Fréttablaðið - 24.12.2012, Síða 38

Fréttablaðið - 24.12.2012, Síða 38
24. desember 2012 MÁNUDAGUR| SPORT | 34 FRJÁLSAR „Heimsmeistaramótið í Barcelona stendur náttúrulega upp úr. Hún fór fram úr vænting- um mínum þar ekki síst þar sem heimsmeistaramót sautján ára og yngri fer fram á næsta ári. Þegar við vorum að plana árið 2012 sáum við þetta mót fyrir okkur sem tækifæri til þess að öðlast mikil- væga reynslu sem hún myndi búa að fyrir HM 17 ára og yngri árið 2013,“ segir Gunnar Páll Jóakims- son, þjálfari Anítu. Gunnar Páll segir að frammi- staða Anítu á stóru unglingamóti í Þýskalandi tæpum þremur vikum fyrr hafi gefið tóninn. Þar bætti hún 29 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Ólafsdóttur úr FH og ljóst að hún hefði alla burði til að standa sig vel í Barcelona. „Þá sá maður að það væri raun- hæft að komast upp úr riðlinum og kannski fimmtíu prósent líkur á að komast í úrslit. En að komast í úrslit og hvað þá að ná fjórða sæti var framar mínum væntingum. Hún var eina sextán ára stelpan sem komst í úrslit og átti lakasta tímann,“ segir Gunnar Páll greini- lega stoltur. Nýtir stressið til góðs Að sögn þjálfara Anítu er helsti styrkleiki Anítu að hún stendur sig best í keppni. Það hafi vakið athygli hans á árinu sem senn er á enda. „Hún nær að taka allt stressið og fá útrásina á jákvæðan hátt. Útkoman er sú að hún hleypur hraðar. Hún gerir betur í keppn- inni sjálfri en maður reiknaði kannski með,“ segir Gunnar Páll. Ekki vanti upp á frammistöðu á æfingum en viljinn og keppnis- skapið sé hennar styrkur. Aníta bætti Íslandsmetið í 800 metrunum bæði í undanriðlun- um og í úrslitahlaupinu í Barce- lona. Íslandsmet hennar er 2:03,15 mínútur en fyrr á árinu bætti hún Íslandsmetið innanhúss í sömu grein. Metið var 35 ára gamalt og í eigu Lilju Guðmundsdóttur. Aníta, sem er á sínu fyrsta ári í mennta- skóla, bætti metið um tæpar fjórar sekúndur þegar hún hljóp á 2:05,96 mínútum á Reykjavíkurleikunum í janúar. Til þess að toppa árið bætti Aníta Íslandsmetin í 600 og 1000 metra hlaupum innanhúss með fjögurra daga millibili nú í des- ember. Íslandsmetin eru því þegar byrjuð að falla þótt keppn- istímabilið innanhúss hefjist ekki fyrir alvöru fyrr en eftir áramót. Ætlar sér verðlaun í Úkraínu Hápunktur Anítu á næsta ári verð- ur heimsmeistaramót 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu um miðj- an júlí. Aníta á besta tíma ársins í aldursflokknum sem stendur og stendur því vel að vígi. „Þótt ég vilji ekki setja beint pressu á okkur þá vitum við að hún stefnir á að komast á verð- launapall þar,“ segir Gunnar Páll. Hann tekur undir með blaðamanni að óþarfi sé að fara í felur með það markmið enda sé það einfaldlega raunhæft. Hún eigi í dag fimmta besta tíma ársins í flokki 17 ára og yngri. Allir sem séu fyrir ofan hana verða 18 ára á næsta ári og því ekki lengur gjaldgengir. „Þannig að hún á raunverulega besta tímann núna en það eru mjög margar nálægt henni. Sú besta frá Bandaríkjunum er til dæmis með nokkurn veginn sama tíma,“ segir Gunnar Páll og handan við hornið eru fleiri efnilegar stelpur. Auk HM 17 ára keppir Aníta á EM 19 ára í Bandaríkjunum í sumar auk þess