Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 28
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Þann 10. desember ár hvert höldum við upp á alþjóðlega mannréttinda- daginn, en á þessum sama degi í ár vildi svo til að ESB veitti friðarverðlaun- um Nóbels viðtöku. Þessi tilviljun er viðeigandi. ESB er heiðrað fyrir störf í þágu lýðræðisumbóta, sáttaumleitana og mann- réttinda og fyrir að stuðla að friði og stöðugleika um álfuna alla. Þetta er mikil viður- kenning á verkum okkar. Á sama tíma hvetur hún okkur öll – stofn- anir ESB, aðildarríkin og hina 500 milljón íbúa – til að vinna saman og standa vörð um mannréttindi, ekki einungis innan landamæra okkar heldur um allan heim. Nú síðast í júlí samþykkti ESB verkáætlun um mannréttindi (e. Human Rights Strategy) og skip- aði í fyrsta sinn í embætti sérlegan fulltrúa ESB á sviði mannréttinda- mála. Mannréttindi eru lykilstef í utanríkisþjónustu ESB, allt frá viðskiptum til umhverfismála og þróunarsamvinnu til öryggismála. Þetta er viðurkenning á þeirri staðreynd að virðing fyrir mann- réttindum er mikilvægur hluti lausnarinnar í nær öllum tilvik- um mannlegra þjáninga og átaka. Vinnum saman En við getum einungis unnið mannréttindum brautargengi á árangursríkan hátt ef við vinnum saman og deilum ábyrgðinni á því að koma þeim á framfæri og standa um þau vörð. Efling mann- réttinda krefst þess að ESB myndi breiða samstöðu – með öðrum ríkis stjórnum, alþjóðastofnunum, einkageiranum og, umfram allt, með borgurunum. Í dag vinnur ESB náið með samstarfsaðilum um allan heim, til að mynda SÞ, ÖSE, Evrópuráðinu og Afríkusam- bandinu. Auk þess stefnum við að fullri samvinnu við hundruð frjálsra félagasamtaka um heim allan til að leita ráða og magna upp boðskapinn um mannréttindi. Þema mannréttindadagsins í ár – samheldni og réttur- inn til þátttöku í opinberu lífi – gæti ekki verið tíma- bærara. Óskin eftir að greypa þessi grundvall- arsjónarmið inn í samfé- lagið er hreyfiaflið á bak við það sem við verðum vitni að í arabaheiminum í dag. Nýleg skref í átt til lýðræðisumbóta í nokkr- um ríkjum á svæðinu og víðar vekja upp vonir hjá fólki alls staðar. En það má ekki taka slíkum árangri sem gefnum hlut. Jafnvel í löndum þar sem lýð- ræðisumbætur hafa átt sér stað þarf meira en einar kosningar til að lýðræði nái að skjóta rótum. Þegar við fögnum réttinum til að taka þátt í opinberu lífi heiðr- um við vinnu þeirra sem berjast fyrir mannréttindum og sem berj- ast fyrir tjáningarfrelsi, taka þátt í kosningum og bjóða sig fram til opinberra embætta. Við viljum einnig leggja áherslu á hið mikil- væga starf borgaralegra samtaka í þágu mannréttinda. Kór frelsis Þróttmikið borgaralegt samfélag og aukin samskipti milli frjálsra félagasamtaka og stjórnvalda, svæðisbundinna samtaka jafnt sem alþjóðlegra, eru lykillinn að því að verja mannréttindi, lýð- ræði og réttarríkið. Í síðustu viku leiddi hið 14. árlega málþing ESB og frjálsra félagasamtaka í Bruss- el saman yfir 200 virka málsvara mannréttinda, aðgerðasinna og stefnumótendur. Heima við eru þeir oft einmana raddir en saman mynda þeir kór frelsis. ESB mun styðja slíka málsvara frelsis um heim allan af fullum þunga. Ástæðan er sú að á of mörgum svæðum er útilokun fremur regl- an en undantekningin. Í mörgum ríkjum er borgurum synjað um tækifæri til þátttöku í ákvarðana- töku sem hefur áhrif á líf þeirra. Sumir eru jafnvel pyndaðir eða settir í fangelsi fyrir að tjá sjón- armið sín. Ein þeirra sem hlutu Sakharov-verðlaun Evrópuþings- ins árið 2012 er Nasrin Sotoudeh, en hún þekkir þetta af eigin raun. Hún sýndi ótrúlegt hug- rekki þegar hún stefndi lífi sínu í hættu við að