Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 18
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | Sérstakur saksóknari gaf á mið- vikudag út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Weld- ing, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni í svokölluðu Aurum Holding-máli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snú- ast ákærurnar um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Lárus og Magnús eru ákærðir sem aðalmenn en Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildar- menn. Réttarstöðu Pálma Haralds- sonar hefur verið breytt í réttar- stöðu vitnis. Hann hafði um tíma réttarstöðu sakbornings. Við þeim brotum sem ákært er fyrir getur legið allt að sex ára fangelsisdómur. Þetta er í annað sinn sem Lárus Welding er ákærður fyrir meint umboðssvik. Í byrjun þessarar viku lauk málarekstri í hinu svokallaða Vafningsmáli þar sem farið er fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir honum vegna umboðssvika. Niður- stöðu í því máli er að vænta 28. des- ember næstkomandi. Tveir milljarðar til Pálma og Jóns Rannsókn málsins hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Þann 16. nóvember 2010 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara hús- leitir á fjölmörgum stöðum, handtók menn og boðaði aðra til yfirheyrslu vegna fimm sundurgreindra mála sem tengjast Glitni sem það var með til rannsóknar. Á meðal þeirra mála var sex milljarða króna lán- veiting Glitnis til FS38 ehf., félags í eigu Pálma Haraldssonar, í júlí 2008. Lánið var notað til að kaupa eignarhlut Fons, sem var einnig í eigu Pálma, í Aurum Holding, sem á bresku verslanakeðjurnar Gold- smiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Eftir að lánið var greitt út notaði FS38 fjóra milljarða króna af því til að gera upp vanskil Pálma Haralds- sonar en tveir milljarðar króna voru færðir inn á hlaupareikning Fons. Þaðan var einn milljarður króna færður inn á persónulegan hlaupa- reikning Jóns Ásgeirs. Samkvæmt tölvupósti sem Pálmi sendi starfsmönnum Glitnis við undirbúning lánveitingarinnar átti afgangur hennar að vera frír „til ráðstöfunar fyrir Fons“. Það var um einn milljarður króna. Bjarni Jóhannesson, sem var viðskipta- stjóri hjá Glitni og þjónustaði meðal annars félög í eigu Jóns Ásgeirs, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs Glitnis og sat í áhættunefnd hans, komu báðir að veitingu lánsins til FS38. Selt aftur til Glitnis fyrir krónu Samhliða lánasamningnum gerðu Glitnir og Fons með sér samning um sölurétt Fons á FS38 til Glitnis á eina krónu. Þann 30. desember 2008 til- kynnti Fons um að félagið hygðist nýta sér þennan sölurétt. Þannig komst FS38 í eigu Glitnis sem sat uppi með sex milljarða króna lánið og hlutabréfin í Aurum sem keypt höfðu verið. Þegar lánið var á gjald- daga í júlí 2009 var ekki hægt að greiða það. Slitastjórn Glitnis hefur metið virði Aurum-bréfanna á þeim tíma sem ekkert. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þeirra milljarða sem greidd- ir voru til Pálma hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í mars 2011 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara umfangsmikla húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, og lagði meðal annars hald á gögn sem tengdust þeirri millifærslu. Tæpt ár tók að fá þau gögn afhent frá lúxemborgskum yfirvöldum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skiptu þessi gögn miklu máli fyrir rannsókn Aurum- málsins. Rannsóknarfasa málsins lauk fyrir þó nokkru síðan en dregist hefur að taka ákvörðun um hvort ákæra ætti og hverja. 