Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 86
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SPORT | 66 FÓTBOLTI Það eru breytingar í kortunum hjá Hafnfirðingnum Hirti Loga Valgarðssyni á nýju ári. Þá mun hann væntanlega kveðja sænska úrvalsdeildarliðið IFK Göteborg sem hann hefur spil- að með undanfarin tvö ár. Hann á samt tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. „Það er verið að skoða þessi mál fyrir mig og væntanlega gerist eitthvað í janúar. Göteborg ætlar að fá inn nýjan mann í mína stöðu og ég nenni ekki að sitja á bekkn- um. Ég er ekki í plönum þjálfarans og því vil ég eðlilega fara annað,“ sagði Hjörtur Logi en Göteborg er ekki enn búið að kaupa bakvörð í hans stað. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ætti Hafnfirðingurinn ekki að vera í vandræðum með að finna sér nýtt félag en þrjú sænsk úrvalsdeildarlið hafa þegar sýnt honum áhuga. „Ég er búinn að tala við þjálfar- ann og það var sameiginleg niður- staða okkar að það væri best að ég myndi finna mér nýtt félag. Ég er orðinn 24 ára og þarf að fá að spila. Ég vil líka sanna mig enda finnst mér það ekki hafa gengið nógu vel hingað til. Ég þarf að fá að spila til þess að gera það. Félagið segist ekki ætla að gera mér erfitt fyrir. Ef ég verð ekki seldur þá finnst vonandi lausn með lánssamning. Þeir segjast vilja gera það besta fyrir mig og ég treysti því.“ Síðasta tímabil var svolítið mikið upp og niður bæði hjá Hirti Loga og hjá félaginu. „Ég var svolítið inn og út. Þetta byrjaði þokkalega hjá mér en liðið stóð ekki undir væntingum. Þá var byrjað að skipta mikið og ég varð fyrir barðinu á því eins og fleiri. Ég hefði viljað gera betur og halda stöðunni en þetta var upp og niður hjá mér. Þegar illa gekk fór sjálfs- traustið niður. Svo kom það upp aftur.“ Þó svo ekki hafi allt gengið upp hjá Hirti Loga í Svíþjóð þá sér hann alls ekki eftir því að hafa samið við félagið á sínum tíma. „Þessi tími hefur ekki beint verið vonbrigði en vissulega vildi ég gera aðeins betur. Þetta var aðeins stærra stökk en ég bjóst við í byrjun. IFK Göteborg er rosalega stór klúbbur og það voru viðbrigði fyrir mig. Það tók mig því smá tíma að komast inn í hlutina,“ sagði bakvörðurinn en hann hefur grætt mikið á þessum tíma. „Ég hef bætt mig mikið sem leik- maður frá því ég kom út. Ég tek það jákvæða úr þessu þó svo ég vildi gera betur. Ef liðinu hefði geng- ið betur þá hefði ég kannski gert betur. Það má endalaust velta slíku upp. Heilt yfir er ég ánægður með þetta enda bætt mig og svo hefur þetta verið heilmikil reynsla.“ Eins og áður segir eru félög í sænsku úrvalsdeildinni búin að sýna Hirti áhuga. Honum líst vel á að spila þar áfram. „Ég hef heyrt af þessum áhuga og það væri fínt að vera hér áfram þar sem ég er búinn að koma mér inn í tungumálið og menninguna. Ég kann vel við sænska boltann. Það eru mörg góð lið hérna og spil- aður fínn bolti. Ég skoða samt allt sem kemur upp.“ Hjörtur og félagar fengu frí eftir mót í síðasta mánuði. Þeir eru mættir aftur til æfinga og munu æfa fram að jólum. Þá fær hann frí yfir jól og áramót. Svo taka vænt- anlega við nýir tímar. „Það verður gott að fá fínt jólafrí og svo kemur bara í ljós hvað verð- ur á nýju ári.