Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 18
...sem sagt hinn rólegi, trausti og góði eiginmaður, botna ég og þau samþykkja hlæjandi að svo sé. „Ég þarf ekkert að trana sjálfum mér fram,“ segir Halldór. Þau hafa þekkst í tæp fjögur ár og sögðust hafa farið hægt í sakirnar: „Við töluðum saman í síma og á netinu í svona sex vikur áður en við hittumst,“ segir Hera. „Netið er nefnilega fínt til að finna út hvort manneskjan á við mann eða ekki,“ segir Halldór. „Þar finnur maður hvort eitthvað kemur til manns eða ekki.“ Feimin dreifbýlisdama Fyrsta stefnumótið segir Hera Björk hafa verið alveg yndislegt vegna þess að: „Við vorum bæði svo feimin og asnaleg! Jahá, ég get sko verið feimin,“ svarar hún þegar ég spyr hvort hún sé virkilega feimin. „Ég er miklu minna fyrir að vera í margmenni en fólk heldur. Mér líður vel uppi á sviði, en ég á mjög bágt með að vera á fjölmennum stöðum eins og Kringlunni, í stórum veislum og mér líður ekkert vel í stórborgum – er miklu meira fyrir dreifbýli og náttúruna. Mér finnst rosalega gott að vera með sjálfri mér og hefur aldrei liðið illa að vera ein. Ég er miklu feimnari en fólk heldur og þegar kemur að mínum hjartans málum er ég mjög feimin,“ segir hún með áherslu. „En auðvitað þarf ég stundum að breiða yfir feimnina með brosi eða bregða á mig grímu. Mér líður vel í útvarpi og sjónvarpi, enda er ég þar í öruggum höndum tæknifólks. Ég held að feimnin sé líka góð, því ég tel að hún laði fram einlægni þegar ég er til dæmis að syngja á sviði.“ Óöryggistilfnningin kom með ofbeldi Þú sagðir áðan að þú hefðir ekki fundið fyrir óöryggistilfinningu fyrr en þú varst orðin fullorðin. Er það eitthvað sem þú treystir þér til að ræða? „Já, já, ég get alveg gert það núna,“ svarar hún einlæglega. „Ég – eins og svo ótal margar konur og menn – lenti í kynferðislegu ofbeldi þegar ég var unglingur. Það var í fyrsta skipti sem ég fann fyrir ein- hverju neikvæðu í umhverfi mínu. Ég burðaðist með það mjög lengi, en vann svo úr því og það hefur styrkt mig og gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Þetta var klassískt dæmi, ég var í leyfis- leysi foreldra minna í partýi með eldri vinkonu og þar var ungur maður sem ákvað að ég væri sæta stelpan sem hann ætlaði sér að fá um kvöldið. Ég gróf þessa misnotk- un algjörlega í gleymskunnar dá í mörg ár og svo djúpt að ég mundi ekkert eftir þessu atviki. Það er víst skólabókardæmi og margar stúlkur sem hafa lent í kynferðisofbeldi þekkja þetta mjög vel. Þegar þetta kom svo upp á yfirborðið vann ég ötullega í því að fá hjálp og vann í því í tvö ár. Ég er með þá kenningu að það tekur tvö ár að vinna úr öllu. Það tekur tvö ár að vinna úr skiln- aði, tvö ár að aðlagast því að skipta um vinnu, að flytja í annað land eða bara í nýja íbúð tekur tvö ár... Að vinna sig út úr svona áfalli tekur líka tvö ár. Það voru margir góðir vinir sem hjálpuðu mér að vinna mig út úr þessu, ég las mikið af góðum bókum, var hjá æðislegum sálfræðingi og Sigga Klingenberg var mér mjög innan handar sem og margir aðrir. Ég er búin að fyrir- gefa sjálfri mér fyrir það hvernig ég brást ekki við. Ég sagði foreldrum mínum ekki frá þessu fyrr en ég var farin að vinna úr þessu, svo vel gróf ég þetta í undirmeðvitund- inni.“ Eftirlæti samkynhneigðra Nú nálgast Gay Pride dagurinn og þú ert greinilega í sérstöku eftirlæti hjá samkynhneigðum. Veistu hvers vegna það er? „Nei, ekki nema bara að þetta fólk er með svo skelfilega góðan smekk!