sem vonir standa til að hún komist á EM fullorðinna innanhúss í Gautaborg í mars. kolbeinntumi@365.is SPORT Stendur sig alltaf best í keppni Hin 16 ára gamla Aníta Hinriksdótir hafnaði í fj órða sæti í 800 metra hlaupi á HM 19 ára og yngri auk þess sem hún bætti eldgömul Íslandsmet í greininni innan- sem utanhúss á árinu. Að óbreyttu ætti árið 2013 að verða eft irminnilegt hjá hlaupakonunni efnilegu. ÆFIR MEÐ STRÁKUNUM Aníta er langfljótasta stelpan í sínum aldursflokki.„Strákarnir hafa skapað henni æfingaumhverfi sem er mjög gott. Þeir eiga sinn hluta og þátt í þessum árangri,” segir Gunnar Páll. MYND/BJÖRN GUÐMUNDSSON Hún nær að taka allt stressið og fá útrás- ina á jákvæðan hátt. Útkoman er sú að hún hleypur hraðar. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu FÓTBOLTI Þóra Björg var stödd í verslunarmiðstöð í Melbourne þegar undirritað- ur náði af henni tali í gær. „Ég er í helvíti ef svo mætti að orði kom- ast. Það er að nálgast miðnætti á Þorláksmessu. Það er svo mikil stappa af fólki að ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði lands- liðsmarkvörðurinn sem varði mark Western Sydney Wande- rers í 3-1 tapi gegn Melbourne Victory á laugardaginn. „Þetta var reyndar gott lið en við hefðum vel getað unnið þetta. Ég gerði mistök og sem markvörð- ur er það dýrt. En ef ég horfi fram hjá mistökunum átti ég fínan leik. Það er bara erfitt að líta fram hjá einu mistökunum,“ segir Þóra. Þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni er Sydney-liðið í sjötta sæti. „Efstu fjögur liðin fara í úrslita- keppni. Útlitið er ekkert rosalega bjart hjá okkur sem stendur. En ef við vinnum næstu tvo leiki og úrslit falla okkur í hag þá ættum við að komast inn,“ segir Þóra. Hún telur áströlsku deildina lík- lega á pari við þá íslensku hvað styrkleika varðar. „Þær ná ekki að æfa jafnmikið hérna enda getur fólk verið upp í einn og hálfan tíma að keyra á æfingu. Við getum því ekki æft á hverjum degi enda eru þetta ekki atvinnumenn,“ segir Þóra og minnir á að kvennafótboltinn sé ungur að árum í Ástralíu. „Getumunur leikmanna í sama liði getur verið mjög mikill. Þú getur verið með ástralskan lands- liðsmann og svo átján ára stelpu sem er að stíga sín fyrstu skref.“ Þóra ber Ástralíu og Áströlum afar vel söguna. „Sydney er frábær og nú er ég í Melbourne sem er ekki síðri. Fólkið er bara meiriháttar. Það eru allir svo indælir og hamingju- samir. Þetta hefur verið frábært,“ segir Þóra sem verður í góðra manni hópi á aðfangadag. „Ég er á leið í 20-30 manna boð hjá fólkinu sem ég bý hjá. Þetta verður risafjölskylduboð með þeirra fjölskyldu og vinum,“ segir Þóra og hlakkar mikið til. Þóra hefur lítið séð til kengúra í Sydney en brúni ástralski snákurinn er þó á sveimi. „Hann var í heimreiðinni. Það er víst annar eitraðasti snák- ur í heimi. Við læddumst inn því það má víst ekki hlaupa. Svo var ég inni þar til hann var farinn,“ segir Þóra sem snýr aftur til LdB Malmö í Svíþjóð eftir að Ástralíu- ævintýrinu lýkur í janúar. -ktd Allir indælir og hamingjusamir í Ástralíu Þóra Björg Helgadóttir hefur spilað sem lánsmaður með Western Sydney Wanderers í Ástralíu undanfarnar fi mm