“ henry@frettabladid.is Ég er orðinn 24 ára og þarf að fá að spila. Ég vil líka sanna mig enda finnst mér það ekki hafa gengið nógu vel. Hjörtur Logi Valgarðsson Svekktur með fá landsliðstækifæri Hjörtur Logi hefur ekki fengið mörg tækifæri undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Svíans Lars Lagerbäck. Það hefur valdið honum nokkrum vonbrigðum. „Ég er svolítið svekktur að hafa ekki fengið mörg tækifæri. Það er samt lítið við því að gera. Ég verð að halda mínu striki og reyna að sanna mig þegar ég fæ tækifæri. Vonandi verða þau fleiri í framtíð- inni,“ sagði Hjörtur en þessum tækifærum gæti fjölgað er hann fær að spila meira. „Það er óskandi. Ef ég næ að halda föstu sæti í einhverju liði þá er það gott fyrir mitt sjálfstraust. Þá hef ég trú á að ég eigi góða möguleiki á landsliðssæti,“ sagði Hafnfirðingurinn brattur. visir.is Allt um leiki gærkvöldsins N1-DEILD KARLA AFTURELDING - AKUREYRI 32-26 Atkvæðamestir - Mörk (skot):Jóhann Jóhannsson 9/3 (12/3), Helgi Héðinsson 5 (8), Sverrir Hermannsson 4 (7), Pétur Júníusson 3 (3), Þrándur Gíslason 3 (6), Hilmar Stefánsson 3 (8) - Bjarni Fritzsson 10/6 (14/6), Andri Snær Stefánsson 3 (5), Valþór Guðrúnarsson 3 (5), Geir Guðmundsson 3 (6), Guðmundur H. Helgason 3 (9). Varin skot: Davíð Svansson 18 (44/6, 41%). - Tomas Olason 9 (26/3, 35%), Kukobat 2 (17, 12%). HK - FH 21-27 Atkvæðamestir - Mörk (skot): Bjarki Már Elísson 5/3 (7/3), Ólafur Víðir Ólafsson 4 (9), Eyþór Már Magnússon 3 (8), Atli Karl Bachmann 2 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Garðar Svansson 2 (8) - Þorkell Magnússon 7 (9), Ásbjörn Friðriksson 7 (12), Einar Rafn Eiðsson 5 (8), Sigurður Ágústsson 3 (3), Arnar Birkir Hálfdánsson 2 (2). Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 17 (44, 39%) - Daníel Freyr Andrésson 19 (40/3, 48%). ÍR - FRAM 30-34 Atkvæðamestir - Mörk (skot): Sturla Ásgeirsson 12/5 (17/6), Sigurjón Friðbjörn Björnsson 6 (10), Davíð Georgsson 4 (4), Jón Heiðar Gunnarsson 4 (5), - Sigurður Eggertsson 8 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 8/4 (10/4), Þorri Gunnarsson 5 (5), Garðar Sigurjónsson 4 (4), Róbert Hostert 4 (11). Varin skot: Kristófer Fannar Guðmundsson 11 (36/3, 31%), Þorgils Orri Jónsson 1 (10/1, 10%) - Björn Viðar Björnsson 18 (39/3, 46%), Magnús Erlendsson 2/1 (11/3, 18%), VALUR - HAUKAR 20-23 Atkvæðamestir - Mörk (skot): Sveinn Aron Sveinsson 8/4 (9/4), Finnur Ingi Stefánsson 4 (8), Þorgrímur Smári Ólafsson 3 (9) - Árni Steinn Steinþórsson 6/1 (13/2), Gylfi Gylfason 5 (9), Gísli Kristjánsson 4 (5), Adam Haukur Baumruk 4 (6). Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 12/3 (27/4, 44%), Hlynur Morthens 5 (13, 38%) - Aron Rafn Eðvarðsson 9 (25/3, 36%), Einar Ólafur Vilmundarson 3 (7/1, 43%), DOMINOS-DEILD KARLA FJÖLNIR - GRINDAVÍK 85-122 Atkvæðamestir: Sylverster Spicer 23 (13 frák.), Björgvin Ríkharðsson 13, Tómas Heiðar Tómasson 12, Paul Williams 12 - Samuel Zeglinski 38 (11 stoðs.), Aaron Broussard 18, Þorleifur Ólafsson 15, Jóhann Árni Ólafsson 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11. KFÍ - STJARNAN 101-107 (88-88) Atkvæðamestir: Damier Erik Pitts 36, Tyrone Bradshaw 21, Kristján Pétur Andrésson 21, Hlynur Hreinsson 10 - Justin Shouse 28, Marvin Valdimarsson 19, Brian Mills 18, Jovan Zdravevski 13, Fannar Freyr Helgas. 13, Dagur Kár Jónss. 10. TINDASTÓLL - ÍR 96-90 Atkvæðamestir: George Valentine 26/14 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 22/8 stoðs., Helgi Rafn Viggósson 10, Sigtryggur Arnar Björnsson 10 - Eric Palm 26, Hreggviður Magnússon 19, Isaac Deshon Miles 16, Nemanja Sovic 11/11 fráköst. KEFLAVÍK - NJARÐVÍK 91-92 (79-79) SNÆFELL - ÞÓR 92-97 Atkvæðamestir: Asim McQueen 22/15 fráköst, Jay Threatt 20/8 stoðs., Jón Ólafur Jónsson 19 - Benjamin Smith 23/7 stoðs., David Jackson 22, Grétar Ingi Erlendsson 14, Guðmundur Jónsson 12, Darri Hilmarsson 12. SKALLAGRÍMUR - KR 