Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 1
LÍFIÐ FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur 24 ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins Hsér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN Þhonum elda ljúffeng kjú ÍSLENSKUR SVEINKIStúfur kemur við í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 11.00 en á morgun er það Þvörusleikir og síðan Pottaskefill á sunnudag. Íslensku jólasveinarnir kíkja í heimsókn daglega í safnið, einn af öðrum til jóla, börnum og fullorðnum til gleði. Philips HX8 KEMUR Í STAÐ TANNÞRÁÐAR EVA SÓLAN GENGUR MEÐ TVÍBURA DÁSAMLEG JÓLATÍSKA BÍÓKÓNGUR FAGNAR 14. DESEMBER 2012 2 SÉRBLÖÐ Lífið | Fólk Sími: 512 5000 14. desember 2012 294. tölublað 12. árgangur 80% SPORT Helena Sverrisdóttir er ein af bestu þriggja stiga skyttunum í bestu körfuboltadeild í Evrópu. 70 UMHVERFISMÁL Skógfræðingar leggja til bann við innflutningi á jólatrjám vegna áður óþekkts átusvepps sem leggst á þin í Danmörku og Noregi. Innfluttur normannsþinur stendur hér undir allt að 80 prósentum af jólatrjáasölu. „Með áframhaldandi innflutningi á þin til Íslands er það ekki spurning hvort heldur hvenær sjúkdómurinn skýtur upp kollinum í íslenskum þin- skógum,“ segir í samantekt tveggja sér- fræðinga Skógræktar ríkisins um málið, þeirra Brynjars Skúlasonar og Halldórs Sverrissonar. Brynjar er sérfróður um skógerfðafræði og erfðavistfræði og Halldór um plöntusjúkdóma og kynbæt- ur trjáa. Halldór segir átusveppinn af ættkvísl- inni Neonectria en tegundin sé óviss. Gróhirslur sveppsins séu í klösum af rauðum vörtum sem sprengi sig út úr berkinum. „En þetta er svo nýtilkomið og ekki mikið vitað enn þá,“ segir hann. Hins vegar hafi þinurinn hingað til verið tal- inn mjög heilbrigður og lítil hætta vegna sjúkdóma eða meindýra sem fylgt gætu jólatrjám. Þinur var því ekki á bann- lista eins og aðrar ættkvíslir barrtrjáa í ræktun þegar reglugerð um inn- og útflutning á plöntum tók gildi árið 1990. „En það gæti breytt málinu ef þetta reynist eitthvað sem máli skiptir.“ Vísbendingar eru um að átusveppur- inn leggist á fleiri tré, svo sem á rauð- greni. „Reynist svo vera þá er þetta mjög alvarlegt mál vegna þess að miklu meira er í húfi.“ Halldór bendir á að rauðgreni sé annað aðaljólatré landsins. „Hitt er stafafuran.“ Þá bendir Brynjar á að leggist svepp- urinn á fleiri tré en þin geti það haft áhrif á alla garð- og skógrækt hér á landi. Halldór og Brynjar eru sammála um að rétt væri að banna innflutning á nor- mannsþin, í það minnsta tímabundið þar til í ljós kemur hversu mikil hætta stafar af átunni. „En því verður náttúru- lega ekki komið á strax, til þess vitum við ekki enn nógu mikið. En hugsanlega gæti verið komið bann fyrir næstu jól, ef þetta reynist svona skæður sjúk- dómur,“ segir Halldór og bendir á að nú standi yfir endurskoðun á reglugerð- inni um innflutning plantna hjá nefnd í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti. - óká Innflutningsbann á jólatré? Nýr átusveppur sem greinst hefur í Danmörku og Noregi gæti orðið til þess að innflutningur á normannsþin verði bannaður. Átan gæti ógnað hér allri garð- og skógrækt. Nefnd endurskoðar reglur um plöntuinnflutning. OPIÐ TIL Í KVÖLD DAGARTIL JÓLAHlæðu af þér hausinn um jólin www.forlagid. is Eftir höfunda Fimbulfambs SKOÐUN Mikilvægt er að engin afritunarvörn sé á rafbókum, skrifar Baldur Þór Emilsson. 