Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 48
44 bækur Helgin 27.-29. júlí 2012  RitdómuR Ég eR Zlatan ibRahimovic Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari situr í fyrsta og fimmta sæti metsölulista Eymundsson. Í fyrsta sætinu er Iceland Small World – lítil og í fimmta sætinu Iceland Small World – stór. Vegahandbókin er í öðru sæti og Hin ótrúlega píla- grímsganga í því þriðja. eftiRsóttaR ljósmyndabækuR  RitdómuR hin ótRúlega pílagRímsganga haRolds fRy í ritröð Bjarts, Neon-röðinni, er komin út skáldsaga eftir breskan rithöfund, Rachel Joyce, nýlegt verk sem hefur notið vinsælda á enska málsvæðinu og fer nú víðar í þýðingum. Ingunn Sædal hefur þýtt söguna afbragðsvel og má fela henni stærri verkefni á komandi árum. Tungutakið er skarpt, hnyttið og fallega hugsað. Reyndar er sagan í fornum ensk- um anda Chaucers og Bunyans: rakin er för pílagríms en um leið og hann fer um landið, fer hann um sitt eigið líf, gangan er skírsla, hreinsun því á henni falla múrar gleymskunnar, gáttir opnast í líf pílagrímsins, er honum leið til sjálfsþekk- ingar og sáttar. Grunnurinn er trúar- legur, nokkuð sem gerist æ oftar eftir því sem göngumönnum fjölgar, leiðir þeirra og markmið skýrast. Þessa er meðal annars vart í göngum um slóðir genginna kynslóða: má gera því skóna að brátt fari menn að ganga úr heimabyggðum til ver- staða á ný, fornir helgir staðir verði brátt heimsóttir og landið fái aftur þá helgi, sögu og merkingar sem hefur um langan aldur hulist. Sagan er falleg í hugsun, þó í henni fel- ist sértæk lífsreynsla þjóðanna sem búa Bretland, mannfallið í fyrra stríði, hildar- leikurinn í seinna stríði og hvernig sú lífreynsla ásamt rótgróinni stéttskiptingu þar í landi mótaði lundarfar kynslóðanna. Harold er launaþræll, vinnur hörðum höndum við að búa konu sem er úr efri stétt en hann heimili, búa syni sínum menntun. Kona hans er heimavinnandi og gengst upp í hlutverki sem er spyrt saman við neyslustýringu og stéttarleg tákn velferðar. Óvænt sending hrindir af stað hrinu atvika: Harold finnur hjá sér skuld við aðra manneskju sem fyrir löngu launaði honum gæsku með tryggð og tók á sig sök sem hann átti. Hann leggur því af stað frá suðurströnd Englands eftir landinu endilöngu til Berwick í norðri og finnur á leið sinni nýtt líf í rústum þess sem hann hefur átt; nýja konu, nýtt sam- félag og sjálfan sig á ný. Hin ótrúlega pílagrímsganga er falleg saga, gleðileg og grátleg í senn, opnar sýn á enskar sveitir, landslag, héröð, mannlíf sem er grátbroslegt í einmana- leik okkar daga. Við göngum ekki nógu oft saman, spjöllum ekki nóg, njótum ekki samvista við fólk af öllu tagi þessa stuttu stund sem jarðvist okkar er. Það er mórallinn. Sagan er sögð frá sjónarhólum Harolds og konu hans, Maureen til skipt- is. Aragrúi persóna verður á vegi hans og hún fer loks út úr sinni skel. Harmur þeirra greinist, þótt ekki verði skýrt hvar liggi orsök ógæfu sonar þeirra. Og þegar Harold mætir hinstu rökum mannlegrar tilveru gefur höfundurinn okkur skýr fyrirmæli frá sjónarhóli konunnar sem sendi honum hinstu kveðju, ákall um að hann sinnti þeirri skyldu að endurgjalda þá gjöf sem hann hafði þegið. Þetta er mannbætandi verk. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Syndaganga föður og eiginmanns Fallega brotin bók heilsupostulans Þor- bjargar Hafsteinsdóttur er komin út hjá forlagi Sölku. Hún hefur að geyma uppskriftir að þeytingum, hristingum og grænum söfum – alls 68 uppskriftir. Bókin er auk formála byggð upp af tíu köflum þar sem uppskriftirnar eru flokkaðar niður eftir eðli og erindi við maga, taugar og sál. Hér er að finna grunnuppskriftir að mjólk úr möndlum, sesam, kókos og heslihnetum, hollráð um rafmagnsgræjur til að vinna hráfæði í fljótandi formi. Þar sem nú er