Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 28
Þ essa dagana er eins víst að áætlun íslenskra fjölskyldna í skemmtiferð til London riðlist, því um götur borgarinnar aka tveggja hæða strætisvagnar þaktir auglýs- ingum sem bjóða fólki að skoða heim Harry Potters í Warner Brothers-stúd- íóunum fyrir norðan London. Þá er eins gott að skipuleggja sig vel því vinsældir þessara heimsókna eru slíkar að panta verður miða með að minnsta kosti tveggja daga fyrirvara og ef maður er svo heppinn að fá í miða, er manni skammtað hálftíma bil til að komast inn í dýrðina. Heimsóknin Þegar komið er á staðinn eftir klukku- tíma tveggja-hæða rútuferð, hefst biðraðamenningin, aðeins hundrað manns af þrjú hundruð er hleypt inn í einu og þeir eru taldir nákvæm- lega af tveimur dyravörðum. Á meðan beðið er má taka myndir af herberg- iskytru Harry Potters undir stiganum. Hver sem er má mynda eins mikið og hann vill og er það afar vel þegið hjá myndaóðum samtímamönnum. Þegar inn er komið í lítinn sal hefst fræðsla á nokkrum myndskjáum um það hvernig bækurnar um Harry Potter urðu að kvikmyndum. Þegar fræðslunni er lokið, opnast þrennar dyr og maður fer inn í bíósal og fær sér sæti fyrir framan stórt kvikmyndatjald og sýning hefst. Í kvikmyndinni mæra aðalleikar- arnir þrír í Harry Potter-myndunum kvikmyndafólkið og tæknimennina og að lokum sjáum við stillimynd af stóru vængjahurðunum að stóra samkomu- salnum í Hogwarts galdraskólanum. Ljósin slokkna og veggurinn með kvikmyndatjaldinu lyftist upp og hinar raunverulegu dyr blasa þá við. Dyrnar opnast og dýrðin hefst: Salurinn, 100 metra langur er tilbúinn til veislu og gestirnir ganga inn. Tæknin Vinstra megin í hinum enda salarins er síðan gengið inn í meginrými sýning- arinnar. Þar er fjöldi margmiðlunar- skjáa, bútar úr fræðslumyndum sýndir, rými úr kvikmyndunum átta af hinum ýmsu gerðum; til dæmis með dulbúnu símaskránum sem mynda bækur á skrifstofu skólastjórans (sem höfundur hugsaði sér sem homma, en sagði engum frá), árásargjarnar rafstýrðar bækur með munna sem glefsa í fólk, búkurinn af hinum risavaxna Hagrid (rafstýrða hausinn sér maður síðar); galdrasprotar, flugkústar og tækifæri til að láta mynda sig í skikkju á flugi galdrakústs í umhverfi kvikmyndanna eða í flugbílnum Ford Anglia og svo framvegis. Úti og inni Næst er farið út undir bert loft þar sem sjá má timbur-brúna miklu sem leikur stórt hlutverk í síðustu kvikmyndinni, þriggja hæða dökkfjólubláa strætis- vagninn, húsið sem Harry Potter býr í og svo framvegis. Síðan er farið eftir ævintýralegu húsasundi inn í nýjan sal með verkfræði- og arkitekta-teikning- um sem eru útfærðar af snilldarlegri nákvæmni. Átta ára gömul börn á Eng- landi láta sig dreyma um að fá að sjá Harry Potter-myndirnar sem sumar hverjar eru bannaðar innan tólf ára. Þá segja foreldrarnir: „Þú mátt sjá mynd- irnar ef þú lest bækurnar fyrst“. Sumar þeirra eru 700-800 blaðsíður. Börnin láta ekki segja sér þetta tvisvar og drífa í að lesa sjö þykkar bækur og sjá síðan átta langar kvikmyndir. Hogwarts Síðasta rýmið á sýningunni er síðan ekki það sísta og eitt það stærsta: Mód- el af Hogwarts-skólanum á skalanum einn á móti tíu. Í kringum það má ganga á tveimur hæðum og aðstoðar- menn eru tilbúnir að mynda gesti fyrir framan þetta frábæra módel. Loksins fær maður að sjá í heild sinni hvernig þessi ævintýralega hallar-kastala-bygg- ing er hugsuð og hversu gífurlegt land- flæmi hún þekur. Eftir þriggja tíma ævintýraferð og 200 ljósmyndir er haldið heim og Harry Potter-bækurnar dregnar fram í enn eitt skiptið, farið á netið og horft á við- tal aðalleikarans við höfund bókanna og inn á pottermore.com og svo fram- vegis. Það var milljón punda hugmynd sem hin fátæka J.K. Rowling fékk er hún ferðaðist í lest á milli tveggja borga á Englandi; þessi hugmynd hefur veitt ótölulegum fjölda skapandi fólks atvinnu með túlkun í kringum hina fjöl- skrúðugu karaktera sem J.K. Rowlings síðan sauð upp í kringum strákinn sem fór í galdraskóla. Hvenær skyldi þetta mikli ævintýri fara að dofna? Ef eitt- hvað er, er það enn að dafna og vaxa. Árni Blandon ritstjorn@frettatiminn.is Dyrnar opnast og dýrðin hefst: Salurinn, 100 metra langur er tilbúinn til veislu og gestirnir ganga inn. Heimur Harry Potter í London Panta verður miða með tveggja daga fyrirvara ætli fólk sér að skoða heim Harry Potters í Warner Brothers-stúdíóunum norður af London, slíkar eru vinsældirnar. Ævintýri J. K. Rowling um strákinn sem fór í galdraskóla er enn að vaxa og dafna. Harry Potter- stjörnurnar Rupert Grint, Daniel Radcliffe og Emma Watson baða sig í ljóma galdrastráksins. Undraheimur Harry Potter í Warner Brothers-stúdíóinu í London. Mynd Getty 28 söfn Helgin 27.-29. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.