Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 16
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| HELGIN | 16 Erlendar fréttir ársins í myndum Snjallir ljósmyndarar eru sjaldan langt undan þegar fréttaviðburðir eiga sér stað og ná oft að fanga augna- blikið betur en orð fréttaskrifara fá lýst. Hér á síðunni er að finna brotabrot af öllum þeim mögnuðu frétta- ljósmyndum sem birtust í fjölmiðlum á árinu 2012. ÁTÖK Í AÞENU Grikkir hafa alveg frá því snemma árs 2010 efnt reglulega til verkfalla og mótmæla gegn niðurskurðaraðgerðum stjórnvalda, sem staðið hafa í ströngu við að draga úr skuldabagga ríkissjóðs. Iðulega hafa mótmælin snúist upp í átök við lögreglu. Þessi mótmælandi lét ekki sitt eftir liggja á Syntagma-torginu í Aþenu hinn 18. október. DÆMDAR Í FANGELSI Tvær konur úr rússnesku pönksveitinni Pussy Riot voru í haust dæmdar til tveggja ára fangelsis, en sú þriðja fékk skilorðsbundinn dóm, fyrir umdeildan gjörning gegn Pútín forseta í helstu kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu. Dómurinn vakti hörð viðbrögð víða um heim. AMMA ÁNÆGÐ Sarah Obama, stjúpamma Baracks Obama Bandaríkjaforseta, var heldur betur ánægð með úrslit kosn- inganna í byrjun nóvember þegar hann var endurkosinn til næstu fjögurra ára. MUBARAK FYRIR RÉTTI Hosni Mubarak, fyrrverandi leiðtogi Egyptalands, var dæmdur í ævilangt fangelsi í byrjun júní, nærri hálfu öðru ári eftir að honum var steypt af stóli. PÚTÍN AFTUR FORSETI Vladimír Pútín tók við forsetaembættinu í Rússlandi hinn 7. maí. Hann gegndi embættinu í ríflega tvö kjörtímabil á árunum 2000 til 2008, en gat þá ekki boðið sig fram til þriðja kjörtímabils vegna ákvæða í stjórnarskrá. Þess í stað var hann forsætisráðherra á meðan Dmitrí Medvedev gegndi forsetaembætti í eitt kjörtímabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.