Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 12
ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI 398 kr. 12 stk. 498 kr. 8 stk. 298 kr. 3 stk. lággjaldafélaga frá því að fregnir um stofnun WOW bárust í október síðstliðnum þegar forsvarsmenn Ice- land Express sökuðu Matthías Imsland, einn stofnanda WOW, opinberlega um að hafa nýtt sér trúnaðarupp- lýsingar úr starfi sínu hjá Iceland Express. Ófriðurinn er ekki úti því nú síðast kærði WOW Air Iceland Ex- press fyrir viðskiptanjósnir. Eru þetta eðlileg samskipti milli keppinauta? „Það mál sem þú nefnir dæmir sig sjálft. Hlægilegt frá upphafi til enda þar sem okkar starfsmenn voru sakaðir um að hlera okkar eigin samskiptarásir, sem eru lokaðar rásir og er útdeilt af Neyðarlínunni. Við getum ekki gert að því að okkar fyrrverandi þjónustu- aðili hafi ekki efni á að kaupa sínar eigin talstöðvar og hangi á okkar rásum, en eftir þessa kæru létum við samt loka fyrir aðgang hans. Enda höfum við hvorki heyrt af þessari kæru fyrr né síðar og reiknum ekki með að heyra af því máli oftar.“ Hvaða áhrif hefur koma WOW á markaðinn? „Við erum ekki í neinni sérstakri samkeppni við WOW umfram aðra. Okkar aðal samkeppnisaðili er Icelandair, enda höfum við verið ein í samkeppni við þá allt árið um kring í þau tæpu tíu ár sem liðin eru frá því Iceland Express kom á markaðinn. Það fjölgar stöðugt flugfélögum sem fleyta rjómann af sumartraffíkinni hjá okkur. Átta flugfélög flugu hingað fyrir tveimur árum, nú eru þau sautján og sennilega er sterkasti nýi sam- keppnisaðilinn þar easyJet. En af íslenskum félögum erum við fyrst og fremst keppa við Icelandair og ætlum okkur að leiða þá samkeppni eins og hingað til,“ segir Þórunn. Hvernig bregðist þið við samkeppninni? „Samkeppni er ekkert nýtt fyrir okkur. Eins og ég sagði flugu átta flugfélög hingað sumarið 2010, þau voru fimmtán í fyrra og nú eru þau 17. Við höfum hing- að til leitt samkeppnina hvað varðar verð til farþega og ætlum að gera það áfram. Við erum lággjaldaflugfélag með litla yfirbyggingu, við bruðlum ekki, erum með yngsta flota flugvéla íslenskra félaga og þar af leiðandi nánast engan kostnað við tafir vegna bilana. Við erum hin hagsýna húsmóðir í flugrekstrinum og farþegar njóta þess í verði flugmiða um borð í góðum flugvélum. Við hræðumst ekki samkeppnina enda stofnuðum við til hennar og þrífumst á henni.“ Byrjaði 14 ára í ferðaþjónustu Þórunn var aðeins 14 ára í þegar hún byrjaði í ferða- þjónustunni. „Flug og allt sem því tengist hefur alltaf heillað mig. Þetta er lifandi umhverfi, enginn dagur eins og áskoranir víða að finna. Ég byrjaði fjórtán ára sem sendill hjá Flugleiðum og fékk síðan tækifæri til að fara vítt og breitt um fyrirtækið í þau 24 ár sem ég starfaði þar,“ segir Þórunn. Hún vann meðal annars í fraktflutningum og 26 ára varð hún stöðvarstjóri Ice- landair í Kaupmannahöfn, yngst kvenna. Þegar hún kom aftur heim tók hún að sér starf sölu- og markaðs- stjóra Hertz bílaleigu Icelandair sem sem óx mjög hratt á þeim tíma. „Það þótti ekki mjög spennandi vettvangur á þeim tíma og héldu margir því fram að verið væri að ýta mér út í horn í fyrirtækinu. Það var nú ekki þannig. Mér fannst ákaflega áhugavert að taka við þessu verkefni enda hafði ég kynnst möguleikunum á því í Danmörku að byggja upp einstaklingsferðamennsku og taldi að það mætti einnig gera hér á Íslandi,“ segir Þórunn. Á þessum árum var mest um að hingað kæmu ferðamenn í hópum sem fóru um landið í rútum eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi. „Mér fannst Ísland upplagt land fyrir einstaklinga að ferðast á eigin vegum. Hér er einn hringvegur og fólk getur ekki einu sinni villst,“ segir hún og hlær. „Mér fannst þess vegna spennandi að takast á við þetta verkefni,“ segir hún. En Þórunn kom að fleiri stórum verkefnum hjá Flug- leiðum því rúmlega þrítug varð hún hótelstjóri Hótel Loftleiða. „Þar þurfti hreinsa til því hótelið var orðið staðnað og á eftir tímanum. Við gerðum á því gagnger- ar breytingar og reksturinn á því snarbatnaði,“ segir Þórunn. Grín að fara í banka og biðja um lán Árið 1998 söðlaði Þórunn enn einu sinni um og dreif sig í einkarekstur þegar hún keypti bílaleiguna Avis í samstarfi við erlendan samstarfsaðila. Hún segir það hafa verið mjög merkilega upplifun að mörgu leyti, ekki síst vegna þess viðhorfs sem ríkti gagn- vart konum viðskiptalífinu á þessum tímum og ríkir að mörgu leyti enn, að hennar sögn. „Mér fannst þetta bara bráðfyndið,“ segir hún og hlær. „Það er auðvitað ekki spurning að ferðaþjónustan var, og er kannski enn þegar kemur að æðstu stöðum, karlaheimur. Það var algjört grín að fara inn í banka í kringum aldamótin og biðja um lán með hundrað prósent tryggingu til að keyra upp bílaleigu og fá ekki lán.