Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 40
36 veiði Helgin 27. -29. júlí 2012  Veiði Kristján Hjálmarsson  Veiði ÚrVals fluguVeiðistangir  fluga ViKunnar jón oddur guðmundsson „Dýrasta? Við tölum um þá vönduð- ustu. En, ég er hér með nýja stöng frá Hardy – Schand- inavian Stile. Hún er á 199.990 krónur. Tvíhenda, 15,8 fet og fyrir línu númer 11. Í síðasta blaði var greint frá veiðiævintýrum Kristjáns Hjálmarssonar fréttastjóra; en hann hefur reynst sérdeilis mikil veiðikló; og í einni af sinni fyrstu veiðiferðum, í Affallið, krækti hann í þann stóra. Líklega hafa veiðimenn klórað sér í kollinum, því röng mynd birtist með frétt- inni; Stjáni með vænan fisk, en sannarlega ekki þann stóra sem reyndist 12 pund. Dýrasta veiðistöngin í bænum „Já, þetta var skrítin spurning. Menn eru yfirleitt að leita að því ódýrasta,“ segir Eygló Kristins- dóttir í Veiðivon. Fréttatíminn lagði í vikunni upp í leit að dýrustu veiðistönginni á Íslandi. Óvíst er hvort það hefur tekist en blaðið kom við af handahófi í nokkrum prýðilegum veiðivöruverslunum, hvar menn voru viðræðugóðir. Þ að verður bara að segja hverja sögu eins og hún er. Stór hluti veiðimennsk-unnar er gírinn; fikta í margvíslegu og umfangsmiklu dótinu sem fylgir. Þar hlýtur veiðistöngin að tróna á toppnum. Menn sem alla jafna kvarta og kveina yfir því að þurfa að fara til að versla geta dundað sér tímunum saman í góðri veiðibúð. Fréttatíminn lagði af stað til að skoða nokkrar góðar veiðistangir, í leit að þeirri dýrustu. „Sú dýrasta hjá okkur er Reaction-tví- henda frá Guidline. Hún kostar 186 þús- und krónur. Þetta er tvíhenda og kemur í nokkrum útfærslum eða frá 12,9 fetum uppí 14,8 fet,“ fæst uppgefið frá Hilmari Hanssyni í Veiðiflugum. Og, jájá, menn eru að kaupa þessa stöng. Hún er amerísk, handsmíðuð og verðið er í samræmi við það. Og hvers- konar menn kaupa slíkt djásn? Ekki stendur á svörum: „Nú, alvöru veiðimenn sem vita hvað þeir vilja,“ segja þau í Veiðiflugum. Þar höfum við það. Rótgrónir hjá Hardy En, þetta er ekki dýrasta veiðistöngin. Næst kom blaðamaður Fréttatímans við í Veiðivon og þar var fyrir svörum Eygló Kristinsdóttir. Henni þótti þetta sérkennileg spurning en fór samt til að líta eftir dýrustu stönginni: „Hún er á 169.900 krónur. Þetta er Sage-tvíhenda. TCX-týpa. Jájá, þetta er keypt. Tvíhendurnar eru frá 100 þúsund krónum en við erum með Sage, Redington og svo Norstream sem er frá norskum aðila. Dýrasta einhendan er Sage One sem nú hefur tekið við af Sage Z- Axis en hún er á 119.900. Þetta eru frábærar stangir,“ segir Eygló, sem ekki náði að draga fram dýrari stöng en þau hjá Veiðiflugum. En það gerðu þeir hins vegar hjá Ellingsen. Þar varð fyrir svörum Sveinbjörn Guðmundsson: „Dýrasta? Við tölum um þá vönduðustu. En, ég er hér með nýja stöng frá Hardy – Schandinavian Style. Þetta eru hraðar og skemmtilegar stangir sem henta einkar á vel okkar skógalausa og vindasama landi. Hún er á 199.990 krónur. Tvíhenda, 15,8 fet og fyrir línu númer 11. Þeir hjá Hardy voru að koma með nýtt „konsept“. Þetta eru stangir sem höfða mikið til Skandinavíubúa og okkar sem erum ekki vanir þessum mjúku. Hardy er rótgróið og þekkt fyrirtæki en annars erum við með stangir frá 20 þúsund krónum og uppúr; mjög frambærilegar tvíhendur má fá á vel undir 100 þúsund krónum.