26 af seldum jólatrjám á Íslandi er innfl uttur normannsþinur. MENNING Of Monsters and Men kemur sér fyrir í gömlu Fjölbraut í Garðabæ. 74 Grundarfjörður Kolgrafafjörður UMHVERFISMÁL Gríðarlegt magn af síld synti upp í fjöru í Kol- grafafirði í gær og drapst. Sér- fræðingur Hafrannsóknastofn- unar (Hafró) telur víst að um hundruð tonna sé að ræða. Síldar- flekkurinn er talinn ná yfir fer- kílómetra svæði. Síldin ber engin ytri merki um sýkingu sem herj- að hefur á íslensku sumargots- síldina. Hlynur Pétursson, útibússtjóri Hafró á Ólafsvík, var við sýna- tökur í Kolgrafafirði í gær. Hann varð vitni að því þegar síldin synti upp á land í þúsundavís. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Hlynur. Mælingar Hafró í fyrravetur sýndu að tæplega 300 þúsund tonn voru þá í firðinum. Mælingar frá því í byrjun þess- arar viku benda eins til að mikið magn síldar sé í firðinum nú. - shá / sjá síðu 4 Mörg hundruð tonn af síld synda upp í fjörur og drepast í Kolgrafafirði: Fjörur bunkaðar af dauðri síld Bolungarvík -1° ANA 7 Akureyri -4° A 3 Egilsstaðir -5° ANA 5 Kirkjubæjarkl. -2° ANA 6 Reykjavík -1° ANA 7 Bjart eða nokkuð bjart víðast hvar en lítilsháttar él allra austast. Strekkingur eða allhvasst með SA-ströndinni en annars hægari. Frost 0 til 8 stig. 4 JÓLASVEINNINN KOM AKANDI Á STRÆTÓ Leikskólabörnin í Krikaskóla fengu í gær heimsókn frá jólasveini nokkrum, sem kom akandi á strætisvagni. Krakkarnir tóku vel á móti sveinka og létu í té jólateikningar sínar, því eins og undanfarin ár verða strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins skreyttir innan sem utan með myndum frá leikskólabörnum. Fleiri leikskólar eiga því von á strætóheimsókn jólasveinsins næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Embætti sérstaks sak- sóknara hefur ákært Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarna Jóhannesson í svoköll- uðu Aurum-Holding máli. Þeir Lárus og Magnús, eru ákærðir sem aðalmenn í umboðssvikum en Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn. Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. um mitt ár 2008 til að kaupa hlut í breska félaginu Aurum Holding. Jón Ásgeir segir í yfirlýs- ingu sem send var Fréttablaðinu að hann telji að sakarefni sem á hann séu borin standist ekki skoðun. Hann var stjórnarfor- maður og aðaleigandi FL Group, stærsta eiganda Glitnis áður en bankinn féll. Hinir þrír sem ákærðir eru í málinu störfuðu allir hjá bankanum. - þsj / sjá síðu 18 Sérstakur saksóknari: Ákært fyrir umboðssvik í Aurum-málinu Vendingar í Eir-málinu Flestum ef ekki öllum fulltrúum Hjúkrunar- heimilisins Eirar verður skipt út á fundi í dag. 8 Smáríki í EES? Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur viðrað hugmyndir um að smáríkin San Marínó, Andorra og Mónakó fái aðild að EES. 10 Bætur fyrir pyntingar Mannrétt- indadómstóll Evrópu hefur dæmt þýskum bílasala bætur fyrir ólög- mæta handtöku og pyntingar af hálfu CIA. 12 Nýtt hlutverk Elma Lísa býr sig undir móður- hlutverkið. Þau Reynir, eiginmaður hennar, eiga von á barni í byrjun maí. 6-8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.