“ Var það af því að þú varst kona? „Já, ég held að það hafi verið hluti af ástæðunni. Þá voru náttúrulega engar konur í efstu lögum banka- heimsins. En ég vil ekki endilega hugsa það þannig. Það var náttúrulega einhver veira í gangi og rekstur á mörgum fyrirtækjum mjög óeðlilegur.“ En hefur þetta breyst? „Já og nei. Þetta hefur ekki breyst nóg, sérstaklega ekki í svona hámenntuðu landi. Það er auðvitað til skammar að setja þurfi lög til að jafna hlut kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Það er fullt af hæfileikaríkum konum út í atvinnulífinu og það á ekki að þurfa opin- bera tilskipun til að fjölga konum í stjórnum og forystu fyrirtækja. En með fjölgun kvenna í ábyrgðarstöðum trúi ég að viðhorfin muni breytast og vonandi eigum við eftir að hlæja af því eftir nokkur ár að setja hafi þurft lög í þessum efnum. Það á auðvitað að velja fólk til starfa hvort sem um er að ræða ábyrgðarstöður eða ekki eftir hæfileikum, reynslu og getu, ekki eftir kyni,“ segir Þórunn. Hollt að víkka sjóndeildarhringinn Þórunn rak bílaleiguna Avis í um 7 ár en hún og maður hennar ákváðu síðan að flytja til Bandaríkjanna og hún seldi Avis í miklum blóma. Í Bandaríkjunum bauðst henni starf hjá fyrirtækinu Auto Europe og hún starf- aði í flughluta þess, Fly International, í tæp sex ár. „Þar fór ég úr 330 þúsund manna markaði í 330 milljón manna markað. Ég ætlaði bara að vera þarna í 1-2 ár og kynnast viðskiptalífinu í Bandaríkjunum og fá tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Það er mjög hollt, sérstaklega fyrir svona fámenna þjóð eins og okkur að fara í burt til að geta komið til baka með nýja hugsun. Það hefur að minnsta kosti reynst mér vel að fara út fyrir rammann. Eftir fimm og hálft ár staldr- aði ég við til að velta því fyrir mér hvar ég vildi búa í framtíðinni og Ísland togaði. Mér fannst ég yrði líka að taka ákvörðun um það á þessum tímapunkti hvað hentaði börnunum mínum sem voru á viðkvæmum aldri. Annað hvort myndum við vera í Bandaríkjunum til frambúðar eða flytja aftur heim. Ég gat ekki hugsað mér annað en að koma heim. Við eigum svo margt gott á Íslandi sem við gleymum í amstri dagsins,“ segir Þórunn. Menningarsjokk að koma til baka Fannst þér mikil breyting á íslensku samfélagi frá því að þú fórst út árið 2005 þremur árum fyrir hrun og þegar þú komst til baka þremur árum eftir hrun árið 2011? „Já, það var allt breytt. Það var ekki eins mikill kraft- ur í fólki. Það var að mörgu leyti ákveðið menningar- sjokk að koma til baka, það er svo mikil neikvæðni í gangi, allt of mikil. Það er í raun ekki svo mikið að á Íslandi, við erum bara svo mikið efnishyggjufólk. Ef við berum hag okkar til dæmis saman við hag marga í Bandaríkjunum þar sem fjöldi fólks býr í óupphituðum húsum, nýtur engrar almennrar heilbrigðisþjónustu og getur ekki einu sinni látið sig dreyma um framhalds- skólamenntun; sjáum við fljótt hvað við höfum það þrátt fyrir allt gott. Bandaríkin eru nútíma stórveldi en þar njóta tugir milljóna manna ekki þessara sjálfsögðu hluta sem við göngum út frá vísum.“ „Við verðum að vera jákvæðari og uppbyggilegri í nálgun okkar á lífið og dagleg viðfangsefni. Ef við viljum búa hérna verðum við að horfa á landið okkar jákvæðum augum. Hætta að tala okkur niður. Við töluðum okkur upp áður – nú tölum við okkur niður. Hættum því og verum jákvæð, þá eru okkur allir vegir færir,“ segir Þórunn. Ferðaþjón- ustan var, og er kannski enn þegar kemur að æðstu stöðum, karlaheimur að mati Þórunnar, sem hún hefur lifað og hrærst í í rúma þrjá áratugi. 12 fréttaviðtal Helgin 27.-29. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.