Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 10
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Einfaldara fyrir smáríkin þrjú að ganga í ESB Framkvæmdastjórn ESB viðraði nýlega hugmyndir um að þrjú smáríki myndu fá aðild að EES. Utanríkisráðherra segir það ekki hafa komið formlega til umræðu. Jafnvel væri einfaldara fyrir þau að ganga í ESB. Ísland Noregur Andorra: Flatarmál 468 km² Íbúafjöldi: 78.100 manns Aðalatvinnuvegur: Ferða- mannaiðnaður San Marínó: Flatarmál 61,2 km² Íbúafjöldi: 32.300 Aðalatvinnuvegir: Fjármála- þjónusta, raftæki, ferðamennska Mónakó: Flatarmál 1,95 km² íbúafjöldi: 36.300 Aðalatvinnuvegur: Ferða- mannaiðnaður EVRÓPUMÁL Hugmyndir um aðild smáríkjanna San Marínó, Andorra og Mónakó að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sem viðraðar eru í nýlegri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB, eru ekki nýjar af nálinni. Engin formleg erindi þess efnis hafa þó borist frá ríkjunum þremur til EFTA. Þetta segir Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra aðspurður. Össur segist ekki taka afstöðu til hugmynd- anna, en jafnvel sé einfaldara fyrir ríkin þrjú að sækja um fulla aðild að ESB en að fara í gegnum EES að innri markaðinum. Staða ríkjanna gagnvart ESB er um margt yfirgripsmikil en um leið er hún ekki heildstæð. Ríkin hafa lýst yfir áhuga á nánari samþætt- ingu við ESB og aðgangi að innri markaði ESB. Í ljósi þess ákvað framkvæmdastjórnin að velta upp hugsanlegum valkostum í þessum efnum. Fimm kostir til nánari samvinnu eru dregnir fram í téðri skýrslu, meðal annars bein aðild ríkjanna að ESB, sem er talin illgerleg vegna smæðar ríkjanna og stjórnsýslulegra takmark- ana. Lagt er til að tveir kostir verði skoðað- ir nánar; annars vegar aðild að EES og hins vegar tvíhliða samningar milli ESB og ríkjanna þriggja hvers fyrir sig, sem byggðu mögulega á forskrift EES-samningsins. Þrjú EFTA-ríki eru í EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein. Stjórnvöld í Noregi voru fyrst um sinn afhuga hugmyndunum en síðan virðist afstaða þeirra hafa mildast nokkuð. Í samtali við norska dagblaðið Nationen fyrir skemmstu sagði Espen Barth Eide utanríkis- ráðherra að hann hefði í fyrstu verið efins um að ríkin hefðu bolmagn til þátttöku í EES. Eftir samtöl við fulltrúa frá Andorra og Liechten- stein hefði hins vegar orðið úr að ræða málið frekar. „Við höfum ekki útilokað neitt eða tekið endanlega ákvörðun. Málið verður að leggja vandlega upp,“ segir Eide, sem leggur áherslu á mikilvægi þess að ríkin hafi bolmagn til þátt- töku í EES. Nationen hefur einnig eftir talsmanni sendi- nefndar Liechtenstein gagnvart ESB að stjórn- völd þar séu opin fyrir því að ræða málið. EES-samningurinn lýtur að samkomulagi milli fyrrnefndra EFTA-ríkja og ESB-ríkjanna 27. Til að fá aðild að EES þyrftu ríkin þrjú væntanlega að ganga fyrst í EFTA, en Össur segir það ekki hafa komið formlega til tals. „Mér er ekki kunnugt um nokkrar málaleit- anir af hendi þessara ágætu ríkja gagnvart því að ganga í EFTA. Hugmyndin kemur líka fram annars staðar en hjá EFTA og eins og ég hef sagt áður eru það forréttindi EFTA-ríkjanna að ákveða sjálf hverjir eru teknir þar inn. Svo er þetta ekki endilega besta lausnin fyrir ríkin, því að ég tel að það yrði einfaldara fyrir þau að ganga beinlínis í ESB frekar en EES. Það gæti hins vegar verið flóknara fyrir sambandið,“ segir Össur. thorgils@frettabladid.is NORÐUR-KÓREA, AP Í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu, skáluðu menn í bjór á þriðjudag og dönsuðu á götum úti til að fagna velheppn- uðu eldflaugarskoti. Með eldflauginni sendu þeir veðurhnött út í geiminn, en hann virðist orðinn stjórnlaus á braut umhverfis jörðu og óljóst hvaða hlutverk honum er ætlað. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Japan krefjast refsiaðgerða og meira að segja Kínastjórn, sem jafnan hefur stutt vel við bakið á Norður-Kóreu, lýsti efasemdum um skynsemi þessa afreks. Norður-Kóreumenn hafa und- anfarin ár gert nokkrar tilraunir með flugskeyti, en sérfræðingar segja þá eiga langt í land með að koma sér upp áreiðanlegum flug- skeytum. Norður-Kórea segir viðbrögðin alltof hörð: „Við vonum að öll ríki, sem eiga hagsmuna að gæta, beiti skynsemi og haldi ró sinni til að koma í veg fyrir að ástandið þró- ist út á óæskilegar brautir,“ hafði fréttastofa landsins eftir tals- manni utanríkisráðuneytisins. - gb Norður-Kórea skaut veðurhnetti út í geim: Hnötturinn stjórnlaus SKÝRT FRÁ SKOTINU Þulan í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu segir tíðindin. NORDICPHOTOS/AFP Desember 2012 Þriggja þrepa eldflaug af gerðinni Unha-3 skotið á loft. Norður-Kór- eumenn segja hana hafa verið notaða til að koma veðurhnetti á braut umhverfis jörðu. Apríl 2012 Þriggja þrepa eldflaug af gerðinni Unha-3 springur eftir nokkurra mínútna flug og hafnar í hafi. Apríl 2009 Norður-Kóreumenn skjóta þriggja þrepa eldflaug á loft. Þeir segja tilraunina hafa heppnast, en Bandaríkjamenn segja flaugina hafa hafnað í hafi. Júlí 2006 Norður-Kóreumenn skjóta lang- drægu flugskeyti á loft. Bandarík- in segja tilraunina hafa mistekist: Flaugin hafi farið í sundur eftir 40 sekúndna flug. Flugskeytatilraunir Norður-Kóreu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.