Fréttablaðið - 24.12.2012, Side 30
24. desember 2012 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 26TÍMAMÓT
Kristján Leósson fagnar 42 ára afmæli
sínu í dag. Hann segir afmælis-
pakkana og veisluhöldin hafa stytt bið-
ina eftir jólunum þegar hann var barn.
„Ég hef ekki prófað neitt annað en
að eiga afmæli þennan dag, þannig að
ég hef nú engan samanburð, en mér
þótti alltaf vænt um afmælisdaginn
því hann þótti svolítið spes. Maður
passaði sig þó á því að öllum gjöfum
yrði ekki slegið saman, það var alveg
bannað og er enn í dag. Það er enginn
afsláttur gefinn á því,“ segir Kristján
sem starfar sem vísindamaður hjá
raunvísindastofnun Háskólans.
Kristján fagnar afmæli sínu yfir-
leitt fyrri hluta dags, áður en jólahald
hefst. „Sem barn byrjaði ég daginn á
því að opna afmælisgjafirnar og það
einfaldaði biðina eftir jólunum mikið.
Fyrir mig var þetta bara skemmtilegt
en það hefur án efa bætt á stressið hjá
foreldrum mínum að þurfa að halda
afmælisveislu í þokkabót. Vinum var
boðið í veisluna og þá höfðum við öll
eitthvað að gera fram til klukkan sex.
Ætli foreldrar þeirra hafi ekki verið
hæstánægðir með fyrirkomulagið,“
segir hann og hlær.
Kristján segir fátt hafa breyst síðan
þá. Hann byrjar aðfangadag enn þá á
því að opna afmælisgjafirnar og tekur
svo á móti hamingjuóskum frá vinum
og vandamönnum. „Maður reynir að
taka á móti þeim sem detta inn yfir
daginn, en eftir því sem maður eldist
er maður minna fyrir að halda stór-
veislur. Í dag er ekkert sérstakt á dag-
skránni, bara morgunkaffi með fjöl-
skyldunni.”
Kristján er kvæntur Hildigunni
Sverrisdóttur og saman eiga þau þrjú
börn, þar af eina tvíbura. Inntur eftir
því hvað börnunum þyki um afmælis-
dag föður síns segir hann að þeim þyki
þetta skemmtilegt. „Þeim finnst þetta
bara skemmtilegt, held ég. Að pabbi og
Jesús eigi afmæli sama dag. En álagið
eykst auðvitað á frúna. Svo á mamma
mín afmæli á annan í jólum og tví-
burarnir okkar eru fæddir 5. janúar,
þannig að það eru mikil hátíðarhöld
hjá okkar fjölskyldu fram að þrett-
ándanum.”
Verðið þið ekki þreytt á stöðugum
hátíðarhöldum á svo stuttum tíma?
„Maður bara stillir þessu eftir því
sem maður hefur orku til. Annars er
maður bara alltaf búinn á því, það
fylgir því að keyra fimm manna heim-
ili. Þá er nóg vinna allt árið um kring,“
segir afmælisbarnið að lokum.
sara@frettabladid.is
Afmælisveislan stytti
biðina eft ir jólunum
Kristján Leósson á afmæli í dag. Hann segist enn passa upp á að gjöfum sé ekki slegið
saman. Afmælisdagurinn í ár hefst með morgunkaffi með fj ölskyldunni.
JÓLABARN Kristján Leósson fagnar afmæli sínu í dag. Honum hefur alltaf þótt vænt um afmælisdaginn, enda þyki hann nokkuð sérstakur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Jólasálmurinn Heims um ból var frumfluttur í bænum
Oberndorf í Austurríki, í námunda við Salzburg, á aðfanga-
dag árið 1818. Fáa hefur líklega grunað hversu vinsæll sálm-
urinn átti eftir að verða um allan heim næstu árhundruðin.
Sveinbjörn Egilsson þýddi sálminn yfir á íslensku en upp-
runalega textann samdi Joseph Mohr árið 1816. Mohr þessi
var þá prestur í Mariapfarr, afskekktu þorpi í Austurríki.
Hann varð síðan aðstoðarprestur í Oberndorf, og að morgni
aðfangadags árið 1818 á hann að hafa komið að máli við
Franz Gruber, sem var tónlistarkennari á staðnum, og beðið
hann að semja lag við textann fyrir tvo einsöngvara, kór og
gítar. Þeir fluttu svo lagið ásamt öðrum við messu í Nikulás-
arkirkjunni um kvöldið. Lagið skipar enn þann daginn í dag
stóran sess í hjörtum margra, bæði fullorðinna og barna.
ÞETTA GERÐIST 24. DESEMBER 1818
Jólalag frumfl utt
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐNI EGILL GUÐNASON
frá Suðureyri við Súgandafjörð,
til heimilis að Sóltúni 5, Reykjavík,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli að
kvöldi mánudagsins 17. desember. Útför
hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn
27. desember klukkan 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Parkinson-
samtökin.
Brita Marie Guðnason
Jóhann Guðnason Rósa Hrund Guðmundsdóttir
Guðni Albert Guðnason
Ingólfur Guðnason Sigrún Elfa Reynisdóttir
Kjartan Guðnason Sesselja Traustadóttir
og barnabörn.
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann
www.kvedja.is
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdarfaðir, afi, langafi og langalangafi,
SKJÖLDUR ÞORGRÍMSSON,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli
20. desember. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á Minningarsjóð Skjóls.
Þórhildur Hólm Gunnarsdótti
Una Svava Skjaldardóttir Chuck Rogers
Þorgrímur Skjaldarson
Tryggvi Lúðvík Skjaldarson Halla María Árnadóttir
Ásthildur Skjaldardóttir Birgir Aðalsteinsson
Guðbjörg Skjaldardóttir Sigurður Árnason
Guðrún Viktoría Skjaldardóttir Björn Guðmundsson
barnabörn, langafabörn og langalangafabörn.
Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra
SIGURÐAR GUNNARS
SIGURÐSSONAR
Skildinganesi 12, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks
blóðlækningadeildar Landspítalans fyrir
frábæra umönnun.
Helga Margrét Ketilsdóttir
Árni Sigurðsson Guðný Lilja Oddsdóttir
Helgi Grétar Sigurðsson Rosalie Sarasua
Bjarni Árnason Rakel Karlsdóttir
Árni Þór Árnason Harpa Hrund Pálsdóttir
Alysha Sarasua
Alexander Snorri Sigurdsson
Benjamin Joseph Sigurdsson
Sara Björk og Tristan Bjarki
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir
og amma,
HELGA HÁKONARDÓTTIR
Hólsvegi 17,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 20.
desember. Útför auglýst síðar.
Bergþór Magnússon
Magnús Eðvarð Guðleifsson Guðbjörg Guðmundsdóttir
Bergþór Helgi Bergþórsson Gyða Sigurbjörg Steinarsdóttir
Bergsteinn Bergþórsson
Vilborg Helga Bergþórsdóttir
Katrín Ósk Magnúsdóttir
Brynjar Þór Magnússon
Elísabet Jenný Bergþórsdóttir
Kristófer Þorri Magnússon
Okkar ástkæri
TRYGGVI ÞÓRIR HANNESSON
Bakkastöðum 165,
112 Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
fimmudaginn 27. desember kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Valdís Vilhjálmsdóttir