Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 35
Fært til bókar
Hanna Birna gegn Illuga
og Guðlaugi Þór?
Mikill þrýstingur er á Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur,
oddvita Sjálfstæðis-
flokksins í borgar-
stjórn Reykjavíkur,
að bjóða sig fram
í fyrsta sæti í próf-
kjöri flokksins fyrir
komandi alþingiskosningar.
Myndi hún þá etja kappi við Illuga Gunn-
arsson og Guðlaug Þór Þórðarson og því
útlit fyrir spennandi slag. Stuðningsmenn
hennar segja að það myndi styrkja flokk-
inn í næstu kosningum ef hún væri
í forystustöðu. Með því að
velja hana í forystu flokks-
ins í stað Illuga og Guðlaugs
Þórs væri flokkurinn að
sýna nauðsynlega endur-
nýjun í framvarðarsveitinni sem
kæmi sér vel í kosningabaráttunni
komandi vor.
Illugi og Guðlaugur Þór eru sagðir banda-
menn Bjarna Benediktssonar, formanns
flokksins, sem hafði betur í formannsslag
við Hönnu Birnu á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins í nóvem-
ber á síðasta ári. Bjarni er
þingmaður í Kraganum
og myndi Hanna Birna
því ekki þurfa að berjast
við hann í prófkjörsslag hvað
svo sem síðar verður en landsfundur
Sjálfstæðisflokksins verður næst haldinn í
byrjun næsta árs.
Í vikunni voru fréttir um að Hanna Birna
væri með í undirbúningi skoðakönnun til
að kanna fylgi sitt fyrir prófkjörin í
haust. Stuðningsmenn Hönnu Birnu
kannast ekki við það og segja að
þeir séu farnir að finna fyrir sama
titringi innan flokksins og var í að-
draganda formannsslagsins. Hann
komi þó sennilega aðeins til með að
aukast eftir því sem nær dregur próf-
kjörum og leikar fara að skýrast.
Þjóðin, það er ég!
„Niðurstaða forsetakosninganna var
sigur fyrir lýðræðisþróun á Íslandi
frekar en persónulegur sigur minn.“
– Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, spjallar við erlendu pressuna
og þarna í samtali við frönsku sjón-
varpsstöðina France 24.
Kross að bera að vera
í Krossinum
„Gunnar er í Krossinum, ekki ég. Það
var ekki pláss fyrir mig þar. Fyrr-
verandi konan hans er komin aftur,
hún byggði þessa kirkju og ég þarf
ekkert að vera þar. Ég fer alltaf í kirkju
á sunnudögum þá helst í Grensáskirkju
og í Krossinn, en ég er bara rosalega
„líbó“ með þetta.“
– Jónína Benediktsdóttir ræðir við
erkifjendur sína á DV og upp-
lýsir meðal annars það að Gunnar
í Krossinum sé í Krossinum. Sem
er, eins undarlega og það hljómar,
athyglisvert.
Nú er hins vegar vertíð hjá
mér
„Það fyrst sem maður rekur augun í
er að sjómenn eru að toppa forstjóra
í launum.”
– Í skattavikunni stendur Jón
G. Hauksson, ritstjóra Frjálsrar
verslunar, alla jafna í ströngu – en
tekjublað hans kom út í kjölfarið líkt
og tungl eltir sólu.
Öll dýr eru jöfn, en sum jafn-
ari en önnur
„Meginþemað í aðgerðum ríkisstjórnar
Jóhönnu Sigurðardóttur er að auka
jöfnuð í samfélaginu.
– Oddný G. Harðardóttir fjármála-
ráðherra rýnir í álagningu ríkisskatt-
stjóra á einstaklinga og útskýrir fyrir
lesendum Fréttablaðsins hvað það er
sem hún sér, í aðsendri grein.
Baltabrella
„Þær hugmyndir voru uppi hjá Fram-
estore að láta loka útibúinu. Þess
vegna ákváðum við að kaupa það.“
– Baltasar Kormákur útskýrir kaup
sín á íslensku útibúi, brellukvik-
myndafyrirtækinu Framestore, fyrir
blaðamanni DV. Og fimmaurabrand-
arasmiðir á Facebook fóru á kreik.
Vikan sem Var
við erum 31 Helgin 27.-29. júlí 2012