60% er sá hlutur í Aurum Holding sem þrotabú Landsbank- ans seldi nýverið. 1,0 pund er sú upphæð sem hlut- hafar Aurum seldu hluta- bréf sín á árið 2009. Lesa má bréf Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar í heild sinni á Vísi. visir.is Fjórir ákærðir fyrir umboðssvik Þrír fyrrum stjórnendur Glitnis og fyrrum stjórnarformaður aðaleiganda bankans hafa verið kærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu til kaupa á Aurum Holding. Réttarstöðu Pálma Haraldssonar breytt. Hann er nú vitni. Aurum Holding fór í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu á árinu 2009. Þá var félagið endurfjármagnað, skuldum upp á 8,5 milljarða króna breytt í nýtt hlutafé og kröfuhafar lánuðu Aurum auk þess tvo milljarða króna. Á sama tíma seldu allir hluthafar, þar á meðal Glitnir, hlutafé sitt á málamyndaverði og afskrifuðu það í kjölfarið. Rekstur Aurum hefur batnað til muna eftir þetta og jókst hagnaður félagsins til að mynda um 53 prósent á rekstrarárinu 2011. Í stefnu slitastjórnar Glitnis, sem greint er frá hér til hliðar, segir að „skv. tillögu frá Pricewaterhouse Coopers sem sett var fram til að forða Aurum frá gjaldþroti breytti Landsbankinn, sem var helsti lánardrottinn félagsins, hluta af lánum sínum í hlutafé gegn því að allir hluthafar félagsins seldu hlutabréf sín á málamyndaverði sem var eitt pund. Á það féllust hluthafar og afskrifuðu sitt hlutafé í Aurum“. Eftir þessa endurskipulagningu eignaðist Lands- bankinn um 60 prósenta hlut í Aurum. Þann hlut seldi þrotabúið fyrr í þessum mánuði til Apollo Global Management. Söluverð alls hlutafjár í Aurum var um 175 milljónir punda, um 36 milljarðar króna, þegar saman eru lögð greiðsla og vaxtaberandi skuldir sem keyptar voru. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn hinn ákærðu í málinu, sendi bréf til sérstaks saksóknara vegna þess í síðustu viku þar sem hann fjallar um nýlega sölu á Aurum. Í bréfi Jóns Ásgeirs, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að „við umbreytingar á skuldum Aurum í hlutafé á árinu 2009 var Glitni boðið að taka þátt í hlutafjáraukning- unni, sem slitastjórn Glitnis hafnaði. Með því varð Glitnir af því tækifæri að verja eign sína. Hefði sú ákvörðun ver- ið tekin er ljóst að tap Glitnis vegna umræddra viðskipta hefði ekki átt sér stað. Don McCarthy, sem tók stöðu Glitnis við aukninguna, er nú að hagnast um á fimmta milljarð ISK. Sá hagnaður hefði auðveldlega getað verið Glitnis, ef réttar ákvarðanir hefðu verið teknar“. Jón Ásgeir hélt því einnig fram í bréfinu að austur- lenska skartgripafyrirtækið Damas hefði haft samband við seljendur á lokametrum sölunnar og óskað eftir því að fá að kaupa félagið fyrir hærra verð. Það hefði hins vegar ekki verið hægt þar sem þegar hefði verið búið að undirrita samkomulag um sölu til Apollo. Slitastjórn Landsbankans vildi ekki tjá sig um þennan skilning í gær þegar Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum um málið. Landsbankinn hagnast vel á Aurum Lárus Welding var for- stjóri Glitnis og formaður áhættunefndar bankans. Hann er einn hinna stefndu í skaðabótamáli slitastjórnar Glitnis vegna Aurum-lánsins og er sakborningur í svoköll- uðu Vafningsmáli. Þar er honum einnig gefið að hafa framið umboðssvik. Lárus er ákærður sem aðalmaður í umboðssvikum. Magnús Arnar Arngrímsson gegndi stöðu framkvæmda- stjóra fyrirtækjasviðs Glitnis og sat í áhættunefnd bankans. Hann starfaði um tíma hjá Íslandsbanka