vikur. Landsliðsmarkvörðurinn hefur lítið séð af kengúrum en baneitraðir snákar hafa látið sjá sig. VONAST EFTIR FRÍI Þóra Björg vonast til þess að fá vikufrí í Ástralíu áður en hún mætir til æfinga hjá LdB Malmö á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI „Við erum búnir að vinna tólf leiki í röð og ekki tapað frá því í október. Við erum á góðu skriði,“ segir Jakob Örn sem er á sínu fjórða tímabili með liðinu. Leikstjórnandinn er í fimmta sæti yfir fjölda stiga að meðaltali í leik og er ánægður með gang mála. „Mér finnst þetta vera besta tímabilið mitt í Sundsvall. Ég skoraði meira í fyrra en heilt yfir gef ég liðinu meira núna. Ég nýti skotin mín betur, hitti vel, svo ég er ekki að taka skot frá öðrum,“ segir Jakob. Jakob lék með íslenska landslið- inu í undankeppni Evrópumótsins í haust. Þá kom landsliðið saman í fyrsta skipti í eitt ár og lék tíu landsleiki á tæpum mánuði. Riðill Íslands var líklega sá sterkasti í undankeppninni en andstæðing- arnir voru landslið Serba, Svart- fjallalands, Ísraels, Eistlands og Slóvakíu. Einn leikur vannst en Jakob telur að leikmenn landsliðs- ins hafi grætt mikið á verkefninu. „Ég held við höfum örugglega grætt á því. Sérstaklega við sem erum ekki vanir að spila á þessu stigi. Jón (Arnór Stefánsson) er auðvitað vanur þessu úr ACB- deildinni á Spáni. En aðrir, eins og við Hlynur (Bæringsson) og fleiri, fáum fá tækifæri til að spila á svo háu getustigi,“ segir Jakob. Vesturbæingurinn uppaldi þekkir betur en flestir til landsliðsþjálfar- ans Peters Öqvist því hann er einn- ig þjálfari Sundsvall. „Það er rosalega erfitt að setja saman landslið eftir hlé og fara beint í að spila við bestu þjóðir Evrópu. Sérstaklega þegar menn eru ekki einu sinni vanir að spila á þessu stigi,“ segir Jakob Örn. Á laugardaginn var birtur árlegur listi íþróttafréttamanna yfir þá tíu íþróttamenn sem þóttu skara fram úr á árinu. Jón Arnór komst ekki á listann sem Jakobi þykir skrítið. „Hann var auðvitað okkar besti maður í Evrópukeppninni en líka heilt yfir einn besti leikmaður keppninnar. Svo hefur hann verið að spila rosalega vel á Spáni svo mér finnst mjög skrýtið að hann hafi ekki komist á listann. Ég veit ekki hvort hann þurfi að vinna spænsku deildina til þess að hann komist inn,“ segir Jakob en auk hans er Hlynur Bæringsson á sínu þriðja tímabili hjá liðinu.. „Hlynur er Hlynur. Hann er að spila við stærri menn og er næstfrákastahæstur í deildinni. Hann skilar fáránlega miklu til lisðins í framlagi því hann gerir svon marga hluti. Hann skorar kannski ekki mest en gerir svo margt gott,“ segir Jakob Örn. - ktd Besta tímabilið mitt í Sundsvall til þessa Jakob Örn Sigurðarson og félagar hjá Sundsvall Dragons eru í toppsæti sænsku deildarinnar um jólin eft ir tólf sigurleiki í röð. ➜ Bestu tímar ársins hjá ´96 árganginum 1. Aníta Hinriksdóttir, Ísland 2:03,15 2. Mary Cain, Bandaríkin 2:03,34 3. Dureti Edao, Eþíópía 2:05,26 4. Zeyetuna Mohmmed, Eþíópía 2:05,31 5. Raevin Rogers, Bandaríkin 2:05.50 Í EVRÓPUKEPPNINNI Íslenska landsliðið hafnaði í 5. sæti í riðli sínum. Liðið hafði betur í innbyrðisleikjum gegn Slóvakíu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.