum stíl í fjörunni í Kolgrafafirði Mörg hundruð tonn af síld hefur drepist á fjörum í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Sérfræðingur hefur aldrei séð nokkuð þessu líkt, en hann horfði á síld synda á land. Gríðarlegt magn af síld er í firðinum, þó lítill sé. Í KOLGRAFAFIRÐI Í GÆR Síldin syndir á land í þúsunda vís og drepst. Fjöruborðið sýður af síld sem er að synda á land. MYND/HLYNUR PÉTURSSON Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur Strekkingur eða hvasst með SA- ströndinni, annars hægari. HELGIN einkennist af bjartviðri sunnan- og vestanlands en éljum á norðausturhorninu. Með suður- og suðausturströndinni verður vindstrengur en annars víða fremur hægur vindur. Búast má við frosti um mest allt land. -2° 7 m/s -1° 6 m/s -1° 7 m/s 2° 16 m/s Á morgun Strekkingur eða hvasst með suður- ströndinni, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 0° 0° 1° -1° -2° Alicante Aþena Basel 17° 11° 3° Berlín Billund Frankfurt 0° 1° 4° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 3° 0° 0° Las Palmas London Mallorca 22° 10° 18° New York Orlando Ósló 9° 24° -6° París San Francisco Stokkhólmur 9° 12° 0° -2° 6 m/s 0° 8 m/s -5° 5 m/s -1° 4 m/s -4° 3 m/s -5° 4 m/s -8° 5 m/s 0° -1° 1° -2° -3° Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það er alveg ljóst að mörg hundruð tonn af síld eru dauð hér Hlynur Pétursson, útibússtjóri Hafrannsókna- stofnunar á Ólafsvík LÖGREGLUMÁL Maður á fertugs- aldri var úrskurðaður í gæsluvarð- hald um kvöldmatarleytið í gær vegna hrottafenginnar líkamsárás- ar á átján ára stúlku á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur nóttina áður. Stúlkan var mjög illa farin í and- liti eftir árásina og dvaldi allan gærdaginn á spítala. Ekki lá fyrir hvort bein hefðu brotnað, enda var hún svo bólgin að það reyndist ekki unnt að kanna það strax með röntgen myndatöku. Búist var við að hún yrði jafnvel á spítalanum til dagsins í dag. Maðurinn sem talinn er hafa veitt henni áverkana hefur áður komið við sögu lögreglu, meðal annars fyrir ofbeldisverk. Ákveðið var að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum á grundvelli rannsóknar- hagsmuna. Dómari féllst á að hann skyldi sæta varðhaldi í fjórar vikur, eða til 10. janúar. Fólkið mun hafa dvalið saman á gistiheimilinu um skamma hríð. Aðdragandi árásarinnar liggur ekki fyrir, en maðurinn og stúlkan voru bæði allsgáð. - sh Átján ára stúlka mjög illa farin í andliti eftir árás manns á gistiheimili: Í varðhald fyrir hrottalega árás STUNGIÐ INN Maðurinn var leiddur fyrir dómara um kvöldmatarleytið í gær og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AKUREYRI Börn á Akureyri verða framvegis skilgreind sem slík til 18 ára aldurs. Bærinn hefur ákveð- ið að samræma gjaldskrár svo öll börn innan 18 ára greiði barnagjald fyrir þjónustu. Áður var miðað við 15 ára aldur. Akureyri vikublað greindi frá. Nokkur munur getur verið á verði fyrir fullorðna og börn. Sem dæmi kostar einn dagur fyrir fullorðna í Hlíðarfjalli 3.300 krónur en 1.050 fyrir börn. Í Sund- laugina kostar 470 krónur fyrir fullorðna en 150 fyrir börn. - sv Breytingar á Akureyri: Börn eru börn til 18 ára aldurs DÓMSMÁL Hálfþrítugur Reykvík- ingur hefur verið dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fang- elsi fyrir að starfrækja umfangs- mikla kannabisrækt í skemmu á Hafurbjarnarstöðum í Sandgerði. Í verksmiðjunni fannst 841 planta og rúmt kíló af kannabis- laufum, sem maðurinn gekkst við að hafa ræktað til að bjarga sér úr fjárhagsvandræðum vegna íbúðarkaupa. Hann bar við greindarskorti en dómurinn tók ekki tillit til hans. - sh Bar við greindarskorti: Átján mánuðir fyrir stórtæka kannabisrækt MIKIÐ GRAS Maðurinn hafði komið sér upp sérútbúnu húsnæði og lagt mikla vinnu í framleiðsluna. Myndin er úr safni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BANDARÍKIN Susan Rice, fasta- fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, lýsti því í gær yfir að hún óskaði ekki lengur eftir því að taka við af Hillary Clinton sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún var ein þeirra sem þóttu sterklega koma til greina í emb- ættið, en Clinton hefur lýst því yfir að hún ætli að láta sér nægja eitt kjörtímabil. - gb Gefur ekki lengur kost á sér: Rice hættir við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.