Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 35
Fært til bókar Hanna Birna gegn Illuga og Guðlaugi Þór? Mikill þrýstingur er á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðis- flokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur, að bjóða sig fram í fyrsta sæti í próf- kjöri flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Myndi hún þá etja kappi við Illuga Gunn- arsson og Guðlaug Þór Þórðarson og því útlit fyrir spennandi slag. Stuðningsmenn hennar segja að það myndi styrkja flokk- inn í næstu kosningum ef hún væri í forystustöðu. Með því að velja hana í forystu flokks- ins í stað Illuga og Guðlaugs Þórs væri flokkurinn að sýna nauðsynlega endur- nýjun í framvarðarsveitinni sem kæmi sér vel í kosningabaráttunni komandi vor. Illugi og Guðlaugur Þór eru sagðir banda- menn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, sem hafði betur í formannsslag við Hönnu Birnu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í nóvem- ber á síðasta ári. Bjarni er þingmaður í Kraganum og myndi Hanna Birna því ekki þurfa að berjast við hann í prófkjörsslag hvað svo sem síðar verður en landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður næst haldinn í byrjun næsta árs. Í vikunni voru fréttir um að Hanna Birna væri með í undirbúningi skoðakönnun til að kanna fylgi sitt fyrir prófkjörin í haust. Stuðningsmenn Hönnu Birnu kannast ekki við það og segja að þeir séu farnir að finna fyrir sama titringi innan flokksins og var í að- draganda formannsslagsins. Hann komi þó sennilega aðeins til með að aukast eftir því sem nær dregur próf- kjörum og leikar fara að skýrast. Þjóðin, það er ég! „Niðurstaða forsetakosninganna var sigur fyrir lýðræðisþróun á Íslandi frekar en persónulegur sigur minn.“ – Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, spjallar við erlendu pressuna og þarna í samtali við frönsku sjón- varpsstöðina France 24. Kross að bera að vera í Krossinum „Gunnar er í Krossinum, ekki ég. Það var ekki pláss fyrir mig þar. Fyrr- verandi konan hans er komin aftur, hún byggði þessa kirkju og ég þarf ekkert að vera þar. Ég fer alltaf í kirkju á sunnudögum þá helst í Grensáskirkju og í Krossinn, en ég er bara rosalega „líbó“ með þetta.“ – Jónína Benediktsdóttir ræðir við erkifjendur sína á DV og upp- lýsir meðal annars það að Gunnar í Krossinum sé í Krossinum. Sem er, eins undarlega og það hljómar, athyglisvert. Nú er hins vegar vertíð hjá mér „Það fyrst sem maður rekur augun í er að sjómenn eru að toppa forstjóra í launum.” – Í skattavikunni stendur Jón G. Hauksson, ritstjóra Frjálsrar verslunar, alla jafna í ströngu – en tekjublað hans kom út í kjölfarið líkt og tungl eltir sólu. Öll dýr eru jöfn, en sum jafn- ari en önnur „Meginþemað í aðgerðum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er að auka jöfnuð í samfélaginu. – Oddný G. Harðardóttir fjármála- ráðherra rýnir í álagningu ríkisskatt- stjóra á einstaklinga og útskýrir fyrir lesendum Fréttablaðsins hvað það er sem hún sér, í aðsendri grein. Baltabrella „Þær hugmyndir voru uppi hjá Fram- estore að láta loka útibúinu. Þess vegna ákváðum við að kaupa það.“ – Baltasar Kormákur útskýrir kaup sín á íslensku útibúi, brellukvik- myndafyrirtækinu Framestore, fyrir blaðamanni DV. Og fimmaurabrand- arasmiðir á Facebook fóru á kreik.  Vikan sem Var við erum 31 Helgin 27.-29. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.