mótmæla takmörkun- um á réttindum fjölskyldu henn- ar. Þannig hefur hún sent skýr skilaboð til Íran og umheimsins sem blása verndurum mannrétt- inda um víða veröld byr í brjóst. Í Kína situr handhafi friðarverð- launa Nóbels árið 2010, Liu Xiabo, enn af sér ellefu ára fangelsis- dóm vegna skrifa sinna, en það er skýrt brot á tjáningarrétti hans. Óhóflegar hömlur Á sama tíma eru óhóflegar hömlur lagðar á félagasamtök hvað varðar tjáningar- og félagafrelsi. Þessum aðferðum er oft beitt undir þeim fölsku forsendum að verið sé að vernda rétt annarra, til að mynda í baráttunni gegn hryðjuverkum. Starfsmenn frjálsra félagasam- taka og þeir sem verja mannrétt- indi mæta oft ofsóknum og bein- um lögsóknum á degi hverjum og til að þagga niður í þeim eru þeir einfaldlega stimplaðir „föður- landssvikarar“. Bann við aðgengi að fjármagni, sem er nauðsynlegt tilveru margra frjálsra félagasam- taka, færist í aukana og verður að hamla slíku. Mannréttindahreyfingin mun hafa náð raunverulegum árangri þegar sérhver einstaklingur finn- ur fyrir sameiginlegri ábyrgð og brýnni þörf fyrir að berjast fyrir réttindum annarra. Við ættum að líta til 10. desember í ár sem upp- hafs að einhverju nýju fyrir þessa stóru, alþjóðlegu áskorun. Þess vegna skulum við ekki benda á aðra, heldur taka saman höndum í sameiginlegu átaki til að tryggja að sérhver kona og sérhver maður hafi tækifæri til að hafa áhrif á og móta líf sitt og samfélag. Tökum höndum saman Verðtrygging er ein- kennilegt fyrirbæri. Hún fyrir finnst hvergi nema á íslandi, nema þá í formi afleiða sem fagfjárfestar sýsla með. Þegar ég lærði af verð- tryggingunni fyrst var mér sagt að hún væri fyrst og fremst til að tryggja sparifjáreigendur og elli- lífeyrisþega fyrir áhrifum óðaverðbólgu. Ef nánar er að gáð sést að hún er beinlínis til- vistarforsenda hins íslenska lífeyr- iskerfis. Kerfis sem byggir á sjóðs- söfnun í stað gegnumstreymis. Lífeyrissjóðakerfi líkt og á Íslandi fyrirfinnst hvergi annars staðar í heiminum. Verðtryggingin ákvarðast af innlendri neysluvísitölu. Hún á á engan hátt að vera íþyngjandi vegna þess að það er meint þensla, eða kaupmáttaraukning almenn- ings, sem bætir fyrir hækkaða greiðslubyrði og höfuðstól. Neysluvísitala á að endur- spegla þenslu, en er þar að auki tengd breytingum á gengisvísi- tölu í gegnum breytingu á verði innfluttra vara. Þar stendur hníf- urinn í kúnni. Þetta gerir það að verkum að verðtryggingin verndar ekki einungis fjármagnseigendur gegn þenslu heldur líka gengisfalli. Hreint gengisfall leiðir undantekn- ingarlaust til kaupmáttarrýrnunar. Hrein eignatilfærsla Vegna verðtryggingar þarf skuld- arinn að taka á sig hækkun höfuð- stóls vegna gengisfallsins. Kaup- máttarrýrnun skuldarans er því tvöföld. Svo virðist sem hrein eignatilfærsla eigi sér stað frá skuldara til fjármagnseiganda. Er þetta sanngjarnt fyrirkomulag? Nú þegar fjármagnseigendur eru svona kyrfilega varðir gegn verðbólgu dregur jafnframt úr hvata þeirra til að halda aftur af henni. Einnig bregst Seðlabankinn ávallt vasklega við og hækkar stýrivexti þegar verðbólgan gerir vart við sig. Þá hækka vextir á óverðtryggðum innistæðum einnig sem skuldarar með óverðtryggðar skuldir sitja uppi með með hærri greiðslubyrði. Allt hvetur þetta til aukinnar verðbólgu þar sem hækkanir á greiðslubyrði og höfuðstól kalla á meira peningamagn. Núverandi fyrirkomulag setur hóp skuldara í mjög óheppilega stöðu. Þeir sem eru með verðtryggt vilja fá stýrivexti í hæstu hæðir þar sem það kann að stemma stigu við verðbólgu samkvæmt alvitrum Seðlabanka. Skuldurum með óverð- tryggðar skuldir er hins vegar slétt sama um verðbólguna en vilja stýrivexti