framundan uppskera er ráð fyrir áhugasama að líta á gripinn og sjá hvernig hann rímar við tímann. Safaríkt líf Þorbjargar Bandaríska söngvaskáldið sendir frá sér nýtt safn af hljóðritunum og er útgáfudagurinn 11. september. Ber safnið heitið Tempest og kemur út í ýmsum útgáfum. Sérstakar útgáfur eru þriggja plötu vínilútgáfa, þá er að nefna cd-út- gáfu með áritaðri munnhörpu, víníl-útgáfu með munnhörpu og bók. Frá því í mars hafa þræðir helgaðir Hibbing-stráknum verið logandi af þrá eftir upplýsingum en fátt er gefið upp. Þeir sem hafa prufueintök eru látnir sverja þagnareið. Einhverstaðar lak út að heyra mætti mexikósk áhrif í útsendingum, sumir segja ópusinn 68 mínútur, aðrir allt að 75 mínútum. Sem hliðstæður eru nefnd lög á borð við Mississippi, Red River Shore og Cross the Green Mountain sem öll eru langir ópusar og epískir. Gamli maðurinn er um þessar mundir á ferð um Bandaríkin og verður að spila fram að jólum nokkur þétt í túrnum endalausa. Nýtt söngvasafn frá Bob Dylan Ævisaga Zlatans er bóksölulegt fyrirbæri í Svíþjóð. Þar hefur hún selst í stærra upp- lagi en nokkur bók og mun þegar fram líða stundir hafa mikil áhrif á almennt viðhorf til hópa sem búa við skerta samfélags- stöðu vegna þjóðernisuppruna, litarháttar og félagslegrar aðstöðu. Árið 2000 hitti ég áhugamenn um kvikmyndagerð í Malmö sem höfðu af rælni farið að fylgjast með strák sem æfði með Rósagarðinum þar. Þeir sögðu að viðfangsefnið hafi ekki bara vakið athygli þeirra sem afburða efni í knattspyrnumann heldur hafi félagsleg staða hans verið forvitnileg. Er á tökur leið fundu þeir að efnið var brennheitt, erlendir umboðsmenn voru farnir að fylgjast með drengnum og í lok myndarinnar var hann keyptur af Ajax. Allt þetta rekur Zlatan nákvæm- lega í sögu sinni sem David Lagercrantz skráði og Draumsýn hefur nú gefið út í þýðingu Sigurðar Helgasonar. Þar er af fölskvaleysi og hreinskilni lýst aðstæðum sem ættu að hafa verið óyfirstígan- legar og leitt ungling hratt á glapstigu, en líka heimsmynd sem er mörkuð almennu þekkingar- leysi, einbeittum áhuga á listgrein knattspyrnunnar og mismunandi kúltúr félaga og þjálfara. Fótbolta- þjálfun er á stigi hermennsku víða, skeytingarlaus og dýrsleg. Launaheimur bestu manna er sjúklegur og einæðið sem þeim er innrætt er vart mennskt. Zlatan hefði getað orðið margt, stefna hans úr gettói Málmeyjar var ekki bein. Hann hefur í frásögn sinni skýra sýn á getu sína og skapgerðargalla en er fullur af sjálfum sér og bokki er hann. Sagan er þannig merkileg persónulýsing, víða nokkuð sundr- uð í munnlegri frásögn hans og útheimtir djúp- stæða þekkingu af frammistöðu margra helstu leik- manna liðinna áratuga í Evrópu og er fyrir bragðið erfið hverjum sem hrærist ekki í þeim heimi, en opnar um leið glugga að lífsýn og veruleika sem er forvitnilegur öðrum, svona rétt eins og hverjum öðrum kima, líf aðalsmanna nátengt herfylkjum fram til 1940 er þar helst til samanburðar. Bókin hlýtur að vera hvalreki fyrir áhugamenn um afreks- hillu knattspyrnunnar, hún er líka félagslegt doku- ment um vestræn samfélög á liðnum áratugum. Ekki get ég metið þýðingu Sigurðar en útgáfan er hraksmánarlega frágengin í prófarkalestri og frá- gangi. Því miður, hún geymir merkilegt efni. -pbb Fótboltahetjan  hin ótrúlega pílagrímsganga harolds fry Ingunn Sædal þýddi. Bjartur, 312 bls. 2012.  Ég er Zlatan ibra- himovic Draumsýn bókaforlag, 378 bls. 2012. Bók Rachel Joyce hefur notið vinsælda á enska málsvæðinu og fer nú víðar í þýðingum. Verkið er mannbætandi. Ljós- mynd/Fatimah Namdar Zlatan Ibrahimovic. Við göngum ekki nógu oft saman, spjöllum ekki nóg, njótum ekki samvista við fólk af öllu tagi þessa stuttu stund sem jarðvist okkar er. Það er mórallinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.