“ segir hún skellihlæjandi. „Veistu, það er ekkert eitt sem gerir það að verkum. Tónlistin sem ég hef verið að syngja undanfarin ár, þessi dansskotna tónlist, höfðar kannski til þessa hóps og að ein- hverju leyti er það kannski persóna mín sem þau laðast að – sem er frá- bært því ég laðast að þeim líka. Ég hef alltaf haft gaman af fólki sem hefur þurft að berjast fyrir tilveru sinni og ber mikla virðingu fyrir því. Þótt margir samkynhneigðir hér á Íslandi hafi þurft að ganga gegnum mjög erfið tímabil, þá er Ísland orðin Paradís núna miðað við hvernig staðan er í mörgum öðrum löndum. Íslendingar eru komnir svo langt í þessari vinnu og þá er ég að tala um almenning. Ég hef sýnt samkynhneigðum stuðning og hvatt þá, en núna finnst mér að Ís- lendingar eigi að beita sér í þessum málum á erlendri grundu, til dæmis í Prag eða í Færeyjum, svo tekið sé dæmi af landi nær okkur. Fyrstu almennilegu hinsegin dagarnir í Færeyjum, Faroe Pride, eru haldnir núna um helgina, en þar er rétt- indabarátta samkynhneigðra mjög skammt á veg komin. En það er mikill misskilningur að ég syngi eitthvað oftar fyrir samkynhneigða en aðra í útlöndum,“ bætir hún við. „Það er bara meira skrifað um það í blöðunum hér, kannski vegna þess að þeir eru háværastir. Núna var ég til dæmis að koma frá Þýska- landi þar sem ég söng í einkasam- kvæmi í litlu þorpi og þetta var eins og að fara í tímavél, því þarna var dansflokkur að sýna þjóðdansa frá Bæjaralandi og gestahópurinn samanstóð af 10% samkynhneigð- um og 90% af huggulegum hjónum sem sum hver voru af aðalsættum, ákaflega virðulegt og dannað. Núna er ég að fara að syngja á Gay Pride í Danmörku 18. ágúst og í fyrra söng ég í Bandaríkjunum þar sem ég var að aðstoða norskan vin minn sem á keppnina „Mr. Gay World USA“. Við kynntumst þegar ég var að keppa í Eurovision í Noregi og hann bauð mér að koma til Bandaríkj- anna. Ég ferðaðist um með þeim og það var mjög skemmtilegt, en þetta er ekki lífið sem ég sækist eftir. Ég ætla ekki fara að leggja það fyrir mig fertug, tveggja barna móðir frá Íslandi að syngja á amerískum næturklúbbum. Ég er búin með þann pakka,“ segir hún og enn á ný er stutt í hláturinn. „Slíkt gefur mér ekki neitt. Þá vil ég frekar syngja fyrir örfáa og ódrukkna.“ En telurðu að heimurinn hafi uppgötvað þig í gegnum Söngva- keppnina? „Já, tvímælalaust. Við fengum mikla athygli í Noregi og höfum fengið mikið út úr þeim sam- böndum sem við náðum þar og þar af leiðandi hef ég haft nóg að gera eftir keppnina. Eurovision er bara gluggi sem maður fær til kynn- ingar, en raunverulega vinnan byrjar ekki fyrr en eftir að heim er komið. Margir halda að það að fara í Eurovision sé nóg, en það er bara alls ekki nóg. Maður þarf að mæta mjög vel undirbúinn og gæta þess að halda sambandi við réttu aðilana eftir keppnina.“ Hera Björk í fimm orðum Þannig að nú ertu móðir, hús- móðir, söngkona, eiginkona, söng- kennari, rekur söngskóla og ert búðarkona. Hvað gerirðu þegar þú verður þreytt? „Þá leggst ég bara í leti,“ svarar hún. „Okkur Halldóri finnst best að vera bara heima, lesa, horfa á góða mynd – og svo eigum við garð sem öskrar á okkur. Stundum finnur maður hvíld í því að dunda í garðinum. Ég hvílist reyndar ekki ef heimilið er allt í rúst. Svo eigum við þetta afdrep fyrir norðan sem er algjört æði. Þar er varla símasam- band og gloppótt netsamband. Þar veiðum við silung, lesum og hittum góða vini og ættingja. Ég slaka best á heima hjá mér. Ég slaka ekkert á í einhverjum tjaldferðalögum – þar er ég bara beðin um að syngja!“ Hvernig lýsirðu sjálfri þér í fáum orðum? „Ég er jákvæð, ég er traust, ég er letidýr og ég er púkó og smart...“ „Ég – eins og svo ótal margar konur og menn – lenti í kynferðislegu ofbeldi þegar ég var unglingur... Ég burðaðist með það mjög lengi en vann svo úr því.“ Ný ju ng ! Ljótur frá MS er bragðmikill og spennandi blámygluostur. Láttu hann koma þér á óvart og dæmdu hann eftir bragðinu. Ljótur að utan – ljúfur að innan 18 viðtal Helgin 27.-29. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.