Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 42
 suzuki sportlegur kizashi 38 bílar Helgin 27.-29. júlí 2012 s uzuki Kizashi er nýr bíll í millistærð frá japanska fram- leiðandanum, bíll með sportlegt og yfirvegað útlit og vandaða og vel útfærða innréttingu, að því er segir á síðu umboðsins, Suzuki bílar. „Í Kizashi samein- ast frábærir aksturseiginleikar og ánægja í akstri, sem má þakka þrotlausum og ítarlegum prófun- um og fínstillingu á aksturshæfni á vegum bæði í Evrópu og Norður Ameríku,“ segir enn fremur. Kizashi SDLX er með tveggja lítra 178 hestafla vél. CTV sjálf- skiptingin er með 6 gíra hand- skiptimöguleika. Hægt er að velja á milli framhjóladrifs eða sítengds fjórhjóladrifs. Staðalbúnaður er meðal annars fjarlægðarskynjari, regnskynjari á þurrkum, rafstýrðar stillingar á bílstjórasæti með þrem minnis- stillingum, vönduð hljómtæki með átta hátölurum, USB-tengi, lykillaus ræsing, sjálfvirk dimm- ing á baksýnisspegli, tvívirk miðstöð/loftkæling, hraðastillir, sóllúga og 18 tommu álfelgur. Hvað öryggisbúnað varðar eru öryggisloftpúðarnir 6, þriggja punkta bílbelti við öll sæti, styrktarbitar í hurðum, ISO- FIX festingar fyrir barnabílstóla og þokuljós bæði að framan og aftan. Kizashi er með ABS- og EBD-hemlajöfnun os ESP-stöðug- leikakerfi. Verðið er 5.880.000 krónur. Nýr bíll í millistærðarflokki Útlit Kizash, nýja millistærðabílsins frá Suzuki, þykir í senn sportlegt og yfirvegað. -þegar gæði verða lífsstíll Vantar glæsivagna í salinn. Frítt í júlí og ágúst. Við seljum bílinn þinn meðan þú slappar af Mikil sala! Vilt þú selja bílinn þinn? Settu hann á skrá hjá okkur frítt! Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is Fylgstu með okkur á Facebook Nýjasti bíllinn frá Subaru, sportjeppinn XV, sem umboðið, BL, kynnti fyrr á þessu ári, hentar vel við íslenskar aðstæð- ur enda er hæð undir bílinn 22 sentímetrar. Bíllinn var fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra. Hann er með 2.0 lítra bensínvél, sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn. Subaru XV er boðinn hér- lendis með ríkulegum búnaði, meðal annars VDC-skriðvörn, 17 tommu álfelgum, og nýrri stiglausri skiptingu sem lágmarkar eldsneytis eyðslu, auk Bluetooth-símabúnaðar. Bíllinn er umhverfismildur en CO2 útblástur er 153 gr/km. Subaru XV er bakkmyndavél sem staðalbúnað. Hún gerir ökumanni kleift að sjá nákvæmlega hvað er fyrir aftan bílinn þegar bakkað er. Þegar kemur að plássi er lítið mál að haga sætunum eftir höfði þeirra sem nota bílinn því 60/40 skipting á aftursætum gefur möguleika á að leggja niður hluta af aftursætum þegar koma þarf stærri hlutum fyrir.  subaru sportjeppinn XV Subaru XV, nýr sport- jeppi. M azda CX-5 sportjeppinn var kynntur í vor en bíllinn er áhugaverður kostur fyrir þá sem vilja lipran sportjeppa sem hentar vel við íslenskar aðstæður. Bíllinn er sparneytinn en hann er boðinn með svokallaðri SKYACTIV spartækni. „Með SKYACTIV spartækninni,“ segir á síðu Brimborgar, umboðsaðila Mazda, „er brugðist við síauknum kröfum neytenda um gæði, endingu og öryggi. SKYACTIV spartæknin samanstendur af nýjum undirvagni sem er bæði léttari og stífari en áður hefur þekkst. Í undirvagninn og yfir- byggingu er notað hástyrktarstál sem eykur bæði öryggi bílstjóra og farþega auk þess sem eldsneytisnotkun verður minni.“ 2.0 lítra SKYACTIV bensínvélin er 10 prósentum léttari en forverinn auk þess sem innra viðnám hennar er 30 prósentum minna. Þetta er vél sem skilar 160 hestöflum og 15 prósenta meira togi jafnvel þótt eldsneytisnotk- un sé 15 prósentum minni. Eldsneytis- notkunin er 6.6 l/100 km og CO2 gildið 155 g/km. Einnig er hægt að fá Mazda CX-5 með tveimur gerðum af dísilvélum. Þær eru báðar 2.2 lítrar, 150 eða 175 hestafla. Þær eru 10 pró- sent léttari en vélar fyrri kynslóða og með tveggja þrepa túrbínu og dregið hefur verið úr eldsneytisnotkun um tæp 20 prósent. Meðal staðalbúnaðar má nefna nálægðarskynjara að framan og aftan sem gerir ökumönnum viðvart með hljóðmerki hve löng fjarlægð er að næstu fyrirstöðu, hraðastilli, Blueto- oth-símabúnað, raddstýrt boðkerfi, tölvustýrða miðstöð og regnskynjara fyrir rúðuþurrkur. Borgaröryggi er öryggiskerfi sem fylgist með því að ökumaður sé í hæfi- legri fjarlægð frá bílnum á undan og hemlar sjálfkrafa bregðist bílstjórinn ekki við hættu á aftanákeyrslu. Auk þess er Mazda CX-5 búinn viðvörunar- kerfi fyrir „blinda blettinn“ sem varar ökumann við hvort það sé bíll í blinda blettinum þegar skipt er um akrein. Mazda CX-5 kostar frá 5.190.000 krónum. Góður kostur fyrir á sem vilja lipran sportjeppa  Mazda sparneytinn CX-5 Mazda CX-5 sportjeppi, búinn sérstakri spartækni. ... öryggiskerfi sem fylgist með því að ökumaður sé í hæfilegri fjar- lægð frá bíln- um á undan og hemlar sjálf- krafa bregðist bílstjórinn ekki við hættu á aftanákeyrslu. Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík Sími: 534 7268 1.250 kr 1.350 kr HOLLT OG GOTT PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868 1.250 kr ALLT FYRIR AUSTURLENSKA MATARGERÐ 699 kr. 550 kr. 387 kr. 320 kr. Opið: mán - föst Kl. 11 - 21 lau - sun Kl. 12 - 21 Hæð undir lægsta punkt 22 sentímetrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.