“ Þeir hjá Ellingsen eru með Loop-stangir sem og Grace, segir Sveinbjörn. Sage One – algjör bylting Næst lá leiðin í Intersport, veiðideildina þar. „Dýrasta stöngin? Sko, það eru tilboðsdagar hjá okkur núna en upphaflega verðið var 149.990 þúsund krónur; tvíhenda, G-Lo- omis.“ Árni Eyjólfsson náði ekki að toppa Ellingsen né heldur Kristján Geir sem varð fyrir svörum í Vesturröst: „Dýrasta? Það mun vera Orvis-Helios, einhenda, 9 feta. Hún fer dýrust uppí 108 þúsund. Æðisleg stöng. Léttasta flugustöng í heimi með góða kasteiginleika.“ Hringnum lokum við hjá Ólafi Vigfús- syni í Veiðihorninu. Hann velkist ekki í vafa um hvaða stöng sé best þó ekki sé sú stöng dýrust í krónum talið. „Sú stöng sem kostar flestar krónur hjá mér, sem er hálfur dagur í Selá en lífstíðareign, og ég get ekki boðið neitt nema bestu stöng á markaðinum og hún heitir Sage One. Hún kostar 119.900 einhenda og tvíhenda 159.000 krónur. Allar handgerðar í Bandaríkjunum, það nýjasta frá Sage og algjör bylting; þeir eru með nýja tækni sem þeir nota sem gerir að trefjarn- ar liggja þéttar saman en áður, línulegar, stöngin er grennri, kraftmeiri og umfram allt nákvæmari en aðrar stangir á markaðinum,“ segir Ólafur. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is Dýrasta djásnið. Sveinbjörn hjá Ellingsen með dýrustu stöng landsins sem er Hardy-tvíhenda og kallast hún Skandinavian Style. Ljósmynd/Teitur Stjáni og sá stóri Stjáni og sá stóri. Stjáni og einn heldur minni. „Þær eru nú nokkrar í uppáhaldi, en mér hefur alltaf þótt vænt um Grænfriðung- inn hans Kristjáns Gíslasonar, því henni fylgir saga,“ segir Jón Oddur Guðmundsson, eða Joddi eins og hann er alltaf kallaður; auglýsinga- gerðarmaður og leiðsögumaður á sínum yngri árum til fjölda ára. Þeir eru enda engir veifiskatar sem njóta þess heiðurs að velja flugu vikunnar sérstaklega fyrir lesendur Frétta- tímans. Joddi lóðsaði til að mynda afkomendur Hemingways um árnar á árum áður og fór létt með. „Pabbi minn, Guðmundur Oddsson, þekkti Kristján og veiddi með þeim mikla meistara á Iðunni um nokkurra ára skeið. Eitt árið gaukaði Kristján nýrri og nafnlausri flugu að pabba og sagði honum að það kæmi í hans hlut að skíra fluguna, ef fiskur tæki. Viti menn, rígvænn lax negldi hana og fékk flugan nafnið Grænfriðungur. Hún er alltaf framarlega í boxinu hjá mér enda déskoti veiðin!“ Grænfriðungur skal hún heita Grænfriðungur var hann- aður 1993 og er ein af þekktari flugum Kristjáns Gíslasonar. Joddi notar Grænfriðunginn í alls kyns útgáfum en þetta eintak hnýtti Kristján sjálfur fyrir Iðuna. Ljósmynd/Finnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.