eftir hrun. Magnús Arnar er ákærður sem aðalmaður í umboðssvikum. Hinir ákærðu Slitastjórn Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis vegna Aurum-lánsins snemma árs 2010 og eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008. Málið var sett í biðstöðu í febrúar síðastliðnum eftir að dómari þess í héraðsdómi vildi fá að vita hvað kæmi út úr rannsókn sérstaks saksóknara áður en lengra yrði haldið. Málið var tekið aftur fyrir í maí og þá lögðu dómkvaddir matsmenn fram mat sitt á virði eignarhlutar Fons í Aurum þegar Glitnir veitti lán til kaupa á honum í júlí 2008. Niðurstaða þeirra var sú að virði hlutarins hefði verið á bilinu 0 til 929 milljónir króna og eðlilegt mat á honum hefði verið þar mitt á milli, eða 464 milljónir króna. Það er þrettán sinnum lægri upphæð en það sem greitt var fyrir hlutinn. Hinir stefndu vísuðu þessu mati á bug og fóru fram á yfirmat. Það hefur enn ekki verið klárað. Eftir að sérstakur saksóknari ákvað að ákæra í Aurum-málinu er ljóst að einkamálið mun frestast þar til niðurstaða liggur fyrir í saka- málahluta þess. Því er ljóst að það mun fylgja hinum stefndu í nokkur ár til viðbótar. MÁL SLITASTJÓRNARINNAR FRESTAST Jón Ásgeir Jóhannesson, var stjórnarformaður og aðaleigandi FL Group, sem var stærsti eigandi Glitnis. Hann er einn hinna stefndu í skaðabótamáli slitastjórnar Glitnis vegna Aurum-lánsins. Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum. Bjarni Jóhannesson er fyrrum viðskiptastjóri hjá Glitni. Hann sá meðal annars um viðskipti Baugs og tengdra aðila við bankann fram að falli hans í október 2008. Bjarni er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum. Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Jón Ásgeir Jóhannesson segir í yfirlýsingu sem hann sendi til Fréttablaðsins að um skáldað sakamál sé að ræða. „Sakarefni sem á mig eru borin standast ekki skoðun. 1 Glitnir var betur tryggður eftir viðskiptin en fyrir. Það sjá allir sem málið skoða. 2 Fons var vel gjaldfært þegar samningur var gerður samkvæmt úttekt. 3 Þú Blá Sól ehf. gerði samning við Fons, ekki Glitni. 4 Aurum hefur staðið undir því verðmæti sem notað var sem viðmið. 5 Það er fáránlegt að halda því fram að við, sem stærstu eigendur Glitnis á þessum tíma, hefðum hag af því að skaða bankann. 6 milljarða tap hefði kostað okkur í kringum 16 milljarða í markaðsvirði. 6 Ég tók þátt í því að koma á góðum viðskiptum fyrir Glitni. Menn geta endalaust rifist um verðmat, en það er óumdeilt að Aurum var selt í síðustu viku á 36 milljarða. Það er mun hærra verð en saksóknari notar í verðmati i ákæru. Ég er dapur yfir því að hafa verið ofsóttur af yfirvöldum í 10 ár. Frá ágúst 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá íslenskum yfirvöldum. Það er þungbært fyrir mig og mína fjölskyldu. Margir segja að aðkoma mín að útgáfu Fréttablaðsins sé ástæðan fyrir því en það er óumdeilt að ofsóknir gegn mér byrjuðu á sama tíma. Það þekkja allir sögu tölvupósta fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins þar sem yfirvöld voru hvött til aðgerða gegn mér og mínum. Það að ákæra mann sem er með mál í dómi, Lárus Welding, er eins ómanneskjulegt og hægt er að hugsa sér. Það er mýta að efnahagsbrot séu flókin. Það hins vegar tekur tíma að skálda upp sakamál. Það er einmitt að gerast í þessu máli og öðrum.“ Jón Ásgeir segir sakamálið skáldað ASKÝRING | 18 SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI ÁKÆRIR Í AURUM HOLDING MÁLINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.