sem allra lægsta. Þarna er komin gjá í raðir fólks sem undir eðlilegum kringumstæðum ætti að vinna saman. Þetta er ekki samfélaginu til góða. Ósjálfbærar skuldir Í dag heyrist mikið talað um ósjálfbærar skuldir. Það virðist eiga við um ríki, fyrirtæki og ein- staklinga á Íslandi í dag. Þetta er líklegast helsta vandamál fjár- málakerfisins í heiminum í dag. Það er ekki að ástæðulausu að vextir stöndugustu ríkja eru nán- ast neikvæðir. Ef verðtrygging væri afnumin á Íslandi myndi raunvirði allra skulda í krón- um minnka við verðbólgu. Laun myndu hins vegar halda kaup- mætti sínum. Þetta gerði það að verkum að skuldir færðust nær því að vera sjálfbærar. Niðurstaða mín er því sú að með því að afnema verðtryggingu væri ekki einungis verið að leiðrétta mikið ranglæti gagnvart skuld- urum, heldur myndi greiðslugeta skuldara aukast umtalsvert og stórt skref væri stigið í átt til stöð- ugleika. Forsenda þeirra breytinga væri sú að lífeyrissjóðunum væri breytt í gegnumstreymissjóði eins og finnast annars staðar í heimin- um. Afnám verðtryggingar, breyting lífeyrissjóða og aukin verðbólga. Galin hugmynd? Kannski. En þó varla meira galin en vandinn sem steðjar að okkur. Afnám verðtryggingar lykill að endurreisn? Hvenær ætla stjórnvöld að gera eitthvað fyrir fólkið sem rétt svo nær endum saman um hver mánaða- mót? Umræðan hefur sífellt verið um það fólk sem tók gengistryggð lán og stjórnvöld hafa einbeitt sér við að aðstoða það fólk. En það eru svo margir sem rétt svo ná endum saman. Ég er námsmaður í mastersnámi, maður- inn minn er í vinnu og við erum með eitt barn á framfæri. Við eigum íbúð, sem er ódýrara en að vera á leigumark- aðnum. Strákurinn okkar er hjá dagmömmu. Námslánin eru allt- of lág að mínu mati. Við borgum alla reikninga en við leyfum okkur ekki mikið. Ég tel að margir séu í þessari stöðu eins og við erum í. Hvað þá þegar bæði konan og maðurinn eru í námi? Eini mögu- leikinn til að hafa það gott í þeirri stöðu er að eiga nokkur börn, en námslánin hækka með hverju barni. Þegar ég var í fæðingarorlofi þá var aðalkvöldmaturinn á mínu heimili súpa og brauð. Maðurinn minn fékk heita máltíð í vinnunni. Einhvers staðar þurftum við að skera niður og maturinn varð fyrir valinu. Maðurinn minn vann tímabundið auka- vinnu meðan á fæðingar- orlofinu stóð til þess að ná endum saman. Hvenær ætla stjórnvöld að lækka matarkörfuna? Hvernig og hvenær á að lækka bensínið? Hvenær á að fara að gera Ísland að landi sem hægt er að búa í við ágætar aðstæður? Hvenær á að hjálpa fólkinu sem rétt svo meikar það út mánuðinn? Ég er ekki hissa á að fólk streymi úr landinu í leit að betri kjörum. Ég er komin með nóg af aðgerð- arleysi stjórnvalda. Ég vil sjá eitt- hvað róttækt gert fyrir fólkið hér í landi til þess að það geti átt betra líf. Hvenær ætla stjórnvöld að hjálpa fólkinu í landinu? Dögun er nýtt samvinnu- miðað umbótaafl sem sett hefur ýmis þjóðþrifamál á oddinn. Þar má nefna aðgerðir í efnahagsmál- um, nýja stjórnarskrá og uppstokkun á stjórn fisk- veiða. Dögun mun bjóða fram á landsvísu í næstu alþingiskosningum. Líta má á framboðið sem tillögu. Tillögu að forgangsröðun verkefna, aðferðafræði við lausn þeirra og tillögu að fólki til starfans. