Fréttablaðið - 27.12.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 27.12.2012, Síða 16
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| HELGIN | 16 Erlendar fréttir ársins í myndum Snjallir ljósmyndarar eru sjaldan langt undan þegar fréttaviðburðir eiga sér stað og ná oft að fanga augna- blikið betur en orð fréttaskrifara fá lýst. Hér á síðunni er að finna brotabrot af öllum þeim mögnuðu frétta- ljósmyndum sem birtust í fjölmiðlum á árinu 2012. ÁTÖK Í AÞENU Grikkir hafa alveg frá því snemma árs 2010 efnt reglulega til verkfalla og mótmæla gegn niðurskurðaraðgerðum stjórnvalda, sem staðið hafa í ströngu við að draga úr skuldabagga ríkissjóðs. Iðulega hafa mótmælin snúist upp í átök við lögreglu. Þessi mótmælandi lét ekki sitt eftir liggja á Syntagma-torginu í Aþenu hinn 18. október. DÆMDAR Í FANGELSI Tvær konur úr rússnesku pönksveitinni Pussy Riot voru í haust dæmdar til tveggja ára fangelsis, en sú þriðja fékk skilorðsbundinn dóm, fyrir umdeildan gjörning gegn Pútín forseta í helstu kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu. Dómurinn vakti hörð viðbrögð víða um heim. AMMA ÁNÆGÐ Sarah Obama, stjúpamma Baracks Obama Bandaríkjaforseta, var heldur betur ánægð með úrslit kosn- inganna í byrjun nóvember þegar hann var endurkosinn til næstu fjögurra ára. MUBARAK FYRIR RÉTTI Hosni Mubarak, fyrrverandi leiðtogi Egyptalands, var dæmdur í ævilangt fangelsi í byrjun júní, nærri hálfu öðru ári eftir að honum var steypt af stóli. PÚTÍN AFTUR FORSETI Vladimír Pútín tók við forsetaembættinu í Rússlandi hinn 7. maí. Hann gegndi embættinu í ríflega tvö kjörtímabil á árunum 2000 til 2008, en gat þá ekki boðið sig fram til þriðja kjörtímabils vegna ákvæða í stjórnarskrá. Þess í stað var hann forsætisráðherra á meðan Dmitrí Medvedev gegndi forsetaembætti í eitt kjörtímabil.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.