Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 30
26
þúsund fjölskyldur eiga
íbúðarhúsnæði sitt skuldlaust
samkvæmt upplýsingum frá
ríkisskattstjóra. 68 þúsund
fjölskyldur skulda hins vegar
rúmlega 1.100 milljarða króna
vegna fasteigna sinna.
454
milljónir greiddu þau þrjú
sem greiddu hæsta skatta
á síðasta ári, Þorsteinn
Hjaltested, Guðbjörg Astrid
Skúladóttir og Frímann Elvar
Guðjónsson.
7
sinnum reyndi laumufarþegi
árangurslaust að komast
héðan áður en hann komst
ólöglega um borð í bandaríska
rannsóknarskipið Knorr þar
sem hann er nú.
260
Vikan í tölum
þúsund farþegar fóru með ferjunni Herjólfi
fyrsta heila árið eftir að siglt var um Land-
eyjahöfn, ríflega tvöfalt fleiri en síðasta
heila árið sem siglt var til Þorlákshafnar.
Forsetakosningarnar ekki
endurteknar
Hæstiréttur hefur hafnað þremur kær-
um sem bárust vegna framkvæmdar
forsetakosninganna 30. júní síðastliðinn.
Þær verða því ekki endurteknar.
Hægri grænir fá G
Innanríkisráðuneytið hefur úthlutað
Hægri grænum, flokki fólksins, listabók-
stafnum G til auðkenningar í framboði
flokksins til Alþingis. G var á sínum tíma
listabókstafur Alþýðubandalagsins.
Segir ákvörðun bænda siðlausa
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir
ákvörðun bænda um að reka fé á ofur við-
kvæma afrétt við Þórsmörk vera siðlausa. Það
sé bæði brot á samþykkt sveitarstjórnar og
fjallskilasamþykkt sýslunnar.
Útlit fyrir ágæta uppskeru
Ágætlega lítur út með kornuppskeru, þrátt
fyrir þurrviðri það sem af er sumri. Axið var
farið að standa upp úr stráinu í byrjun júlí, sem
þykir óvenju snemmt.
að gjalda
keisararnum...
Álagningarseðlar
liggja fyrir. Sumir
borga svakalega
háa skatta og láta lítið fyrir sér
fara en meðaljónarnir velta
sköttum frekar fyrir sér á
Facebook.
Guðmundur Rúnar
Svansson
Það er eitthvað viðkunnanlegt
við að sjómenn ýmiskonar
séu almennt tekjuhærri en
starfsmenn fjármálafyrirtækja
og forstjórar stærstu fyrir-
tækjanna. Maður hefði kannski
betur farið í Stýrimanna-
skólann ;)
Örn Úlfar Sævarsson
Allir 50 hæstu gjaldendur
landsins búa í Reykjavík eða
Kópavogi og örfáir á Seltjarnar-
nesi. Hrunið hefur greinilega
farið mjög illa með Garðabæ
(nema Garðbæingar séu bara
með ‘betri endurskoðendur)...
Stolt Reykjavíkur
Borgarstjóri Reykjavíkur hefur
látið til sín taka í kjól á Gay
Pride í Reykjavík og ætlar sér
nú að færa út kvíarnar og láta
sjá sig í göngunni í Færeyjum
en samkynhneigðir hafa átt
undir högg að sækja þar.
Dagur B. Eggertsson
Frábært hjá Jóni að taka þátt í
Gay pride í Færeyjum - opinber
heimsókn með innihaldi
Þórarinn Leifsson
Flott hjá Borgarstjóra! Nú
munum við hvers vegna við
kusum hann!
Margrét Gauja
Magnúsdóttir
Fíla þetta!
Teitur Atlason
Þetta er borgarstjórinn minn !!
. . segi ég og spring úr stolti . .
Happdrætti hæsta-
réttar
Hæstiréttur hefur vísað frá
kröfu öryrkja um ógildingu
forsetakosninganna.
Björn Birgisson
Öryrkjar töpuðu í dag í Happ-
drætti Hæstaréttar.
Er það ásættanleg niðurstaða
að Sjálfstæðisflokkurinn fái
alla vinningana?
Held að strangari reglur gildi
um Happdrætti Háskólans en
um Happdrætti Hæstaréttar!
Baldur Hermannsson
Þetta var nú borðleggjandi,
það er ekki hægt að ógilda
kosningar sem framkvæmdar
eru samkvæmt lögum. Menn
geta hins vegar gagnrýnt
lögin og þá er það
Alþingis en ekki
Hæstaréttar að
meta hvort rétt sé
að breyta þeim.