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér á framboðslista Dögunar til að fylgja eftir því starfi sem ég hef tekið þátt í und- anfarin misseri og snúa að lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar og lýðræðisumbótum. Kjarabarátta Kjarabarátta er til í mörgum myndum. Ein birtingarmynd þeirrar baráttu er verðtrygging- in, en ég tel nauðsynlegt að koma á þjóðarsátt um afnám hennar og almenna leiðréttingu lána. Inn- leiða þarf nýtt óverðtryggt hús- næðislánakerfi þar sem áhættu af viðskiptum með lánsfé er dreift. Hverfa verður frá þeirri ofur- áherslu sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna í húsnæðis- málum. Einnig þarf að skapa skilyrði fyrir heilbrigðum leigumarkaði, meðal annars með opinberum leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Margir, og sér í lagi ungt fólk, eiga í erfiðleikum með að koma sér upp heimili. Á því verður að taka. Ég vil lögfesta lág- markslaun og uppræta óútskýrðan launamun kynjanna. Stjórnir lífeyr- issjóða eiga að mínu viti að vera kosnar af sjóðs- félögum. Að sama skapi sé ég fyrir mér að for- svarsmenn stéttarfélaga og heildarsamtaka þeirra verði í framtíðinni kosn- ir í allsherjarkosningu félagsmanna. Heildar- endurskoðun á lífeyris- sjóðakerfinu verður líka að fara fram, því kerfið stendur ekki undir framtíðarskuldbind- ingum sínum. Þá er óhjákvæmi- legt að endursemja um opinberar skuldir svo afborganir og vaxta- greiðslur ógni ekki tilverugrund- velli þjóðarinnar. Síðast en ekki síst, í þessari ótæmandi upptalningu verkefna, vil ég eindregið að ný stjórnar- skrá, á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs, verði að veruleika. Vondur draumur Upphaflega stóð ekki til af minni hálfu að fara út í stjórnmál þrátt fyrir áhuga á samfélagsmálum. Þær aðstæður sem sköpuðust á Íslandi haustið 2008 ráku mig hins vegar af stað. Þá gegndi ég stöðu aðstoðarframkvæmda- stjóra hjá ferðaþjónustufyrir- tæki og var ekki mjög virkur í opinberri umræðu. Miklu fremur vildi ég huga að því sem stóð mér næst: fjölskyldunni, heimilinu og rekstri fyrirtækisins. Svo vakn- aði ég við vondan draum. Hafði flotið sofandi að feigðarósi. Ég lofaði sjálfum mér í framhald- inu að gera allt sem í mínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að þær aðstæður sem þá voru uppi gætu myndast aftur. Með það fyrir augum tók ég að mér það sjálfskipaða hlutverk að veita samfélaginu og stjórnvöld- um aðhald. Meðal annars með því að tala við annað fólk um þjóð- félagsmál, skrifa pistla og taka þátt í stofnun og starfi Hagsmuna- samtaka heimilanna, sem ég veitti formennsku um tíma. Haustið 2009 var ég ráðinn til starfa fyrir Hreyfinguna og þingmenn henn- ar. Vorið 2010 tók ég þátt í stofn- un Íbúahreyfingarinnar í Mos- fellsbæ, sem bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Íbúa- hreyfingin lagði upp með áherslur á aukið íbúalýðræði, gegnsæi, valddreifingu, ábyrga fjármála- stefnu og velferð íbúa. Íbúahreyf- ingin fékk næstflest atkvæði og vann kosningasigur. Ég er nú varabæjarfulltrúi hennar. Ég hef verið virkur þátttakandi í stofnun og starfi Dögunar og sit í fram- kvæmdaráði félagsins. Ég býð fram krafta mína og vona að þeir geti orðið að gagni. Ég vil gera gagn MANNRÉTTINDI Stavros Lambrinidis sérlegur fulltrúi ESB á sviði mannrét- tinda ➜ Í dag vinnur ESB náið með samstarfsaðilum um allan heim, til að mynda SÞ, ÖSE, Evrópuráðinu og Afríkusambandinu. ➜ Einnig þarf að skapa skil- yrði fyrir heilbrigðum leigu- markaði, meðal annars með opinberum leigufélögum sem ekki eru rekin í hagn- aðarskyni. Margir, og sér í lagi ungt fólk, eiga í erfi ð- leikum með að koma sér upp heimili. Á því verður að taka. ➜ Nú þegar fjár- magnseigendur eru svona kyrfi lega varðir gegn verðbólgu þá dregur jafnframt úr hvata þeirra til að halda aftur af henni. STJÓRNMÁL Þórður Björn Sigurðsson fv. formaður Hagsmunasamtaka heimilanna SAM- FÉLAGSMÁL Guðrún Kjartansdóttir námsmaður ➜ Hvenær á að fara að gera Ísland að landi sem hægt er að búa í við ágætar aðstæður? FJÁRMÁL Þráinn Guðbjörnsson verkfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.