90-102 Atkvæðamestir: Haminn Quaintance 24/10 fráköst/6 stolnir, Carlos Medlock 22/6 stoðs./6 stolnir, Páll Axel Vilbergsson 17 - Brynjar Þór Björnsson 35/8 stoðs., Martin Hermannsson 20, Helgi Már Magnússon 15, Finnur Atli Magnusson 15, Kristófer Acox 11/11 fráköst. HANDBOLTI Óskar Bjarni Óskars- son færði sig um set hjá danska félaginu Viborg í gær. Hann var þá ráðinn þjálfari kvennaliðs félagsins og mun í kjölfarið hætta með karlaliðið sem hann hefur þjálfað í vetur. Ekki eru til peningar hjá félaginu til þess að reka karlalið- ið áfram en forráðamenn félagsins eru ánægðir með Óskar Bjarna og vildu að hann tæki við kvennalið- inu. Óskar var með samning við félagið út þessa leiktíð með mögu- leika á eins árs framlengingu. Frá því hefur verið gengið að hann verði með liðið út leiktíðina 2014. „Það er leikur 30. desember hjá stelpunum en þær eru í fríi þar sem það er EM kvenna í gangi. Þá get ég fylgt strákunum úr hlaði á meðan,“ sagði Óskar Bjarni. Hann hefur engu reynslu af því að þjálfa konur en aðstoðaði þó stundum Stefán Arnarson, þjálf- ara kvennaliðs Vals. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni. Þarna eru 8-9 landsliðs- menn og mikil pressa eins og sést er þjálfarinn var rekinn með liðið á toppnum. Þetta er allt annað umhverfi að öllu leyti og vart hægt að byrja á stærri stað sem kvenna- þjálfari. Það var lítil pressa á mér sem þjálfari karlaliðsins en nú fer ég alveg á hinn endann á spýtunni. Ég kann því ágætlega.“ Óskar segir að ráðningin veki nokkra athygli enda hafi hann ekki þjálfað kvennalið áður og sé þess utan ekki þekktur í Dan- mörku. „Menn spyrja bara hver þessi maður sé. Mér finnst gagnrýnin samt góð. Þetta verður ekki auð- velt enda langur vegur frá því að ég sé með allt með mér hérna. Ég hef ekkert sýnt í Danmörku og það er eðlilegt að menn séu með spurn- ingar. Ég hef því margt að sanna hérna og það verður gaman,“ sagði Óskar ákveðinn og bætti við. „Kvenna- og karlahandbolti er ekki eins og ég þarf að venjast því. Þetta er samt það sama að því leyti að ég er að vinna með alvöru leikmönnum. Þessar stelpur eru sigurvegarar. Ég vil taka sumt úr karlahandboltanum inn í kvenna- handboltann. Það er ein ástæðan fyrir því að ég fæ þetta starf held ég.“ Þjálfarinn viðurkennir að það sé léttir að fá sín mál á hreint eftir nokkra óvissudaga. „Þetta er búið að vera erfitt fyrir alla hérna. Það er því gott að allt sé orðið klárt og verður spenn- andi að byrja nýtt verkefni.“ - hbg Menn spyrja hver þessi maður sé eiginlega Óskar Bjarni Óskarsson er orðinn kvennaþjálfari í fyrsta sinn á ferlinum og byrjar á stórliði í Evrópu. Ráðinn til loka tímabilsins 2014. SPENNTUR Óskar reynir fyrir sér á nýjum vígstöðvum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Danskir meistarar 13 sinnum (5 silfur) Danskir bikarmeistarar 9 sinnum Meistaradeild Evrópu 3 sinnum (2 silfur) EHF-keppnin 3 sinnum Titlar síðustu fimm tímabil 2011-12 Bikar 2010-11 Bikar 2009-10 Meistari, Meistaradeildin 2008-09 Meistari, Meistaradeildin, bikar 2007-08 Meistari, bikar 2006-07 Meistari, bikar 2005-06 Meistari, Meistaradeildin ➜ Titlaskrá kvennaliðs Viborg HK SPORT ÞARF AÐ FÁ AÐ SPILA Bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson er á förum frá sænska félaginu IFK Göteborg í janúar. Félagið ætlar sér að kaupa nýjan mann í hans stað og samkomulag er á milli hans og félagsins að hann fái að fara annað. NÝIR TÍMAR Á NÝJU ÁRI Hjörtur Logi mun hafa vistaskipti í janúar en ekki liggur fyrir til hvaða félags hann fer. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.