Furðulega margir virðast
ekkert skynbragð bera á
verkaskiptinguna í þjóðfélag-
inu og skilja ekki að dómstólar
verða að dæma samkvæmt
lögum en ekki duttlungum
fólks út í bæ.
alltaf í boltanum
Heimur knattspyrnunnar er
framandi og oft furðulegur í
augum þeirra sem ekki eru
innvígðir og innmúraðir.
Hildur Knútsdóttir
Afhverju eru KSÍ menn svona
tilbúnir að fordæma ósmekk-
leg ummæli fótboltamanns á
Facebook, en svo heyrist ekki
múkk í þeim varðandi fótbolta-
manninn sem er dæmdur og
kærður aftur fyrir ofbeldi?
Þyrnigerður Láfa
Langar að hringja í
Garðabæinn „Góðan dag,
Þyrnigerður Láfa hér, getur
einhver sagt mér hversvegna
stjórn Stjörnunnar hefur ekki
minnst einu orði á mál Marks
Doninger og lætur eins og
sú athygli sem málið hefur
fengið síðustu daga sé ekki til
staðar?“ Þessi þögn ætlar mig
lifandi að drepa.
Góð Vika
fyrir Gunnar Björn Guðmundsson
leikstjóra
Slæm Vika
fyrir Elliða Vignisson,
bæjarstjóra í Vestmannaeyjum
Kaupþing vill fá milljarð til baka
Kaupþing hefur stefnt Vestmannaeyjabæ til riftunar greiðslu
Kaupþings hf til Vestmannaeyjabæjar frá 8. september 2008,
að fjárhæð 1.013.229.250 krónur. Um leið er þess
krafist að Vestmannaeyjabær greiði Kaupþingi hf
þessa sömu fjárhæð til baka.
Í stefnunni kemur fram að málið snúist um að
þann 8. september greiddi Kaupþing hf Vest-
mannaeyjabæ til baka peninga-
markaðsinnlán, fjármuni sem voru
í eigu Vestmannaeyjabæjar en í
fjárstýringu hjá Kaupþingi. Kaup-
þing telur, samkvæmt stefnunni,
að fjárhæðin hafi verið greidd út
fyrr en eðlilegt var. Því sé hægt
að rifta gjörningnum. Elliði segir
Vestmannaeyjabæ hafa tekið
eins litla áhættu og mögulegt
var, í aðdraganda hrunsins. Fé hafi
verið flutt til hafi menn fengið
slæma tilfinningu gagnvart fjár-
málastofnunum á þeim tíma.
HeituStu kolin á
Nógu beittur til að stýra
fjórða Skaupinu
Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Áramótaskaupi Sjónvarps-
ins í ár líkt og hann hefur gert þrjú undan-
farin ár. Gunnar Björn mun að öllum
líkindum einnig koma að handritaskrift-
unum líkt og fyrri ár. Skaupið hefur þótt
vel heppnað undir stjórn Gunnars Björns
undanfarin ár, beitt og fyndið. Honum
er því treyst fyrir því sjónvarpsefni sem
flestir landsmenn horfa á og allir hafa
skoðun á. Flugeldaskothríð liggur meira og
minna niðri meðan á útsendingu Skaupsins
stendur; slíkar eru væntingarnar hjá hinni
sprengjuglöðu þjóð. Gunnar Björn segir
að Áramótaskaupið sé skemmtilegt
verkefni og mikil áskorun. Á þessari
stundu liggur ekki fyrir á hverju
verður tekið en trúlega munu
nýliðnar forsetakosningar koma
þar eitthvað við sögu.
Ólympíuleikarnir í
London verða settir í
dag og því ekki seinna
vænna að ryksuga. Ís-
lenskir keppendur eru
27 í sex íþróttagrein-
um. Fjórum sinnum
hafa Íslendingar staðið
á verðlaunapalli á ól-
ympíuleikum, síðast er
landslið karla í hand-
knattleik kom heim
með silfurverðlaun frá
Peking fyrir fjórum
árum. Mynd Getty
Laugavegi 63 • S: 551 4422
SUMARYFIRHAFNIR – SPARIDRESS
GALLAFATNAÐUR – BOLIR – O.FL.
SUMARÚTSALA
NÚ ENN MEIRI
AFSLÁTTUR 40-60%
400
milljónir kostar nýtt
geislatæki sem Land-
spítalann vantar sárlega til
krabbameinslækninga.
50
milljarða króna krefst slit-
astjórn gamla Landsbankans
í hátt í 60 riftunarmálum
sem hún hefur höfðað. Flest
málanna eru gegn erlendum
fjármálafyrirtækjum.
30 fréttir Helgin 27.-29. júlí 2012 vikunnar